Bæjarins besta - 13.03.1996, Blaðsíða 5
Nýir h/uthafar að koma inn í rekst
Leiðir kannaðar til
styrkja tyrirtækið
til frekari átaka
Eigendur Fáfnis hf., á Þingeyri kanna nú ieiðir tii að styrkja fyrirtækið tií
frekari átaka í sínu fagi og er m.a. verið að skoða innkomu nýs hiuthafa.
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins munu viðræður hafa
átt sér stað á milli eigenda
Fáfnis hf., á Þingeyri, og
eigenda fyrirtækis á Suður-
nesjum um kaup þeirra síðar-
nefndu á meirihluta hlutafjár í
Fáfni hf. Sigurður Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri Fáfnis
vildi í samtali við blaðið ekkert
segja um málið á þessari stundu
en sagði að niðurstaða myndi
liggja fyrir á næstu dögum.
„Það getur vel verið að í
gangi hafi verið skoðun á því
hvernig mætti styrkja fyrir-
tækið með nýjum hluthöfum
en það er ekkert um þetta mál
meira að segja í augnablikinu.
Ef af einhverju slíku verður
getum við sagt frá því fljót-
lega, ég get ekkert sagt meira
um málið á þessari stundu,”
sagði Sigurður.
Sigurður sagði að menn þar
á bæ væru að hugsa leiðir til að
styrkja fyrirtækið til frekari á-
taka í sínu fagi en hvað yrði
ofan á kæmi í ljós á næstu
dögurn. Sigurður sagði Fáfni
hafa verið í fullum rekstri og
stöðugri vinnu en uppgjör
síðasta árs lægi ekki fyrir
sökum niðurröðunar hjá endur-
skoðanda fyrirtækisins. „Eins
og menn þekkja sem eru í fisk-
vinnslu, þá er ekki mikil von á
gróða en menn böslast áfram
eins og þeir geta,” sagði
Sigurður. Fáfnir hf., rekur
frystihúsið á staðnum auk
fiskimjölsverksmiðju.
Mestspurtefl
stærrt ennim
Fasteignamarkaðurinn á ísa-
firði hefur verið í þónokkurri
uppsveiflu að undanförnu og
virðist sem loforð og samn-
ingar um uppkaup húseigna á
snjóflóðahættusvæðum í
Hnífsdal hafi haft þar nokkur
áhrif á. Meira er spurt unt stærri
eignir nú en áður en sala á
stærri eignum hefur verið í
mikilli lægð undanfarin miss-
eri.
„Það er uppsveifla á fast-
eignamarkaðnum um þessar
mundir. Fyrir um tveimur til
þremur vikum síðan fór eftir-
spurn að aukast og síðan þá
hefur þetta verið smám saman
að aukast. Hreyfingin er mikil
um þessar mundir en svo hefur
ekki verið síðan í fyrra haust.
Það er meira spurt um stærri
eignir í dag en verið hefur og
þar hafa Hnífsdælingarnir á-
hrif, þeir eru yfirleitt að leita
að sérbýli, en þær eignir hafa
verið í lítilli hreyfingu undan-
farin misseri,” sagði Tryggvi
Guðmundsson, Iögmaður og
fasteignasali á Isafirði í sam-
tali við blaðið.
Tryggvi sagði engin sérstök
hverfi vinsælli en önnur og um-
ræða um snjóflóðahættu hefði
engin áhrif á eftirspurnina.
Hann sagði erfitt að segja til
um verð á fasteignum en ljóst
væri að bilið á milli fasteigna á
ísafirði og í Reykjavík hefði
verið að minnka að undan-
förnu. „íbúðarverð á ísafirði
hefur staðið í stað en svo virðist
« M !
Uppsveifia hefur verið á fasteignamarkaðnum á isafirði undanfarnar vikur og
virðist sem mest sé spurt eftir stærri eignum.
sem íbúðarverð í Reykjavík förnu. Það er langt síðan á milli þessara staða,” sagði
hafi farið lækkandi að undan- munurinn hefur verið svo lítill Tryggvi.
Gamlar syndir hrista þjóöfélagiö
Um fátt er nú meira rætt
þessa dagana en málefni
biskupsins yfir Islandi og
ásakanir nokkurra kvenna
um kynferðislega áreitni
hans í þeirra garð. Tekur
þetta mál á sig ótrúlegustu
myndir og stundum geta
jafnvel skynsömustu menn
ekki látið sér neitt til hugar
koma annað en það, að um
samantekin ráð andstæðinga
biskups sé að ræða.
Því verður ekki trúað að
óreyndu að hin geistlega stétt
sláist með svo óvönduðum
vopnum sem hér sýnast
viðhöfð. En óneitanlega
vekur það athygli að hvert
viðbragð af hálfu biskups
kallar á annað frá einhverjum
presti eða konum sem telja
sig hafa orðið fyrir kyn-
ferðislegri áreitni biskups.
