Bæjarins besta - 13.03.1996, Blaðsíða 10
Kvenfélagið Ársó/ á Suðureyri
Færði leikskólanum í Súöa-
vik fe til leikfangakaupa
Stjórn kvenfélagsins
Ársólar á Suðureyri færði
leikskólanum í Súðavík
fjármuni að gjöf á
dögunum. Gjöfinni,
fimmtíu þúsund krónum,
er ætlað að bæta við
leikfangasafn skólans, en
allt leikfangasafn hans
eyðilagðist í snjóflóðinu
fyrir ári síðan. Steinunn
Aldís Einarsdóttir, leik-
skólastjóri tók við gjöfinni
fyrir hönd leikskólans.
Viðstödd afhendinguna
voru þau Sigríður Hrönn
Elíasdóttiroddviti Súða-
víkurhrepps og Ágúst Kr.
Björnsson, sveitarstjóri.
Eftir að gestirnir frá
Suðureyri höfðu þegió
góðgerðir heimamanna,
var haldið með þá í
skoðunarferð um leik-
skólann, grunnskólann og
nýju byggðina í Súðavík.
Undirskriftum safnað vegna vegasambands á Vestfjörðum
Vilja heilsársveg yfir Þorskafjarðarheiði
Nokkrir framtakssamir ein-
staklingar hafa hrundið af stað
undirskriftarsöfnun á norðan-
verðum Vestfjörðum þar sem
skorað er á þingmenn Vest-
fjarða að beita sér fyrir lagn-
ingu heilsársvegar yfir Þorska-
fjarðarheiði í tengslum við
byggingu Gilsfjarðarbrúar.
Listamir voru lagðir fram tii
undirskriftar í upphafi mán-
aðarins, og hafa forsvarmenn-
imir gefið sér þrjár til fjórar
vikur til verksins.
Sigurður Olafsson verkstjóri
er einn þeirra sem hratt undir-
skriftasöfnuninni af stað, og
sagði hann í samtali við blaðið
að ástæða söfnunarinnar væri
fyrst og fremst tenging við
Gilsfjarðarbrúna. „Þetta kemur
til með að stytta leiðina geysi-
lega mikið, og í framhaldi af
því hlýtur slík framkvæmd m.a.
að lækka vöruverð á svæðinu,
ef landflutningar aukast í kjöl-
farið,” sagði Sigurður. Undir-
tektir almennings hafa verið
ótrúlega góðar, að sögn Sig-
urðar, en listarnir liggja frammi
á nokkrum stöðum, m.a. á
bensínstöðinni á Isafirði, báð-
um olíuverslununum og f
ýmsum stærri atvinnufyrir-
tækjum á svæðinu.
Ennþá hafa forsvarsmenn
söfnunarinnarekki tekið neinar
ákvarðanir um hvenær eða
hvernig þingmönnum Vest-
fjarða verða afhentir listarnir,
en Sigurður er bjartsýnn á að
þeir muni beita sér fyrir fram-
gangi málsins. „Þetta er slíkt
hagsmunamál fyrir okkur á
norðanverðum Vestfjörðum að
fá veg þarna yfir, svo ekki þurfi
að keyra allar Strandimar. Með
tilkomu Gilsfjarðarbrúar verð-
ur þetta ein stærsta samgöngu-
æðin okkar, ef við fáum heils-
ársveg yfir Þorskafjarðarheiði”
sagði Sigurður.
Umhverfisráðherra gefur út regiu-
gerð um varnir gegn snjófióðum
Varnarvirki skulu reist
Umhverfisráðherra hefur
gefið út reglugerð um varnir
gegn snjóflóðum og skriðu-
föllum þar sem meðal annars
eru settar reglur um þátttöku
Ofanflóðasjóðs í gerð vamar-
virkja og uppkaup og flutning
á húseignum í sveitarfélögum
sem búa við snjóflóðahættu.
Samkvæmt reglugerðinni sem
þegar hefur tekið gildi, skal
jafnan bregðast við snjóflóða-
hættu með því að reisa vamar-
virki nema talið sé hagstæðara
að kaupa eða flytja húseignir.
Samkvæmt lögum er Ofan-
flóðasjóði heimilt að greiða allt
að 90% af kostnaði við gerð
varnarvirkja vegna ofanflóða
eða kaupa eða flutninga á hús-
næði á hættusvæði og skal
kaupverð húseigna þá miðað
við markaðsverð sambæri-
legrar eignar utan hættusvæða
í sveitarfélaginu. Gert er ráð
fyrir að tillögur sveitarstjóma
um vamaraðgerðir verði lagðar
fyrir Ofanflóðanefnd, sem fer
yfir framkvæmda- og kostnað-
aráætlanir og öðlast þátttaka
Ofanflóðasjóðs í framkvæmd-
unum gildi að fengnu samþykki
nefndarinnar og staðfestingu
umhverfisráðherra.
