Bæjarins besta - 30.04.1996, Blaðsíða 7
Björn E. Hafberg annar maöur á Usta Alþýðuflokksins skrifar
Ánægt ungt fólk, fjársjóður framtíðarinnar
Það þarf ekki að tyggja það
oftar ofan f það harðgerða og
dugmikla fólk sem býr hér fyrir
vestan að næg atvinna sé
forsenda þess að við getum
búið hér áfram. Við höfum
verið svo lánsöm að hin skelfi-
lega vofa atvinnuleysis hefur
ekki sótt okkur heim um langan
tíma, það eru því augljóslega
aðrar ástæður fyrir því að fólki,
og ekki síst ungu barnafólki
hefur hér fækkað ógnvænlega
á síðustu árum.
Félags-, menningar- og
mannúðarmál í víðustu merk-
ingu þeirra orða hafa alla tíð
skipað stóran sess í starfi og
stefnu Alþýðuflokksins, bæði
á landsvísu og ekki síður við
stjórn sveitarfélaga. Þessir
málaflokkar þurfa sérstaklega
athygli okkar á allra næstu
mánuðum og misserum og rót-
tækar breytingar eru nauð-
synlegar á ýmsum sviðum er
varða málefni barna, unglinga
og ungs fólks almennt.
íþróttir eru ekki fyrira/la
í þessari stuttu grein er því
miður ekki hægt að gera grein
fyrir öllum þeim málum sem
Alþýðuflokkurinn vill beita sér
fyrir til þess að gera samfélagið
hliðhollara börnum og ungu
fólki almennt.
í allri umræðu og reyndar
ákvarðanatöku varðandi ungt
fólk virðist það jafnan gleymast
að í raun og veru er ótrúlega
stór hópur sem verður útundan
en það er unga fólkið sern ekki
hefur áhuga á að verja tóm-
stundum sínum í íþróttastarf.
Enginn efast um að fátt er
hollara ungu fólki en þátttaka í
íþróttastarfi og sem betur fer
hafa aðstæður til að sinna því
breyst til batnaðar á stórkost-
legan hátt á allra síðustu árum.
Hitt stendur eftir að alltof lítill
gaumur hefur verið gefinn
þeim unglingum sem verja vilja
frítíma sínum á annan hátt.
Alþýðuflokkurinn vill að
gert verði róttækt átak til þess
að koma til móts við þetta unga
fólk. Félagsmiðstöðvar, mis-
munandi öflugar, hafa verið
starfræktar á svæðinu á undan-
förnum árum og þar hefur
Björn E. Hafberg.
jafnan verið unnið þarft og gott
starf, en gera þarf átak í að
skapa þessu starfi viðeigandi
sess. Við höfum á síðustu árum
séð hverja glæsibygginguna af
annarri rísa, það er varla til sá
klúbbur fullorðinna að menn
eigi ekki einhvers staðar glæsi-
legan samkomusal til að koma
saman einu sinni eða tvisvar í
mánuði, en hvernig eru að-
stæðurnar sem unga fólkinu eru
skapaðar til að koma saman ef
undanskilin eru íþróttahúsin.
Hvers vegna er t.d. ekki í jafn
stórum bæ og Isafirði, glæsi-
leg aðstaða þar sem ungt fólk
getur komið saman og sinnt
ólíkum áhugamálum, s.s. eins
og að smíða, mála, framkalla
ljósmyndir, æfa hljómsveitir,
sinna blaðaútgáfu, reka út-
varpsstöð, svo eitthvað sé
nefnt.
Alþýðuflokkurinn vill beita
sér fyrir því að strax verði ráðist
í að stórbæta tómstundarað-
stöðu ungs fólks og með þeirri
byltingu sem átt hefur sér stað
í samgöngun er ekkert sem
mælir gegn því að ungt fólk
allstaðar úr hinu nýja sveitar-
félagi, geti a.m.k. að einhverju
marki átt sameiginlegan að-
gang að slíkri aðstöðu. A-
vinningurinn af því að ungt
fólk af svæðinu fái tækifæri til
að eiga samleið í heilbrigðu og
fjölbreyttu félagsstarfi er meiri
en svo að hann verði nokkum
tímann metinn með þekkjan-
legum mælikvörðum, því ætti
ný bæjarstjóm að þora að kosta
nokkru til við að byggja upp
glæsilega aðstöðu fyrir tóm-
stundarstarf ungs fólks.
