Bæjarins besta - 30.04.1996, Blaðsíða 8
Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir er hjúkrunarfræðingur að mennt. Hún er einnig ljós-
móðir og lærður dagskrárgerðartæknimaður, og hefur verið búsett á Isafirði í hálft annað ár.
A þeim tíma hefur hún tekið á móti fjölmörgum nýjum Vestfirðingum af margvíslegum
uppruna, en Guðrún er önnur tveggja Ijósmæðra Fjórðungssjúkrahússins. Guðrún hefur nú
sagt starfi sínu lausu og flytur í Þingholtin í Reykjavík á ný með vorinu. Þar sem stúlkan sú
hefur fengist við marga og ólíka hluti um ævina, þótti tilhlýðilegt að rekja úr Guðrúnu
garnirnar, áður en hún hverfur Vestfirðingum sjónum, í bili að minnsta kosti.
Blaðamaður mælti sér mót við Guðrúnu á heimili hennar og
fljótlega kom í ljós að Guðrún hefur haft taugar til Vestfjarða frá
barnæsku, en faðir hennar, Baldvin Halldórsson, er fæddur og
uppalinn á Arngerðareyri, og bjó á Isafirði á unglingsárum
sínum. „Hann var í skóla hjá Hannibal og bjó við Sólgötuna.
Þetta á sinn þátt í að ég kom hingað. Eg hafði komið hingað einu
sinni eða tvisvar áður, ættingjar mömmu, Vigdísar Pálsdóttur
búa í Borgarfirðinum og þangað var styttra að fara. Maður var
búinn að heyra af þessu fyrir vestan og hinu fyrir vestan í
gegnum tíðina,” segir Guðrún. Henni bauðst starf á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu sem ljósmóðir og segir að fyrir sig hafi það verið
að hrökkva eða stökkva. „Eg var búin að vinna sem tæknimaður
það lengi, að ég hefði líklega aldrei starfað aftur sem ljósmóðir,
ef ég hefði ekki drifið mig af stað, ég hefði ekki haft kjark til að
taka upp þráðinn mikið seinna.”
Guðrún er borgarbarn, alin upp í miðbæ Reykjavíkur frá tíu
ára aldri. „Eg er alin upp á besta stað. Fjölskyldan flutti á
Tjarnargötuna áður en gömlu húsin urðu vinsæl, og svo breyttist
þetta í Hollywoodhverfi þegar aðrir leikarar fluttu í nágrennið.
Það var yndislegt að búa í miðbænum og ég er átthagafjötruð
þar, og hef eiginlega aldrei búið annars staðar en öðru hvoru
megin við tjörnina.” Guðrún á lítið hús við Bergstaðastrætið og
segir Þingholtin vera lítið þorp. „Það eru mikil samskipti á milli
íbúanna og svo margir sem maður þekkir. Flestir vinir mínir búa
í nágrenninu, og mamma og pabbi eru ekki langt frá.”
Nóg af leikurum í fjðlskyldunni
Þegar Guðrún er spurð að því hvort æskuheimili hennar hafi
mikið mótast af starfi föður hennar, en Baldvin er einn ástsælasti
leikari þjóðarinnar, svarar hún því til að fólk vinni svo margs
konar störf. að líklega hafi heimilislífið ekki verið mikið frá-
brugðið því sem gerðist á öðrum heimilum. „Eg held að það
skipti engu máli hvort maður er alinn upp á leikaraheimili eða
ekki, fólk vinnur alls konar vinnu. Jú. það var voða gaman að fá
að fara mikið í leikhús, sem við gerðum auðvitað. Pabbi vann
alltaf mikið eins og allir menn á Islandi, hann vann mikið sem
leikstjóri þegar ég var krakki og setti upp leikrit hér og þar.”
