Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.04.1996, Síða 1

Bæjarins besta - 30.04.1996, Síða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 *Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verö kr. 170 m/vsk Heilsugæslustöðin á ísafiröi Leitt ef hjörðin er dæmd af fáeinum svðrtnm sauðum - segir Helgi Kr. Sigmiindsson, læknir á heilsugæslustöðinni á ísafirði um meinta misnotkun á svonefndum tíundasjúði heilsugæslustöðvanna Undanfarna daga hafa borist fréttir af meintri misnotkun á svonefndnum tíundarsjóðum heilsugæslustöðva og hefur í því sambandi verið haldið fram að sjóðurinn hafi verið notaður til skemmtiferða starfsfólks heilsugæslustöðvanna erlendis. Blaðið hafði samband við Helga Kr. Sigmundsson, lækni á heilsugæslustöðinni á Isafirði og spurðist fyrir um notkun sjóðsins hjá stofnuninni og sagði hann að farið hefði verið með fjármuni þessa af ráðdeild- arsemi. ..Sjóðurinn sem skapaðist við þessa gjaldtöku hér á heilsu-gæslustöðinni á ísafirði hefur verið nýttur nær eingöngu til tækjakaupa. Má þar nefna vaktbíl og bætta aðstöðu fyrir þá sérfræðinga sem koma hingað á vegunr stöðvarinnar. Þannig hefur á mjög skilvirkan hátt verið aukin sú þjónusta sem við getum boðið Isfirð- ingum og íbúum nágranna- byggða. Farnar hafa verið tvær námsferðir sem hafa verið kostaðar að minnsta kosti að hluta af þessum sjóði. Báðar voru innanlands og í annarri var einn starfsmaður í för en í hinni tveir. Ég held að flestir geti verið sammála um það að hér á bæ hafi ekki verið bruðlað með þessa peninga,” sagði Helgi. Aðspurður um þær fregnir sem hafa borist um misnotkun þessa sjóðs sagði Helgi. „Fyrst vil ég minna á það að hugs- anlega viturn við ekki alla málavöxtu og geri ég ráð fyrir því að verið sé að vitna til nýlegra frétta í DV og fleiri af þessu máli. Því finnst mér ótímabært að fella dóma í einstökum málum enda er það ekki mitt hlutverk. Mín skoðun er einfaldlega sú að það er alltaf leitt ef hjörðin er dærnd af fáeinum svörtum sauðum.” 41, þing Fjóröungssambandsins Samgöngumál endurskoðuð Þing Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið var í síðustu viku, var óvenju vel sótt og árangursríkt að mati Eiríks Finns Greipssonar fram- kvæmdastjóra sanrbandsins. Helstu mál þingsins voru stofnun byggðasamlags um rekstur skólaskrifstofu við flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga á þessu ári, stofnun atvinnuþróunarfélags á Vestfjörðum og endurskoðun á stefnumörkun í samgöngu- málum fyrir Vestfirði sem unnin var árið 1976. Einnig var ákveðið að efna til málþings í haust um sam- skiptamál sveitarfélaga og gerðar voru breytingar á lögum sambandsins. Tillaga laga- breytinganefndar um að at- kvæðavægi sveitarfélaga fari eftir íbúafjölda þeirra náði ekki fram að ganga, en í hennar stað var samþykkt að atkvæðavægi fari eftir margfeldi íbúatölu sveitarfélags með vogtölu. Sveitarfélag með færri en 200 íbúa hefur vogtölu 3, en sveitar- félag með fleiri en 1000 íbúa hefur vogtölu 1. „Umræður í nefndum urn at- vinnumál, skólamál og laga- breytingar voru mjög fjörlegar, og einnig urðu miklar umræður um hvort okkur beri að breyta um stefnu í uppbyggingu sam- göngukerfisins, þ.e. eigum við að draga úr uppbyggingu Djúp- vegar og leggja í tengingu norð- ur- og suðursvæðanna í staðinn. Niðurstaðan varð sú að fara í stefnumótunarvinnu í sam- göngumálum,” sagði Eiríkur. ihíiJ UiJIUJ aiVi'í i IjJ II88II - s|| vlltsl ili yissiiirlDi sngjiil I, Buirlns Jsririii l niisiii ferðinni nemendur Framhaidsskóia Vestfjarða sem voru að,,dimmitera " með öiium þeim óhijóðum og ærsium sem siíkri athöfn fyigir. Voru stúdentsefnin kiædd eins og bangsar og voru mörg þeirra orðin fremur framiág er ieið á daginn enda hafði skemmtunin þá staðið um iangan tíma. Biaðið vonar að heiisan hafi skiiað sér enda veitir ekki af, því framundan er annasamur tími við prófiestur. Hér má sjá tvö stúdentsefni, þær Örnu Láru Jónsdóttur (tv) og Evu Hiín Gunnarsdóttur. Á minni myndinni sést eðaivagninn sem merktur var ,,úrgangur" á ieið með stúdentsefnin um bæinn.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.