Alþýðuflokkurinn mun berj-
ast fyrir því máli.
Björn Teitsson skólameistari Framhaldsskóla Vestfjarða skrifar
Um skiðavalið við Framhaltlsslióla Vestfjarða
I blaðinu Bæjarins bestahinn
24. apríl s.l. birtist á bls. 7
grein eftir Kolbrúnu Halldórs-
dóttur bæjarfulltrúa á Isafirði
með yfirskriftinni: “Hvert
stefnir í málefnum Framhalds-
skóla Vestfjarða?” Þarna er
einkum rætt um áform skóla-
nefndar um að hætta starf-
rækslu skíðavals við Fram-
haldsskólann í núverandi
mynd. Með greininni er ber-
sýnilega ætlunin að kasta rýrð
á störf og fyrirætlanir skóla-
nefndar og stjórnenda Fram-
haldsskólans. Því þykir ástæða
til að svara henni.
Skíðavalið var sett á fót árið
1985 að tilstuðlan Skíðasam-
bands Islands og Skíðaráðs Isa-
fjarðar, ekki sem sérstök náms-
braut heldur sem valgreinaklasi
við skólann. Annars vegar
skyldi vera um að ræða kennslu
í þjálffræði, þ.e. í bóklegum
áföngum, en hins vegar kennslu
í skíðaþjálfun, þ.e. einkum
svigi og göngu á vettvangi.
Skíðavalið skyldi ætlað mjög
efnilegum ungmennum sem
Skíðasambandið mælti með
vegna afreka þeirra. Fyrirmynd
skíðavalsins var sótt til skíða-
menntaskóla fyrir afreksfólk í
Svíþjóð og Noregi. Frá upp-
hafi var þannig ljóst að skíða-
valið var ekki hugsað sem
framlag til almenningsíþrótta,
heldur afreksíþrótta. Þetta
atriði hefurað dómi undirritaðs
ávallt verið veikur punktur.
Menntamálaráðuneytið sam-
þykkti að standa að skíðavalinu
með þeim hætti að það greiddi
laun fyrir kennslu í þjálffræði
ef Skíðaráð Isafjarðar (nú
Skíðafélag Isafjarðar) greiddi
skíðaþjálfunina. I nokkurárvar
farið eftir þessu samkomulagi
í meginatriðum og virtist vel
stefna. Fljótlega var ráðinn
sænskur þjálfari sem stóð sig
svo vel að Skíðasamband Is-
lands keypti hann burt eftir árið.
Hin seinni ár hafa verið
fremur ör kennaraskipti við
skíðavalið, og fyrir um það bil
þremur árum tilkynnti Skíða-
ráðið að Framhaldsskólinn yrði
að borga að mestu fyrir skíða-
þjálfunina einnig, vegna fjár-
hagsörðugleika Skíðaráðsins.
Menntamálaráðuneytið vildi
þá að skíðavalið yrði lagt niður,
en skólanefnd og stjórnendur
skólans þráuðust við og ákváðu
að taka í auknum mæli fé til
skíðavalsins af almennum fjár-
hagsliðum skólans. Þetta var
gert í von um að takast mætti,
m.a. með ráðningu nýrra kenn-
ara, að efla veg skíðavalsins
þannig að nemendum frá öðr-
um landshlutum en Vest-
fjörðum færi fjölgandi.
Því miður hefur Skíðasam-
bandið síðan brugðist þannig
við að það vísar efnilegasta
fólkinu til þjálfunar erlendis
en ekki til Isafjarðar. Þetta er
auðvitað úrslitaatriði. Svo er
að sjá sem hvorki Skíðasam-
bandið né Skíðaráð Isafjarðar
vilji nú nokkuð með skíðavalið
hafa.
Nemendur á skíðavali tvö-
þrjú síðustu árin hafa verið um
tíu talsins, aðallega Isfirðingar.