Leiklistarbakterían lagðist einnig á Guðrúnu, þó hún hafi ekki
staðið á fjölunum sjálf, en hún segir nóg af leikurum í
fjölskyldunni og túlkunin heilli sig ekki. En við uppsetningu á
leikriti þarf fleira fólk en leikara, þar koma búningahönnuðir,
Ijósamenn og sviðssmiðir ásamt fleirum við sögu. A mennta-
skólaárum sínum starfaði Guðrún með Herranótt. leikfélagi
Menntaskólans í Reykjavík. „Eftir að ég varð ljósmóðir vann ég
með Hugleik í ein tíu ár, bæði sem ljósamaður og hljóðupptöku-
maður. Eg byrjaði sem Ijósamaður vegna þess að ég hef mikinn
áhuga á öllu á milli himins og jarðar, meðal annars rafmagni.
Við skulum segja að ég hafi mikinn áhuga á alls konar iðnum,
nema pípulögnum.”
Guðrún lagði samt ekki fyrir sig iðnnám eftir stúdentsprófið,
í samræmi við bernskudrauminn lærði hún hjúkrun og hún segist
vera hjúkrunarkona af gamla skólanum. „Þetta er mjög praktískt
nám til að fá vinnu og ákvörðunin helgaðist að hluta af því að ég
var mikið menguð af útþrá þegar ég var unglingur. Eg fór mikið
til útlanda og vann í fríum, eitt sumar í Kaupmannahöfn, annað
í Edinborg, og enn annað í fsrael, ég eyddi öllum mínum frftíma
og peningum í útlönd. Mér fannst það spennandi að geta nýtt
þessa menntun alls staðar, sem ég hef svo ekki gert, en það er allt
annar handleggur.
Ég varð stúdent vorið 1980 og þá var komin háskólabraul í
hjúkrun, sem ég var mikið á móti. Mér fannst það vera mikið
frumhlaup, líkt og svo margt á íslandi, það er aldrei skipulagt
heldur hlutunum bara skellt á án mikils undirbúnings. Þarna var
ákveðið að gera hjúkrunarnám að háskólanámi, þó að fullgilt
hjúkrunamám væri í gangi við Hjúkrunarskóla íslands á sama
tíma.” Fyrst eftir að hjúkrunarnáminu lauk.starfaði Guðrún sem
hjúkrunarkona, en ákvað svo að læra til ljósmóður.
Börn eru bestu sjúklinparnir
„Ég var með skurðstofufóbíu og ákvað að reyna að komast
yfir hana, og fór því að vinna á skurðstofu við Sjúkrahús
Suðurlands á Selfossi. Seinna vann ég á bamadeildinni á Landa-
koti, og komst að þeirri niðurstöðu að af sjúklingum eru börn
bestu sjúklingarnir. Þau eru heiðarlegust og einlægust, annað
hvort eru þau veik eða ekki veik. Þau eru mikið veik og svo er
það búið, þegar þau fara að leika sér. Þegar ég fór að kynnast
hjúkrunarstarfinu betur, langaði mig frekar í hinn endann á því
ferli sem fylgir spítala, í upphafið en ekki veikindin. Ég dreif
mig því í ljósmóðurnám, og vann því um tíma á Fæðingardeild
Landsspítalans. Mér líkaði ekki alveg þessi ópersónulega færi-
bandaskipulagning sem þar var, þar sem verðandi móðir fékk
alltaf nýja og nýja ljósmóður í gegnum meðgönguna, enn ein
sem tók á móti barninu og svo sá móðirin hana aldrei aftur. Til
að fá að upplifa allt ferlið, mæðraskoðun, sónarinn, foreldra-
fræðsluna og fæðinguna, fór ég að vinna á Akranesi,” segir
Guðrún sem starfaði þar í eitt ár. Um svipað leyti festi hún kaup
á agnarlitlu húsi við Bergstaðastrætið í Reykjavík, húsið var svo
lítið að í opinberum gögnum var það skráð íbúðarherbergi.
Guðrún vann á Akranesi, og notaði frítímann til að lagfæra
húsið.
