Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.04.1996, Side 11

Bæjarins besta - 30.04.1996, Side 11
Skoðanakönnun Bæjarins besta vegna komandi sveitarstjórnarkosninga Hvað segja forystumenn flokkanna? Eins og lesendum blaðsins er kunnugt um, birtist niðurstaða fyrri skoðanakönnunar blaðsins vegna komandi sveitarstjórnar- kosninga í sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum í síðasta tölublaði. Samkvæmt henni mun Sjálfstæðisflokkurinn fá hreinan meirihluta í nýrri sveitarstjórn, eða sjö kjörna fulltrúa, F-listi, Óháðra, Kvennalista og Alþýðubandalags fær þrjá fulltrúa Smári Haraldsson Þurfum ekki að kvarta „Fyrir það fyrsta þá tel ég að skekkjumörkin séu mjög vís og að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í könnuninni en hann í raun hefur. Hins vegar segir könnunin mér að fólkið hefur viljað að flokkarnir ynnu saman og mynduðu góða sam- fylkingu. Það les ég út úr okkar fylgi sem og könnuninni í heild,” sagði Smári Haralds- son, efsti maður á F-listanum, sam-eiginlegum lista Óháðra, Kvennalista og Alþýðubandalgs. „Við hjá F-listanum þurfum ekkert að kvarta yfir útkomu okkar í könnuninni og ég vona að við höldum þessu fylgi eða bætum við. Ég á ekki von á að Sjálfstæðisflokkurinn haldi öllu þessu fylgi í kosningunum, og ég trúi ekki öðru en að Alþýðuflokkurinn fái einn mann. Ef við gerum ráð fyrir að Alþýðuflokkurinn fái einn mann og að Sjálfstæðisflokkurinn fái ekki hreinan meirihluta, hvert fer þá þessi sjötti fulltrúi Sjálfstæðisflokksins? Ég er að vona að við eigum möguleika í hann. Ég er mjög ánægður með það hvernig við Jóna Valgerður komum út varðandi spurningu blaðsins urn þá stjórnmála- menn sem Vestfirðingar treysta best til að sinna hags- munum hins nýja sveitarfélags og í raun mjög þakklátur fyrir það traust,” sagði Smári. Bolvíkingar buðu nokkuð á fjórða tug aldraðra Þingeyrarbúa íkaffisamsæti ti/ Bolungarvíkurþann 13. apríl sl. Þeir íbúar sem þáðu boðið söfnuðust saman fyrir framan verslun Gunnars Sigurðssonar, en eitthvað lét rútan bíða eftir sér. Þegar Ragnar Gunnarsson sem býr andspænis versluninni tók eftir því að hópur fólks beið fyrir framan húsið gerði hann sér lítið fyrir og snaraði nikkunni sinni uppá axlirnar, og hljóp yfir götuna. Þar spilaði hann hressilega harmónikkumúsík, viðstöddum til ánægju þann rúma hálftíma sem rútunni seinkaði. Við hlið Ragnars á myndinni er Ragnheiður Samsonardóttir. kjörna og B-listi Framsóknarflokks fær einn fulltrúa kjörinn. Mesta athygli vakti útkoma A-lista, Alþýðuflokks en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er flokkurinn mjög á undanhaldi á Vestfjörðum og færengan mann kjörinn. Flokkurinn hefur tvo menn í bæjarstjóm Isafjarðar og því er fylgishrun flokksins mikið ef marka má skoðanakönnunina. A það skal þó Hiimar Magnússon Fylgi Sjálfstæðisflokks- ins kemur á óvart „Ég er bærilega ánægður með það fylgi sem við fáum í könnuninni miðað við það að við höfum ekkert verið kynnt. Kosningabarátta okkar var ekkert hafin að ráði þegar könnunin var gerð og því megum við vel við una,” sagði Hilmar Magnús- son, efsti maður á E-lista, Funklistanum. „Það kom mér á óvart hversu gífurlegt fylgi Sjálf- stæðisflokkurinn fær sem og það að Kratarnir skuli vera að þurrkast út. Ég stend alveg á gati varðandi niðurstöðuna á fylgi þessara flokka. Við erum að fara á fullt í kosningavinnu og það verður bara að koma í ljós hvert fylgi okkar er þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Við erum að fara að opna kosningaskrif- stofu og þá verður áróðursvél listans sett í gang og ég hef þá trú að hún eigi eftir að skila árangri. Við erum því bjartsýnir á framhaldið og ég á alveg eins von á því að ég verði kominn í bæjarstjórn eftir kosningarnar. Það getur allt gerst,” sagði Hilmar. Þorsteinn Jóhannesson Bendir til almennrar ánægju meö störfin „Niðurstaða skoðana- könnunar BB er vissulega ánægjuleg fyrir okkur sjálf- stæðismenn. Ef niðurstaða kosninganna verður viðlíka þurfum við engu að kvíða. Þessi niðurstaða bendir til þess að fólk sé almennt ánægt með það sem við sjálfstæðis- menn höfum verið að gera og jafnframt ábending um að svona vinnubrögð vilji kjósendur sjá í framtíðinni,” sagði Þorsteinn Jóhannes- son, efsti