Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.1996, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 13.03.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS Guðbjörgin með 65 milljóna króna afíaverðmæti Framnesið landaði 55 tonnum af rækju á Isafirði þann 5. mars, og Gissur ÁR landaði 70 tonnum af frosinni rækju þann 6. mars. 7. mars kom Guðbjörg að landi með 335 tonna afla úr sjó, að andvirði um 65 milljóna króna. Þar af vom um 316 tonn frosin rækja. Sama dag landaði Skutull 155 tonnum af rækju, að andvirði rúmlega 30 milljónir króna. Þann 8. mars kom Orri með 100 tonn af blönduðum afla, aðallega karfa og sama dag landaði Eldborg 40 tonnum af línufiski, mest þorski og steinbít. Á mánudag landaði Páll Pálsson 130 tonnum af blönduðum afla og Guðmundur Péturss landaði 30 tonnum af rækju. I síðustu viku lönduðu 12 innfjarðarrækjubátar alls 68 tonnum á Isafirði. 141 tonn afrækju tilSúðavíkur Bessi landaði 92 tonnum af rækju í Súðavík á miðvikudag í síðustu viku. Haffari landaði-daginn eftir, 32 tonnum af rækju. Valur landaði alls 8 tonnum af rækju í síðustu viku, og var aflinn úr fjórum veiðiferðum. Hafrún fór einnig fjóra róðra, og landaði 8,7 tonnum. Nærriþrjú þúsunð tonn alloðnu Tveir línubátar lönduðu í Bolungarvík í síðustu viku, samtals 83,9 tonnum úr tíu róðrum. Flosi var sá aflahærri og landaði 45 ,7 tonnum í fimm róðrum. Þann- 5. mars landaði Vinur, sem er búinn beitningavél, 51 tonni. 10 bátar lönduðu innfjarðarrækju í Bolungarvík, alls 59,7 tonnum úr 37 róðrum. Sigurgeir Sigurðsson var þeirra aflahæstuf, með 13,3 tonn úr fjórum róðrum. Tveir bátar lönduðu úthafsrækju í síðustu viku, Dagrún landaði þann 6. mars 56,1 tonni og Heiðrún landaði þann 5. mars 26,3 tonnum. Heiðrún verður frá veiðum um tíma, en verið er að búa skipið frystibúnaði og verður þvf stefnt á Flæmska hattinn að því loknu. Alls bárust 2.883 tonn af loðnu til Bolungarvíkur í vikunni sem leið, Keflvfkingur landaði einu sinni 486 tonnum og Höfrungur landaði þrisvar, samtals 2.397 tonnum. Loðnan fór öll til bræðslu hjá Gná hf. Amar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 F asteignaviðskipti ÍSAFJÖRÐUR: Smiðjugata I la: Einbýlishús á tveimur hæðum, kjallari og ris ásamt bílskúr. Grunnflötur 50m2. Fjarðarstræti 13: Neðri hæð ásamt íbúðarherbergi í kjallara og bílskúr. Stakkanes 6: Rúmlega 140m2 raðhús ásamt bílskúr og sólstofu. Miðtún 47: Endaraðhús, suður, tvær hæðir samtals 190m2 ásamt bílskúr. Sérlega vönduð eign. Urðarvegur 60: Glæsilegt raðhús, alls rúmlega 200m2, ásamt bilskúr. Skipti á minni eign á eyrinni koma til greina. Túngata I: Húsið er kjallari, tvær hæðir og ris ásamt litlum bílskúr. Grurmflötur er 80m2. I kjallara er 2ja herbergja íbúð. Eignin gæti selst í tvennu lagi. Sunnuholt I: Eitt glæsilegasta einbýlishúsið í bænum, 27Im2, ásamt 40m2 bílskúr. Silfurgata I 1: 3ja herbergja íbúð á I. hæð. Strandgata 7: Nýuppgert tvílyft einbýlishús úr timbri. Dalbraut 10: I 15m2 einbýlishús ásamt bílskúr. Pólgata 4: 5 herbergja íbúð á 3. hæð. BOLUNGARVÍKl Miðstræti 6: Gamalt einbýlishús úr timbri. Selst óbýrt. Hólsvegur 6: Einbýlishús, 2x75m2. Tilboð óskast. Traðarland 10: Einbýlishús ásamt bílskúr. Ljósaland 6: 2x126m2 einbýlishús. Hagstæð lán. Hlíðarstræti 21: Gamalt einbýlishús. Stigahlíð 2: 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Yfirtaka veðskulda. Stigahlíð 2: 3ja herbergja íbúð á jarðhæð. Laus. Völusteinstræti 4: 2x126m2 einbýlishús. Skipti á minni eign koma til greina. TÁLKNAFJÖRÐURi Móatún 6: I60m2 einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Húsið er laust. Veðurhorfur næstu daga Horfur á fimmtudag: Allhvöss suðaustan- og austanátt. Dálítil rigning eða slydda í flestum landshlutum, einkum sunnan- og suðaustanlands. Hiti 1 til 4 stig. Horfur á föstudag og laugardag: Heldur hægari suðaustan- og austanátt. Rigning um landið austan- og suðaustanvert, slydduél á suóur og suðvesturlandi, en úrkomulítið norðanlands og á Vestfjörðum. Hiti við frostmark. Horfurá sunnudag: Hæglætisveðurmeðskúrum eða slydduéljum f flestum landshlutum. M METRO Atvinna Oskum eftir að ráða mann til starfa við pípulagningar. Við leitum að handlögnum og traustum manni. Starfsfólk óskast Óskum eftir að ráða starfsfólk til almennra hótelstarfa. Vaktavinna. Upplýsingar veitir Áslaug. 