„Ég hafði búið í leiguhúsnæði hér og þar, að meðaltali átta eða
níu mánuði á hverjum stað eins og gengur, og var farin að leita
að íbúð sem ég gæti keypt. Þá hitti ég tvo vini mína á skemmti-
stað, og þeir voru báðir svona glerfínir í nýjum jökkum.” Þegar
Guðrún spurði þá hvort þeir hefðu keypt sér ný föt, urðu þeir
dálítið skrítnir í framan, og sögðu henni að þeir hefðu farið að
skoða hús, og þar hefðu líknarsamtök staðið fyrir fatagjöfum.
„Ég spurði þá hvar húsið væri, og við fórum svo og skoðuðum
húsið, sem var rétt um þrjátíu fermetrar. Ég skoðaði húsið aftur
og aftur, og það bauð upp á ýmsa möguleika. Því fylgdi ágætur
garður og ég keypti það á endanum. Það fékkst fyrir lítinn
pening, en samt var það mun dýrara en ég hefði viljað, því húsið
var svo gott sem ónýtt.”
Úr hjúkrun í dagskrárgeröartækni
Þegar Akranesdvöl Guðrúnar lauk, starfaði hún um stundar-
sakir á deild fyrir nýrnabilað fólk og liðagigtarsjúklinga á
Landsspítalanum. Guðrún var ekki ánægð í því starfi, og segist
hafa tekið það of mikið með sér heim. Dag einn benti vinnu-
félagi Guðrúnar henni á auglýsingu í blaði, þar sem Ríkisút-
varpið auglýsti eftir nemunt í dagskrárgerðartækni. Guðrún sló
til og sótti um í hálfgerðu bríaríi.
„Við vorum nokkuð mörg sem sóttum um og fórum í alls
konar próf, meðal annars heyrnarpróf, tóndæmapróf og ís-
lenskupróf. Við vorum á endanum fimm sem fengum nemapláss
og tveggja ára samning hjá Ríkisútvarpinu. Við sóttum alls
konar námskeið í hljóðupptökutækni og ég vann þama allt of
lengi,” segir Guðrún en hún starfaði í sex ár sem tæknimaður hjá
Ríkisútvarpinu og líkaði það ágætlega. „Ég var lengi á frétta-
stofunni og þar var alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast.
Mér fannst mjög gaman þar, að verða að halda haus í öllu fárinu
þegar eitthvað mikið var að gerast, Hekla að gjósa og þess
háttar. En ég er kannski svona nýjungagjörn, þegar mér finnst ég
kunna eitthvað of vel, langar mig að byrja að læra á ný,” segir
Guðrún en tekur fram að það eigi alls ekki við ljósmóðurstarfið,
þar sé alltaf eitthvað nýtt að gerast. „Tæknivinna verður að
rútínustarfi, að taka upp sögur og fréttir, að vera útsendingar-
stjóri rásar eitt, þetta getur maður gert næstum því sofandi á
endanum. Maður kann á klukkuna aftur á bak og getur reiknað
útsendingartíma fram og til baka, og þá er starfið hætt að vera
manni ögrun. Ég veit ekki hvort það var kynjamisrétti eða hvað,
en við stelpurnar fengum lítið að taka upp tónlist, allt of lítið, því
miður.”
Þrjátíu flautur og margir kórar
Þegar grennslast er fyrir um tónlistaráhuga Guðrúnar, kemur
ýmislegt forvitnilegt í ljós. Hún lærði á flautu og gítar, og svo
safnar hún hljóðfærum. „Ég á fimm gítara og það eru engir tveir
gítarar eins. Hljóðt'ærin koma bara upp í hendurnar á mér, ég á
klarinett, saxófón og einar þrjátíu flautur og ég æfi mig stundum
þegar ég er í einbýlishúsinu mínu, ég spila svolítið á saxófón og
aðeins á þverflautu. Saxófóninn fékk ég í arf, og klarinettið
keypti ég í Prag árið sem Berlínarmúrinn féll. Ég var þar á ferð
8
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1996