I kenndum námsáföngum í
skíðaþjálfun hafa nemendur að
meðaltali verið sérstaklega fáir,
þ.e. mun færri en nemur við-
miðunarmörkum menntamála-
ráðuneytisins. Þá hefur fallið á
skólann talsverður ferðakostn-
aður vegna skíðamóta.
Framhaldsskóla Vestfjarða
er nú þröngur stakkur skorinn
fjárhagslega, og er eðlilegt að
þá verði kennsla í fámennustu
áföngunum takmörkuð. Það er
þó ekki gert nema að vel yfir-
veguðu ráði. Stjórnendur skól-
ans hafa komist að þeirri niður-
stöðu að eðlilegra sé að auka
atvinnulífstengt nám við skól-
ann en styrkja fámennan hóp
skíðaafreksmanna.
Vel er unnt að halda áfram
að kenna þjálffræðina á kostnað
skólans, en utanaðkomandi
aðilar verða að koma fjárhags-
lega að sjálfri skíðaþjálfuninni,
eins og um var samið í upp-
Björn Teitsson.
hafi. Finnist slíkir aðilar ekki
fellur þjálfunin niður. Hér geta
lögmál einkavæðingarinnar
gilt. Þetta mál snýst um
peninga.
A þeim árum sem liðin eru
frá 1985 hefur ýmislegt gerst.
Snjóflóð eyðilagði skíðamann-
virki á Seljalandsdal 1994. Á
ísafirði var 1993 tekið í notkun
nýtt íþróttahús, sem tengist
Framhaldsskóla Vestfjarða, og
það hefur gerbreytt íþróttaað-
stöðu í bæjarfélaginu til hags-
bóta fyrir hópíþróttir, t.d.
körfuknattleik, sem hefur
öðlast hér miklar vinsældir. Á
sama tíma hefur það ekki gerst
að hliðstæður við skíðaval, svo
sem handknattleiksval eða
sundval, væri tekið upp við aðra
framhaldsskóla landsins, eins
og þó var búist við um skeið.
Skólanefnd og stjórnendur
Framhaldsskólans telja að
starfsemi skólans hljóti að
þróast og breytast. Kolbrún
Halldórsdóttir viðurkennir í
grein sinni að skólinn bjóði
upp á fjölbreytta menntun, þ.e.
bóknám til stúdentsprófs,
grunndeildir málmiðna og raf-
iðna, rafeindavirkjun, sjúkra-
liðabraut, matartæknibraut,
skipstjómarbraut og vélstjórn-
arbraut, svo að ekki sé minnst
á öldungadeildina og Far-
skólann. Stefnt er að því að
stofna grunndeild tréiðna, og
góðu heilli fagnar Kolbrún því.
I grein sinni gefur Kolbrún
til kynna að takmörkuð aðsókn
nemenda í skíðavalið geti
stafað af því að enginn metn-
aður sé ríkjandi í Framhalds-
skóla Vestfjarða. Hér er um að
ræða órökstuddar getsakir.
Reyndar er ekki ljóst hvað frúin
á við með orðinu metnaður.
Vilji menn tala um metnað
má spyrja margvíslegra spurn-
inga. Nemendum við Fram-
haldsskóla Vestfjarða hefur
fremurfarið fjölgandi hin síðari
ár. Ibúum á Isafirði hefur hins
vegar ekki fjölgað undanfarið,
raunar fækkaði þeim talsvert
síðasta árið. Má e.t.v. segja að
orsök íbúafækkunarinnar sé sú
að fráfarandi bæjarstjórnar-
meirihluti undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins hafi engan
metnað haft?
Undirritaður er ekki svo
meinlegur að hann telji rétt-
lætanlegt að svara þessari
síðustu spurningu jákvætt.
Hann vonar hins vegar að Sjálf-
stæðismenn hjálpi í framtíðinni
til við jákvæða uppbyggingu
Framhaldsskóla Vestfjarða,
eins og Kolbrún gefur til allrar
hamingju nokkurt fyrirheit um
í lok greinar sinnar.
Björn Teitsson
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996
7