Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.1996, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 13.03.1996, Blaðsíða 6
Nokkrir þeirra nemenda sem kynntu sér ieyndardóma brauðgerðarinnar, sem reyndist ekki vera svo erfið þegar aiit kom til aiis. Nemendur Guðjóns Óiafssonar voru niðursokknir í gerð eigin heimasíðna tii nota á internetinu þegar BB bar að garði. Sólrisuhátíð nemenda í Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði Árviss Sólrisuhátíð nemenda í Framhaldsskóla Vestfjarða var haldin í síðustu viku. Að sögn Björns Teitssonar, skólameistara, heppnaðist hátíðin í alla staði vel, en um 150 nemendur skólans tóku þátt í þeim námskeiðum sem boðið var upp á í tengslum við Sólrisuna. Hefðbundið skólastarf liggur niðri á meðan á Sólrisunni stendur, en nemendur einbeita sér þess í stað að námi í öðrum greinum en skólinn býður alla jafna upp á. Að þessu sinni var m.a. boðið upp á námskeið í sveitarstjórnarmálum, gerbakstri, dansi, jóga, heimasíðugerð, trölladeigsvinnu, og spádómum í Opinberunarbókinni. Nemendur fjórða bekkjarsóttu þó út fyrir Vestfirði eftir verkefnum, en þeir héldu suður til Reykjavíkur og kynntu sér hvaða möguleikar bjóðast í framhaldsnámi að lokinni skólavist í F.V. Heimasíðugerðin frekar flúkin Á námskeiði í heimasíðugerð voru nemendur leiddir í allan sannleika um hvaða þættir eru nauðsynlegir í gerð heimasíðna. Eyjólfur Þráinsson hafði ekki skoðað gerð heimasíðna fyrr, en hann hefur aðgang að Interneti heimafyrir og segist nota það mikið. Eyjólfur sagði dágóðan tíma fara í heimasíðugerðina, og aðstoð kennara var vel þegin. ,,Ég hugsa að að maður þurfi aðstoð við að gera heimasíðu, þetta er frekar flókið og margar skrár sem þarf að fara í gegnum og tengja saman,” sagði Eyjólfur, sem var ekki kominn svo langt að velja sér slóð inn á heimasíðuna sína. Tvö púsund ára spádómar Nokkur ár eru síðan hugmyndir um að halda nám- skeið í spádómum Opinberunarbókarinnar komu fyrst Heimasíðugerðin átti hug Eyjóifs Þráinssonar aiian. upp hjá FVÍ. Valdimar Hreiðarsson sóknarprestur í Súgandafirði sagðist hafa boðið upp á námskeiðið nú upp á von og óvon. ,,Ég hélt að þetta yrði skemmti- legur hópur nokkurra sérvitringa, en raunin varð stór hópur skemmtilegra sérvitringa sem spáir í spá- dómana,” sagði Valdimar. Á námskeiðinu var farið í spádóma í Opinberunarbók Jóhannesar en þeir hafa verið túlkaðir á ýmsan hátt í gegnum tíðina. Mjög fjörugar umræður sköpuðust á námskeiðinu eins og vænta má þegar jafn dularfull efni eru til umfjöllunar og tvö þúsund ára spádómar. Erpur Eyvindarson var einn þátttakenda á námskeiðinu og taldi það athyglisvert. „Biblían hefur verið hluti af meginframvindu sögunnar í gegnum tíðina og alltaf þótt jafnmerkilegt að spá í það sem hún hefur fram að færa. Ég held að spádómarnir höfði ekki mikið til ungs fólks í dag, fólk er lítið trúað í dag,” sagði Erpur, sem neitaði því að hann tryði á spádóma Opinberunarbókarinnar, áhuginn væri einungis fræðilegur. Gaukshreiðrinu afar vel tekið Á milli tuttugu og þrjátíu nemendur Framhalds- skólans réðust í það þrekvirki að setja upp leikritið Gaukshreiðrið eftir Dale Wasserman í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar, á Sólrisunni. Leikstjóri verksins er Þorsteinn Bachmann og hafa æfingar staðið yfir frá því í janúarlok. Verkið, sem er ákaflega áleitið og sterkt, hefur verið sýnt fyrir fullu húsi við fádæma góðar viðtökur áhorfenda. Þrjár sýningar til viðbótar verða á Gaukshreiðrinu, í kvöld, miðvikudagskvöld, næst- komandi föstudagskvöld og sunnudagskvöld, og hefjast allar sýningarnar kl. 20.30. Atriði úr fyrsta þætti Gaukshreiðursins, sem nemendur Framhaidsskóia Vestfjarða sýna þessa dagana við fádæma góðar undirtektir áhorfenda. Unnur Bjarnadóttir kenndi undirstöðuatriðin í gerð iitríkra hefðar- meyja úr tröiiadeigi. Erpur Eyvindarson gaf ekki mikið fyrir trú- verðugieika spádóma í Opinberunarbók Jóhannesar. Námskeið í spádómum Opinberunarbókarinnar var fjöisótt, enda trú margra að í henni megi meðai annars finna fyrirboða um heimsendi. Fjöldi námskeiða og svn ing á Gaukshreiðrinu 6 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.