Bæjarins besta - 30.04.1996, Side 2
í hvaó verö-
ur minning-
arsjóðurinn
notaóur?
Kristján Jóhannesson
sveitarstjóri á Flateyri:
„Ákvörðun um að
stofna minningarsjóð til
að lagfæra ummerkin
eftir snjóflóðið, var tekin
í vetur og núna vinnur
landslagsarkitekt að því
að hanna minningargarð
í samráði við Gylfa Guð-
jónsson arkitekt sem sér
um að skipuleggja eyr-
ina. Sjóðurinn verður
notaðurtil að fjármagna
framkvæmdirnar og
minnisvarða sem þar
stendurtil að reisa.”
2. maí nk. heldur Jón-
as Ingimundarson
píanóleikari tónleika á
Flateyri, og rennur að-
gangseyrir óskipturí ný-
stofnaðan minningar-
sjóð um snjóflóðið sem
féll á Flateyri á síðasta
ári. Nú þegar hafa ýmsir
aðitar ákveðið að leggja
sjóðnum Hð, með pen-
ingagjöfum og vinnu-
framlagi, m.a. brottfíuttir
Önfírðingarogýmis fyrír-
tæki.
Hvenær
koma nöfnin
fram?
Þorsteinn Jóhann-
esson, form. samein-
ingarnefndar:
„Samstarfsnefndin
mun koma saman á allra
næstu dögum og velja
2-3 nöfn, sem íbúar
sveitarfélagsins munu
kjósa um í kosningunum.
Ný sveitarstjórn ákveður
síðan nafnið á grundvelli
kosninganna.”
Sigurður Ótafsson afhendir hér fjórum þingmönnum Vestfirðinga undirskriftarlista nær átta hundruð
Vestfirðinga sem viija heiisársveg yfir Þorskafjarðarheiði. F. v. Sigurður Óiafsson og þingmennirnir
Einar Oddur Kristjánsson, Einar Kristinn Guðfinnsson, Kristinn H. Gunnarsson og Gunniaugur Sig-
mundsson.
Þingmönnum afhentir undirskriftarlistar
1fi(a heasðrsveg yflr
ÞorskaQarðartieifli
Á föstudag afhenti Sigurður
Ólafsson, verkstjóri á Isafirði,
þingmönnum Vestfirðinga
undirskriftalista með nöfnum
nær átta hundruð Vestfirðinga,
sem vilja að þingmenn kjör-
dæmisins beiti sér fyrir gerð
heilsársvegar yfir Þorska-
fjarðarheiði, samhliða eða í
beinu framhaldi af gerð Gils-
fjarðarbrúar. Veittu þing-
mennirnir listunum móttöku í
Stjórnsýsluhúsinu á Isafirði en
þar voru þeir staddir vegna
þings Fjórðungssambands
Vestfirðinga.
Sigurður Ólafsson sagði í
samtali við blaðið að hann
hefði upp á sitt einsdæmi hafi
undirskriftarsöfnunina enda
væri hér um að ræða mál sem
væru honum mikið áhugamál.
Sagðist hann vonast til að þing-
ntennirnir fylgdu málinu eftir
og hefðu þeir lofað að svo yrði.
„Eg hóf söfnunina í byrjun
mars og hún stóð yfir í 2-3
vikur. Menn hafa mikið rætt
þessi mál en ekkert hefur verið
gert fyrr en ég fór með þessa
söfnun af stað. Viðbrögðin urðu
ótrúlega mikil, miklu meiri en
ég átti von á, á svona skömmum
tíma, sem aftur sýnir að það
eru margir sama sinnis og ég,”
sagði Sigurður.
Hann sagði þingmennina
hafa tekið ágætlega í málaleitan
hans en þeir hefðu lýst því yfir
að það væri ekki tímabært að
gera mikið í málinu að svo
stöddu þar sem tvö stór verk-
efni væru á döfinni í kjördæm-
inu þ.e. jarðgöngin undir
Botns- og Breiðadalsheiðar og
brúargerð yfir Gilsfjörð. „Þeir
lofuðu að beita sér í málinu og
ég hef ekki trú á öðru en að
þeir standi við það. Ég á von á
að af þessu geti orðið enda er
þetta einfaldasta samgöngu-
leiðin,” sagði Sigurður.
