Bæjarins besta - 30.04.1996, Side 3
Ó/afur He/gi Kjartansson, sýs/u-
maður á ísafirði skrifar
Úrlítil en mikilvæg
athugasemd
Um þessar mundir stendur
yfir kynning á framboðslistum
og frambjóðendum við kosn-
ingar hinn 11. maí n.k., til
sveitarstjórnar í sameinuðu
sveitarfélagi í Vestur-ísa-
fjarðarsýslu og Isafjarðar-
kaupstað.
Fimm listar eru í framboði.
Einn þeirra er E-listi, Funk-
listinn, sem skipaður er ungu
fólki, aðallega úr Framhalds-
skóla Vestfjarða. Málgagni
þeirra Elgnum hefur verið
dreift í hvert hús í umdæmi
sýslumannsins á Isafirði, að
Súðavíkurhreppi frátöldum.
Hér verður ekki fjallað um efni
þess að öðru leyti en því, að
þar er vikið að áfengismálum í
tengslum við einn stjórnmála-
flokkinn. Fullyrt er, að áfengis-
veitingar til ungmenna á öllum
aldri fari fram í viðurvist sýslu-
manns.
Allt yfirbragð málgagnsins
ber með sér að efni og boðskap
er beint að yngstu kjósend-
unum. Eðlilegt er að ætla að
þar sé verið að höfða til þeirra
sem eru á aldrinum 18 og 19
ára og hafa því ekki náð þeim
aldri að lög heimili að veita
megi þeim áfengi. Ef rétt væri
að áfengi væri markvisst haldið
að þeim aldurshópi og það í
viðurvist sýslumanns, lög-
reglustjórans, eru slæm tíðindi
á ferð. Um veitingar áfengis
gilda strangarreglur. Lögreglu-
stjóra og lögreglu ber að fylgja
þeim eftir og oft vekja afskipti
þeirra óánægju.
Sýslumanni er ekki kunnugt
um að „ungmennum á öllum
aldri” hafi verið gefið áfengi í
Olafur Helgi Kjartans-
son.
nærveru sinni. Þótt svo kunni
að vera að lesendur taki skrifum
blaðsins misjafnlega alvarlega
er brýnt að þessum misskiln-
ingi sé eytt. Frásögn blaðsins
er röng að þessu leyti.
Að öðru leyti er frambjóð-
endum öllum óskað drengi-
legrar og málefnalegrar kosn-
ingabaráttu.
Ólctfur Helgi Kjartansson.
Hljómsveitin Rússfetdir fiuttu pönkskotið rokk fyrir áheyrendur.
Bflskúrsbandakvöld
Bílskúrsbandakvöld var
haldið á föstudaginn var í
sal Framhaldsskóla
Vestfjarða, að undirlagi
nemendafélags skólans.
Hátt í tíu hljómsveitir fluttu
þar tónlist sína, og voru
margar hverjar að koma
fram opinberlega í fyrsta
skipti. Flytjendur voru á
aldrinum 13 ára til 22, og
tónlistin var margvísleg,
allt frá tæknitónlist til
dauðarokks.
Smári Karlsson, sem
bar veg og vanda af
skipulagningu bílskúrs-
bandakvöldsins sagði
tilganginn meðal annars
vera þann að skapa
vettvang fyrir þílskúrs-
hljómsveitir til að koma
tónlist sinni á framfæri.
Um áttatíu manns sóttu
tónleikakvöldið og
skemmtu sér ágætlega.
Hiuti tónieikagesta á bíiskúrsbandakvöidi nemendaféiags F. V.
Dýrast á Isafirói
í verkönnun Samkeppnisstofnunar sem fram-
kvæmd var fyrir stuttu og birt var í Morgun-
blaðinu á fimmtudag kom í jjós að dýrast er að
versla á ísafirði af öllum stöðum á landinu. Kannað
var verólag í 22 stórum matvöruverslunum víða
um land og reyndust Kaupfélag ísfirðinga og
Vöruval hf., verða með hæsta veróið. Skráð var
verð á 85 aigengum vörutegundum, par á meðal
mjólkur- og landbúnaðarvörum og nýlendu-,
drykkjar- og hreinlætisvörum. Af þeim vörum sem
verð var kannað á reyndust 67 vera til í Kaup-
félaginu og 70 í Vöruvali.