maður á D-lista, Sjálfstæðisflokksins. „Líklegt má telja að kjósendum verði æ betur ljósir kostir þess að hafa einn stjórnmálaflokk í forystu hverju sinni en ekki sambræðing margra. Það kann sjaldnast góðri lukku að stýra að hafa tvo „kalla” í brúnni í einu. Við þekkjum ekki vel forsendur þessarar könnunar og viljum því túlka þær með varúð. Rétt er að benda á að hér er um skoðanakönnun að ræða og ennþá eru rúmar tvær vikur til kosninga og því viljum við sjálfstæðismenn biðja fólk um að sofna ekki á verðinum. Enginn leikur hefur unnist fyrr en búið er að flauta af. Niðurstaða kosninga hefur ætíð verið lakari en niðurstöður skoðanakannana um fylgi sjálf- stæðismanna hafa gefið til kynna. Hvað varðar niðurstöður við spurningunni um hvaða stjórnmálamanni spyrjendur treysta best til að sinna hags- munum hins nýja sveitarfélags, þá er ég persónulega glaður yfir þeim og afskaplega þakklátur, en bendi á að hér er um að ræða stuðning við D-listann, lista sjálfstæðismanna, engu síður en við mig persónulega,” sagði Þorsteinn. bent að mjög fá atkvæði skilja að fyrsta mann Alþýðuflokksins og sjöunda mann Sjálfstæðisflokksins. Funklistinn fær samkvæmt könnuninni engan mann kjörinn. Blaðið leitaði til forystumanna flokkanna fimm og fékk álit þeirra á niðurstöðum könnunarinnar. Sigurður R. Óiafsson Konnunin gefur ákveðna vísbendingu „Ég tel niðurstöðuna nokk- uð góða vegna þess að hún nær til svo stórs hlutfalls kjósenda og að því leytinu ætti hún að vera marktæk og því ætti Alþýðuflokkurinn að skoða hug sinn. Hins vegar kemur það fram í grein frá mér í blaðinu í dag að ég tel að svona skoðanakönnun ætti að vinna af mönnum utan heimabyggðar,” sagði Sig- urður R. Ólafsson, efsti rnaður á lista Alþýðuflokksins. „Ef maður skoðar skoðanakannanir blaðsins frá árinu 1994, þá er þessi skoðanakönnun nánast eins. Að vísu hékk ég þá inni í bæjarstjóm en Sjálfstæðisflokkurinn var þá með meirihluta, en nú er enginn Alþýðuflokksmaður inni. Könnunin gefur manni ákveðna vísbendingu og af því verður maður að hafa áhyggjur en ég vil bara benda á það að það voru þrjár skoðanakannanir síðast og við jukum fylgi okkar í hverri könnun sem gerð var. Ég bíð því spenntur eftir næstu könnun og mest eftir því sem kemur upp úr kjörkössunum. Ég tel tvímælalaust að við eigum eftir að auka fylgi okkar, ef það gerist ekki þá er eitthvað mikið að sem ég geri mér ekki grein fyrir. Við stefnum á að halda tveimur mönnum inni í bæjarstjórn, aðalvígi okkar hefur verið hér á Isafirði og maður getur ekki skoðað hin sveitarfélögin í ljósi kosninganna fyrir tveimur árum vegna þess að Alþýðu- flokkurinn var hvergi með hreint framboð á hinum stöðunum. Og ég hef enga trú á því að niðurstaða skoðana- könnunarinnar endurspegli þá ákvörðun okkar að bjóða fram einn lista alþýðuflokksmanna. Ég held að fleiri alþýðu- flokksmenn hefðu kosið annað, hefði Alþýðuflokkurinn ekki boðið hreint fram,” sagði Sigurður. Kristinn Jón Jónsson Tðkum þetta sem alvarlega riðvðrun „Ég hef svo sem ekkert um málið að segja, við framsókn- armenn tökum þetta sem viðvörun, en við efumst þó um ágæti þessarar skoðana- könnunar, hún er gerð á þeim tíma sem aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn eru að koma sínum stefnuskrám á framfæri, og fólk ekki búið að kynna sér málin. Við vonum allavega að það vegi nokkuð þungt í þessari niður- stöðu,” sagði Kristinn Jón Jónsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins. „Ég trúi því ekki að Alþýðuflokkurinn fái ekki inn mann, það er með ólíkindum. Maður óttast að þessi skoðanakönnun hafi ekki verið vandlega unnin, þegar svona niðurstaða kemur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur kannski kynnt sína stefnuskrá þannig að fólk er sammála henni, en eins og ég sagði tel ég að það hafi ekki verið búið að kynna stefnuskrár annarra flokka þegar þessi könnun var gerð, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft forskot á okkur hina, en við Framsóknarmenn tökum þetta sem alvarlega viðvörun um að við þurfum að herða áróðurinn,” sagði Kristinn Jón, sem vildi engu spá um úrslit kosninganna. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 11

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.