0%óteí ýáœýjötáwi Súhí 456 4111 12.00 Hádegisfréttir 12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00 Glady-fjölskvldan 13.10 Lísa í Undralandi 13.35 Asi einkaspæjari 14.00 Hinir ástlausu The Loveless Athyglisverð mynd um mótor- hjólagengi sem dvelst um stuttan tíma í smábæ í Suðurríkjunum áður en haldið er í kappakstur í Daytona. 15.30 Ellen (9:13) 16.00 Fréttir 16.05 VISA-sport (e) 16.35 Glæstar vonir 17.00 í vinaskógi 17.20 Jarðarvinir 17.45 Doddi 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.00 19>20 20.00 Eiríkur 20.25 Melrose Place (20:30) 21.20 Fiskur án reiðhjóls (1:10) 21.55 Hver lífsins þraut (6:6) 22.30 Hale og Pace (2:7) 22.55 Ofríki Deadly Relations Hér er á ferðinni sönn saga um ofbeldishneigðan föður sem sýnir fjölskyldu sinni óhugnanlegt ofríki ogleggurallt ísölurnarfyrirpeninga. Ofríki gagnvart dætrunum sínum brýst út í heift, morðæði og blóðug svikamylla kemur smám saman í ljós. 00.25 Dagskrárlok FIMMTUDAGUR 14. MARSl 12.00 Hádegisfréttir 12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00 Gladv-fjölskyldan 13.10 Lísa í Undralandi 13.35 Asi einkaspæjari 14.00 Togstreita Mixed Blessings Flestir líta á það sem mestu gæfu lífs síns þegar blessuð börnin fæðast í þennan heim. En það eru ekki allir svo lánsamir að geta eignast börn þegar þeim sýnist. 15.30 Ellen (10:13) 16.00 Fréttir 16.05 Hver lífsins þraut (e) 16.35 (ílæstar vonir 17.00 MeðAfa(e) 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.00 19>20 20.00 Seaforth (4:10) 20.55 Hjúkkur (8:25) 21.30 Almannaróniur 22.30 Taka 2 23.00 1 faðmi morðingja In The Arms of a Killer Spennumynd sem gerist í New York um unga og óreynda lögreglukonu sem fær vígsluna í starfi þegar hún rannsakar morð á þekktum mafíósa ásamt félaga sínum. 00.35 Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 15. MARS 12.00 Hádegisfréttir 12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00 Glady-fjölskyIdan 13.10 Lísa í Undralandi 13.35 Asi einkaspæjari 14.00 Takturinn The Beat Ahrifamikil og mannleg mynd sem gerist í niðurníddu úthverfi stór- borgar. Við kynnumst skólakrökkum sem ekki virðast eiga sér viðreisnar von. Allt breytist daginn sem Rex Voorhas Ormine hefur nám við skólann. Hann er óvenjulegur piltur sem með skáldlegu innsæi sínu hefur þau áhrif á krakkana að þau verða aldrei söm aftur. 15.35 Ellen (11:13) 16.00 Fréttir 16.05 Taka 2 (e) 16.35 Glæstar vonir 17.00 Köngulóarmaðurinn 17.30 Eruð þið mvrkfælin? 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.00 19>20 20.00 Suður á bóginn (16:23) 21.00 Heilagt hjónaband Holy Matrimony Gamansöm glæpamynd um stúlkuna Havana sem eftir að hafa brotið af sér neyðist til að leita skjóls í afskekktu samfélagi strangtrúaðra sveita- manna. Til að fá að vera þarna þarf Havana að semja sig að siðum heimamanna og giftast einhverjum úr söfnuðinum. Fyrir valinu verður 12 ára strákur sem vitanlega hefur enga reynslu af ástinni en á eftir að reynast stúlkunni erfiður. 22.35 Worth og veðmálið Worth Winning Gamanmynd um veðurfréttamann- inn Taylor Worth sem er mikið upp á kvenhöndina og getur ómögulcga bundist einni konu. Vinir hans ákveða að taka málin í sínar hendur og finna handa honum hina einu réttu. 