Nýr feikskóíi keyptur
Flateyrarhreppur hefur fest kaup á húsi fyr|'r
leikskóla en starfsemi skólans hefur verið í bráóa-
birgðahúsnæði frá því snjóflóð
féll á staðinn í október síóast-
liðnum. Ráðgert eraö nýi skólinn
verói tilbúinn til notkunar í
september nk., en hér er um að
ræða finnskt bjálkahús sem keypt
er af Risi hf., í Hafnarfirði en allar
innréttingar í húsinu eru ís-
lenskar. Flateyrarhreppur kaupir
skólann tilbúinn til notkunar og
verður hann staðsettur við
Grundarstíg. Verð hússins er 3! miljjón króna.
Sektaóur um milljón
Jóhann Símonarson, fyrrum skipstjóri á Bessa ÍS
frá Súóavík hefur verið sektaður um eina milljón
króna fyrir að sjá ekki til þess aó hluti afla, sem
landað var upp úr togaranum og veiddur hafði
verió innan íslenskrar landhelgi, hafi ekkí farið í
gegnum vigt í Bremerhaven í Þýskalandi, í stað
þess að vera fluttur til Bretlands óvigtaður. Um
var að ræða um 30 tonn, 17,1 tonn af þorski og
13,3 tonn af ufsa.
Lásu fyrir rangt próf
Þau mistök áttu sér stað við grunnskóla
Bolungarvíkur fyrir stuttu að nokkrir nemendur
lásu heima fyrir rangt próf. Héidu nemendurnir að
prófa ætti í ensku en þegar þeir komu í skólann að
morgni mióvikudagsins 24. apríl sl„ kom í jjós aó
prófa átti í íslensku, en þá fór fram samræmt próf
í þeirri námsgrein í 10. bekk grunnskóla landsins.
Rúnar Vífilsson, skólastjóri grunnskóla Bolung-
arvíkur segir í samtaii við DV í síðustu viku að ef
missklingurinn hefði sannanlega áhrif á árangur
nemendanna væri hægt að láta framhaldsskólann
vita hver ástæðan væri og væri þá hægt að taka
tillit tíl þess vió inntöku nemendanna í framhalds-
skólann.
Vill færa hreppinn
milli kjördæma
Ebenezer Jensson á Reykhólum hefur lagt fram
undirskriftarlista í versluninni á staðnum þar sem
skorað er heimamenn aó þeir riti nafn sitt undir
áskorun þess efnis aó Reykhólahreppur verði
færður á miili kjördæma, úr Vestfjarðakjördæmi
yfir til Vesturlandskjördæmis. Ástæða framlagningu
undirskriftarlistans mun vera óánægja Ebenezar
meó frammistöóu þingmanna
Vestfirðinga við úrvinnslu fjár-
hagserfiðleika hreppsins í vetur
sem og þátttaka þingmannanna
í sölu hitaveitunnar á Reykhólum
til Orkubús Vestfjaróa. Ef næg
þátttaka fæst verða listarnir
sendir til réttra stjórnvalda.
Stóryrtir Funk-
listamenn
Blað Funklistans, eða Elgurinn, pólit/skur snepill
Funklistans kom út í fyrsta skipti um helgina. Auk
kynningar á frambjóðendum listans er þar að
finna stefnuskrá listans sem og greinar eftir tvo af
frambjóóendunum og framkvæmdastjóra listans.
Ljóst er við lestur blaðsins að listamönnum er
hreint ekkert gefið um gömlu flokkana og þá
sérstaklega ekki Sjálfstæðisflokkinn og eru
Funklistamenn nokkuð haróoróír í garð þeirra.
Tökum dæmi um hugrenningar Smára Karlssonar,
framkvæmdastjóra listans sem er ósáttur við orð
eins frambjóðanda um hvað liðsmenn listans ætla
að gera ef þeir „álpast" inn í sveitarstjórn. „Ég er
hræddur um að þetta sé hugur flestra flokka í
garó ungmenna, að vísu er Sjálfstæðisflokkurinn
undanskilinn því hann gefur bjór og brennivín til
ungmenna á öllum aldri í nærveru sýslumanns.
Og í gegnum árum hafa allt of mörg ungmenni
gengið stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins hálf
rænulaus af öldrykkju." Já, kosningabaráttan er
byrjuð Vestfirðingar góðirl
Bækur
á sértilboði
Vegna dags bókarinnar bjóðum við
nokkrar bækur á sértilboði út þessa viku.
Meðal annarra:
Verð kr. 2.980,-
Tilboð kr. 950,-
JOHN HEDGECOE
ALLT UM
LJÓSMYNDUN
MÁL OG MENNING
ÍSLENSK
ORÐABÓK
FYRIRSICÓLA
OG SKRIFSTOFUR
Verð kr. 6.980,-
Tilboð kr 4.880,-
BÓKHLAÐAN
ísafirði • Sími 456 3123
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1996
3