Orkubú Vestfjarða prófarnýtt tæki til strengjaiagna
Moldvarpan
reyndist vel
Orkubú Vestfjarða hefur fest kaup á nýju tæki,
svokallaðri moldvörpu, og var tækið prófað á föstu-
daginn var við Reiðhjallavirkjun í Bolungarvík. Tækið
grefurfyrir strengjum undir yfirborði, t.d. akvega, án
þess að valda skemmdum í slitlagi. Moldvarpan
kostar um 900 þúsund krónur, og mun spara bæði fé
og fyrirhöfn í fyrirhuguðum framkvæmdum hjá Orku-
búinu.
Einungis eru tæp tvö ár síðan fyrsta tækið af þessari
gerð var keypt til landsins og hefur reynslan af mold-
vörpunum verið góð. Kristján Guðmundsson hjá
Orkubúinu sagði mikinn kost aó tækið getur athafnað
sig þó frost sé í jörðu, og því hægt að hefja vinnu fyrr á
vorin. Tækið er loftknúið og gefur frá sér 50 til 70 tonna
höggkraft „Aðalkostirnir eru þeir að losna við að
eyðileggja malbikið, því vegirnir verða aldrei alveg eins
og áður. Þá tekur um þrjá klukkutíma að grafa skurði
yfir akvegi fyrir strengina, en moldvarpan fer undir þá á
hálftíma. Tækið nýtist okkur allstaðar úti á þjóðvegum,
og einnig innanbæjar til að þvera götur, þá gröfum við
í gangstéttirnar og sendum svo moldvörpuna yfir,”
sagði Kristján.
Moidvarpan stingur trýninu út úr snjóskafli eftir að
hafa grafið sér ieið undir veginn við ReiðhjaUa-
virkjun í Bolungarvík.
ísafjorður
Kammer-
sveit með
tónleika
Kammersveit Kaup-
mannahafnar heldur
tónleika á (safirði
fimmtudaginn 2. maí
nk., (ísafjarðarkirkju og
hefjast þeir kl. 20.30.
Tónleikarnir eru fjórðu
og síðustu áskriftar-
tónleikarTónlistar-
félags ísafjarðar á
þessu starfsári.
Flutt verða verk eftir
barokktónskáldin
Doismortier, Tele-
mann, Vivaldi og
Roman, en einnig verk
eftir þrjú núlifandi tón-
skáld, þá Erik Narby,
Jón Nordal og Þorkei
Sigurbjörnsson. Hljóm-
sveitin hefur leikið víða
um heim og hlotið
frábærar viðtökur.
ísafjörður
Fólskuleg
líkamsárás
Laust eftir kl. 3 að-
faranótt laugardagsins
var lögreglunni á ísafirði
tilkynnt um slagsmál
fyrir utan skemmti-
staðinn Sjallann, en þar
höfðu þrír menn ráðist
að ungum manni. Þegar
lögreglu bar að voru
slagsmálin yfirstaðin, og
vildi sá sem fyrir árásinni
varð ekkert ræða við
lögregluna. Viðkomandi
var ráðlagt að leita
læknis, enda með
áverka á andliti eftir
slagsmálin. í Ijós kom að
áverkarnir voru tölu-
verðir, og var sá slasaði
látinn liggja inni á
Fjórðungssjúkrahúsinu í
á annan sólarhring. Á
sunnudag kærði hann
svo árásarmennina þrjá
fyrir líkamsárás og er
málið í rannsókn.
ísafjörður
Leikskóla-
bfirníbóka-
skoðun
Fyrsti alþjóðadagur
bókarinnar var í
síðustu viku. í tilefni af
því efndu bóksalar og
bókaútgefendur um
allt land til ýmis konar
kynninga og verð-
lækkana á nýlegum
bókum, sem standa
mun út þessa viku.
Á Ísafírði bauð Bóka-
verslun JónasarTóm-
assonar leikskólaböm-
um bæjarins í heim-
sókn þar sem krakk-
arnir fengu að skoða
bækumar í versluninni,
og stutt saga var lesin
fyrir þau. Þá gátu bæj-
arbúar fundið ýmsar
kostabækur á sér-
stöku tilboðsverði í
versluninni.
2
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1996