00.20 Duldar ástríður Þegar hallar undan fæti hjá lög- fræðingnum Robert Clayton yngri snýr hann heim til Georgiu og gerist umdæmissaksóknari. Brátt tekur hann upp fyrra samband við gamla kærustu sem er því miður harðgift kona. En eiginmaður hennar er grunaður um að hafa myrt fatafellu og Clayton yngri sækir málið fyrir ríkið. 01.50 Dagskrárlok \LAUGARDAGUR 16. MARS\ Dagskrá Stöðvar2 09.00 MeðAfa 10.00 Eðlukrílin 10.15 Hrói höttur 10.40 ÍSælulandi 11.00 Sögur úr Andabæ 11.25 Borgin mín 11.35 Ævintýrabækur Enid Blyton 12.00 NBA-molar 12.30 Sjónvarpsmarkaðurinn 12.55 Fyrirheitna landið Come See The Paradise Jack McGurn er uppreisnargjarn verkalýðssinni sem kemur til Los Angeles árið 1936 og fer að vinna í japönsku kvikmyndahúsi hjá Hiroshi Kawamura. Jack og Lily, dóttir Hiroshis, verða ástfangin en sam- kvæmt lögum í Kaliforníu er þeim óheimilt að eigast og því hlaupast þau á brott til Seattle. Arið 1941, eftir árás Japana á Pearl Harbor, er Jack kvaddur í herinn en Kawamura- fjölskyldan er flutt í einangrunarbúðir ásamt öðrum Bandaríkjamönnum af japönskum uppruna. 15.00 3-Bíó: Litlu risaeðlurnar Prehysteria 2 16.25 Andrés önd og Mikki mús 17.00 Oprah Winfrey 17.45 Hitchcock Heimildarmynd um þennan fræga leikstjóra. 19.00 19>20 20.00 Smith og Jones 20.40 Hótel Tindastóll 21.20 Úlfur Wolf Michelle Pfeiffer er lcikkona mán- aðarins á Stöð 2. Hér er hún í aðalhlutverki á móti Jack Nicholson. Will Randall, bókaútgefandi á Man- hattan, verður fyrir úlfsbiti. Eftir það má hann hafa sig allan við að halda dýrinu í sjálfum sér í skefjum. Ekki dugar sú viðleitni til. Smám saman breytist Will Randall úr manni í villidýrogöll tilvera hans umturnast. 23.25 Flóttinn frá Absalóm No Escape Spennutryllirsem gerist í framtíðinni, nánar tiltekið árið 2022. Miskunn- arlaus fangelsisstjóri hefur fundið svarið við þeirri spurningu hvað gera skuli við hættulega glæpamenn. Þeir eru fluttir til frumskógareyjunnar Absolom sem enginn hcfur vitað af til þessa. Þar eru fangarnir skildir eftirog látnirdeyjadrottni sínum. En málið vandast þegar John Robbins, kapteinn í sjóhernum, cr dæmdur til vistar á Absolom fyrir morð á yfirmanni sínum. John er nefnilega staðráðinn í að sleppa frá eyjunni og draga sannleikann um morðmálið fram í dagsljósið. 01.25 Háskaleg kynni Consenting Adults Hálfgerður lífsleiði er farinn að gera vart við sig hjá Richard Parker og Priscillu eiginiconu hans þegar þau fá nýja nágranna, Eddy og Kay Otis, sem eiga aldeilis eftir að hrista upp í tilveru þeirra. 03.00 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 17. MARS 09.00 Kærleiksbirnirnir 09.10 Bangsar og bananar 09.15 Vatnaskrímslin 09.20 Magðalena 09.45 í blíðu og stríðu 10.10 Töfravagninn 10.30 Snar og Snöggur 10.55 Ungir eldhugar 11.10 Addams fjölskyldan 11.35 Eyjarklíkan 12.00 Heígarfléttan 13.00 Iþróttir á sunnudegi 16.00 Urslitakeppni í DHL deildinni 18.00 í sviðsljósinu 19.00 19>20 20.00 Chicago sjúkrahúsið (19:22) 20.55 Sagan af Ernest (íreen Sannsöguleg sjónvarpskvikmynd frá Disney-félaginu um atburði sem áttu sér stað í Little Rock í Arkansas árið 1957. Þremur árum áður höfðu lög um aðskilnað hvftra og svartra í skólum verið numin úr gildi. Breyt- ingar höfðu þó orðið litlar og nú ákvað Ernest Green að láta reyna á úrskurð- inn. Hann hóf ásamt átta öðrum blökkumönnum nám í virtum fram- haldsskóla í Little Rock, höfuðstað Arkansas-fylki. Skólaganga þessarra blökkumanna vakti mikla athygli og harðar deilur. 22.40 60 mínútur 23.30 Fingralangur faðir Father Hood Jack karlinn er smábófi sem dreymir um stóra þjófnaðinn sem myndi gera honum kleift að setjast í helgan stein. Það er einmitt þegar sá draumur virðist innan seilingar að örlögin taka ítaumana. Unglingsdóttirhansbirtist skyndilega \ fylgd með bróður sínum. Börnunum hafði Jack fyrir löngu komið í fóstur en nú verður hann að gera svo vel að sinna föðurhlutverki. 01.05 Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 15

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.