Biskup er nú kominn með
tvo hæstaréttarlögmenn til að
sinna sínum málum, þá Ragnar
Aðalsteinsson og Tryggva
Gunnarsson, sem báðir hafa
getið af sér gott orð fyrir störf
sín og þykja vandaðir og góðir.
Hvernig sem það má vera þá
eru ásakanir á hendur biskupi
að minnsta kosti 17 ára gamlar.
Konan og þau hjón bæði, sem
báru á hann sakir vegna at-
burða í Kaupmannahöfn, hafa
dregið þær til baka og telja sig
sátt við þjóðkirkjuna, vænt-
anlega bæði við guð og menn.
Að slepptum öllum vanga-
veltum um siðferði, þá eru
þessar ásakanir gamlar. Furðu-
legt má telja að koma t'ram
með þær í dagsljósið svo seint.
Þess vegna þarf almenningur
miklu betri skýringar af hálfu
þeirra kvenna sem hlut eiga að
máli. Sú spurning vaknar hvort
það sé siðferðilega rétt að vinna
með þeim hætti sem Stígamót
hafa gert í máli biskups.
Syndirnar sem bornar eru á
biskup þjóðkirkjunnar eru
gamlar. Syndir munu víst ekki
fymast. En þurfa þær þá ekki
að sannast? Og hver er sá synd-
lausi að kasta fyrsta steininum?
Mál þetta hefur haft áhrif á
þjóðkirkjuna og um þessar
mundir ekki til góðs. Fram-
tíðin ein sker úr um það hvort
kirkjan muni standa þessar
hremmingar af sér eða hvort
þær muni verða vatn á myllu
þeirra sem telja að aðskilja beri
ríki og kirkju með öllu og láta
hana sjá urn sig sjálfa, án af-
skipta skattborgaranna.
Geirfinns- ng
Guðmunúarmál
Um þessar mundir fara fjöl-
miðlar mikinn vegna annarra
gamalla „synda”. Þar er um að
ræða ofannefnd sakamál. En
Hæstiréttur sakfelldi nokkra
einstaklinga fyrir dráp á þeim
Guðmundi Einarssyni og Geir-
finni Einarssyni, sem báðir
hurfu árið 1974 og ekkert hefur
spurst til síðan. Fyrir um það
bil tuttugu árum skóku þessi
tvö mál þjóðfélagið og um-
ræður teygðu anga sína um allt,
létu ekki einu sinni Alþingi
ósnortið.
Allir höfðu þá skoðun á
málinu. Sumir hafa reyndar
efast alla tíð um það að rétt
hafi verið að málum staðið við
rannsóknina, sem leiddi til
játningar sakborninganna, sem
síðar voru dæmdir. Séra Jón
Bjarmann, fyrrum fangaprestur
hefur nýlega komið fram í sjón-
varpi og rifjað upp sín afskipti
af föngunum og málinu öllu.
Hann ritaði í Morgunblaðið og
benti á það um 1980 að ekki
virtist allt eðlilegt varðandi
nteðferð fanganna á sínum
tíma. I sjónvarpi í síðustu viku
sagði hann að sér hefði verið
tjáð að fangarnir vildu ekkert
við fangaprestinn tala. Síðar
hefði komið í ljós að vilji
fanganna hefði staðið til þess
að fá að ræða við hann strax í
upphafi fangavistarinnar.
Viðtal við Magnús Leó-
poldsson, sem sat saklaus í
gæsluvarðhaldi í lengri tíma
gaf slæma mynd af aðbúnaði
og meðhöndlun fanganna.
Hvort sem málið verður
tekið fyrir á nýjan leik eða ekki
er ljóst að þama hafa ýmsar
brotalamir komið í ljós.
Það vekur athygli að Hæsti-
réttur skipaði Sævari Ciselski
talsmann, hæstaréttarlögmann-
inn Ragnar Aðalsteinsson, sem
CTAIflfllD
einnig gætir hagsmuna bisk-
ups. Ragnar segir ljóst vera
að starf sitt muni leiða ýmis-
legt í Ijós. Ný gögn muni
koma fram. Einnig sé ljóst
að meðferð fanganna í
gæsluvarðhaldinu á sínum
tíma sé ekki í samræmi við
alþjóðlega samninga.
Það verður fróðlegt að sjá
hvemig mál þessara tveggja
umbjóðenda lögmannsins,
biskupsins og hins dæmda
fara að lokum.
Ef til vill ættu bæði þjóðin
og fjölmiðlarnir að fara sér
hægt um sinn og bíða og sjá
hverja meðhöndlun þessar
göntlu syndir fá hjá lög-
manninum.
-Stakkur.
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996
5