Getraunaieikur Bi
Björn sigraði í annarri umferð
Björn Jóhannesson lögmaður á ísafirði stóð uppi
sem sigurvegari í öðrum hluta getraunaleiks
Boltafélags ísafjarðar sem lauk fyrir stuttu.
Getraunaleiknum, sem stendur yfir í 24 vikur, er
skipt niður í þrju átta vikna tímabil og hlýtur
sigurvegari eftir hvert tímabil ferðavinning í boði
Flugleiða. Eftir fyrstu átta vikurnar stóð Frank
Guðmundsson uppi sem sigurvegari, en Björn
sigraði í öðrum hluta eins og áður sagði eftir harða
viðureign við Sveinfríði Högnadóttur. Fékk Bjöm
atbentan vinning sinn á laugardag en þá
tipparar á beina útsendingu á leik ensku knatt
spyrnunni. Eftir að síðasta átta vikna
lýkur, kemur í Ijós hver tipparanna hefur náð bestum
árangri í vetur og hlýtur sá hinn sami væntanlega
ferð á Wembley að launum. A meðfylgjandi mynd
afhendirJakobOIasonformaðurknattspymudeildar
Bl, Birni Jóhannessyni ferðavinninginn.
Ný vöruskemma
Eimskips á ísafirði
Fullbúin í vor
Fyrirtækið Garðasmiðjan
hf„ frá Garðabæ hefur reist
burðargrind nýrrar vöru-
skemmu sem Eimskip er með
í byggingu á Sundahafnar-
svæðinu á Isafirði. Að sögn
Helga S. Gunnarssonar hjá
Verkfræðistofu Stefáns ÓI-
afssonar sem hefur yfirum-
sjón með framkvæmdum á
vegum Eimskipa, er ráðgert
að taka húsið í notkun á vor-
mánuðum.
Allir verkþættir hússins
eru boðnir út, og sá fyrir-
tækið Agúst og Flosi hf. um
að steypa undirstöður undir
húsið. Garðasmiðjan átti
lægsta tilboð í að reisa húsið
sjálft og að ganga frá því að
utan, en lokafrágangur innan-
húss verður einnig boðinn út.
Enn sem komið er, er bygg-
ingarkostnaður við húsið ná-
lægt þeirri kostnaðaráætlun
sem gerð var í upphafi. Gott
veður að undanförnu hefur
nokkuð létt undir með verk-
taka hússins við framkvæmd-
ir, að sögn Helga, en bygging
hússins á að ganga nokkuð
hratt fyrir sig.
Framkvæmdir við nýja
vöruskemmu Eim-
skips ganga mjög vei,
og á húsið að vera tii-
búið á vormánuðum.
Góður afii hjá Guðbjör
Á Flæmska hatt-
innframíjúlí
Frystitogarinn Guðbjörg ÍS-
46 landaði 335 tonnum af rækju
á Isafirði á fimmtudag í síðustu
viku að verðmæti um 65 millj-
ónir króna. Togarinn landaði
svipuðum afla í febrúar og er
heildaraflinn frá áramótum því
kominn í vel á sjöunda hundrað
tonn.
Stærsta rækja fer á markað í
Japan, suðurækjan fer til Dan-
mörku og iðnaðarrækjan fer til
vinnslu hjá Strýtu á Akureyri.
Guðbjörgin hélt aftur á veiðar
á sunnudagskvöld og var stefna
tekin á Flæmska hattinn, en
þar mun skipið verða að veið-
um fram í miðjan júlí. Áhafna-
skipti munu fara fram um
miðjan næsta mánuð í gegnum
St. John áNýfundnalandi. Guð-
Óvenjuieg tiikynning við
brottför íslensks fiski-
skips. Þar sagði: Brott-
för ki. 23.00 þann 10.
mars. Skipstjóri. P.s.
Munið eftir vegabréfum
og atvinnuskírteinum.
mundur Einarsson fór með
Guðbjörgina á Flæmska hattinn
en Guðbjartur Ásgeirsson mun
leysa hann af í næsta mánuði.
Unnið við iöndun á tonnunum 335 um borð í Guð-
björgu á fimmtudag í síðustu viku.
10 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996