Bæjarins besta - 30.04.1996, Side 5
Þorsteinn Jóhannesson efsti maður á iista Sjáifstæðisfiokksins skrifar
UmhmHsmál eru BUtar m
Við Vestfirðingar búurn um
margt við sérstakar aðstæður.
Umgjörð náttúrunnar mótar
okkur — stórbrotið iandslag,
óstöðugt veðurfar, hafið, ná-
lægð gjöfulla fiskimiða... Hér
hafa feður okkar og mæður búið
meira en þúsund ár og hér
viljurn við búa áfram, í sátt við
okkur sjálf, í sátt við aðra, og
ekki síst í sátt við umhverfið,
náttúruna.
Umhverfismál hafa ekki
verið lengi í hinni opinberu
deiglu. I fyrstu umhverfis-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
fyrir tæpum aldarfjórðungi var
umræðan um vernd og nýtingu
náttúrugæða sett upp sem
barátta milli góðs og ills.
Margir sem kölluðu sig um-
hverfissinna sáu litla mögu-
leika á jafnvægi milli gagn-
stæðra sjónarmiða.
„Graent; sjálfbært,
vistvmt...“
Síðasta áratuginn hafa um-
hverfismál í auknurn mæli
snúist um sættir milli athafna-
semi mannsins og umhverfis
hans. Þá er markmiðið, að verk
okkar í dag verði ekki til þess
að skemma fyrir afkomendum
okkar. Þetta viðhorf kemur
franr undir ýmsum nöfnum.
Talað er um „græna ferða-
mennsku", „sjálfbæra þróun“
Þorsteinn Jóhannesson.
og „vistvæna" eða „lífræna“
ræktun.
Þótt ýmsir slái um sig með
þessum slagorðum og öðrum
af sarna tagi og telji sig þar
með hafa höndlað sannleikann,
þá er rétt að minna á, að þetta
eru ekki ný fyrirbæri í lífi og
starfi íslensku þjóðarinnar. Má
þar minna á viðleitni okkar til
verndunar fiskistofna kringum
landið. Ennþá nærtækara dæmi
eru rækjuveiðarnar hér í Djúp-
inu, en hér stóð einmitt vagga
þess atvinnuvegar. Rækju-
veiðar í Isafjarðardjúpi hafa
verið „sjálfbærar“ svo lengi
sem ég þekki til.
lífræn ræktun heima
í þeirn tíu árum sem ég bjó
erlendis komst ég ekki hjá því
að fylgjast með umræðunni um
umhverfismál. Fólk lagði mik-
ið upp úr „lífrænni“ eða „vist-
vænni“ framleiðslu, einkum á
matvælum, og var tilbúið að
borga mun hærra verð fyrir
vörur með slíka stimpla. “Líf-
ræn” kallast sú framleiðsla, þar
sem ekki er notaður tilbúinn
áburður, skordýraeitur og
illgresiseyðir og skipti þá engu
máli þótt akrarnir eða bithagar
búfjárins lægju að hraðbraut-
um. í þessum árum varð mér
oft hugsað til landbúnaðarins
heima á Islandi og þá sér-
staklega lambakjötsfranrleiðsl-
unnar. Hún er örugglega sú
„lífrænasta“ í heimi en hefur
því miður ekki alltaf veriðrekin
með hliðsjón af „sjálfbærri
þróun“ né verið vistvæn.
lestfirskur
sauðfjárbúskapur
Vestfirðir eru kjörland sauð-
fjárræktar en henta nautfé
síður. I tímum fólksflótta úr
sveitum eigum við að leggja
þunga áherslu á viðgang sauð-
fjárbúskapar á Vestfjörðum, en
hann getur verið allt í senn, ef
rétt er á málum haldið:Lífrænn,
vistvænn og sjálfbær.
Þorsteinn Jóhunnesson.
Uppkaup húsa á hættusvæðum í Hnífsdai og
Samningum miðar iafnt ng þétt
Gerð kaupsamninga vegna
þeirra eigna í Hnífsdal og Súða-
vík sem eru á snjóflóðahættu-
svæði miðar jafnt og þétt, að
sögn Tryggva Guðmundssonar,
lögfræðings á Isafirði. Alls
verða keypt um sextíu hús, um
tuttugu í Hnífsdal og urn fjöru-
tíu í Súðavík.
Aðspurður um hvenær samn-
ingsgerðinni lyki, sagði Trygg-
vi að erfitt væri að segja til um
það. „Tengt þessu er flutningur
veða af eldri eignum ef til þess
fást heimildir, sem ég hygg að
séu endanlega fengnar. Spurn-
ingin er hversu hratt það gengur
fyrir sig hjá Húsnæðisstofnun
og öðrum lánastofnunum, það
ræður dálítið um það hversu
langan tíma það tekur að ganga
endanlega frá kaupunum,"
sagði Tryggvi. Húsnæðis-
stofnun ríkisins, sem hefur ekki
heimilað veðflutninga á sínum
lánunr, gerir undantekningu á
þeirri reglu vegna húsa í Súða-
vík, og að líkindum einnig
vegna húsa í Hnífsdal. „Þetta
eru undantekningaraðstæður
sem hafa skapast vegna upp-
kaupanna, menn eru neyddir
til að flytja búferlum og af þeim
ástæðum þykir ástæða til að
heimila þessar veðfærslur. Það
verður að segjast eins og er að
í Húsnæðisstofnun hefur verið
sýndur alveg einstakur velvilji
gagnvart báðum þessum
byggðum, að ég held,” sagði
Tryggvi.
Eigendur húsa hafa verið
misánægðir með þær bætur
sem fást fyrir hús sín, en
Tryggvi vildi ekki segja til um
hvort líkur væri á einhverjum
eftirmálum vegna bótanna.
Tryggvi sagði mikið verk
framundan hjá sveitarfélög-
unum við að halda utan um
greiðslur vegna kaupsamn-
inganna, en þeir húseigendur
sem byggja í stað þess að
kaupa, fá greiðslur í samræmi
við framkvæmdahraða á nýju
húsi.
Súðavík
Vinna við gerð kaupsamninga vegna húsa á
hættusvæðum er þegar hafin.
loksms hrninn meirihluBSjálf- ...,,—,.—_
stæðisllokks í sve'itarstjúrn “
Komið er líf í baráttu frambjóðenda til nýrrar sveitar-
stjórnar í nafnlausu sveitarfélagi, hinn 11. maí 1996. Urslit
skoðanakönnunar BB sem birtust hér í blaðinu í síðustu viku,
eru um margt athyglisverð, ekki síst fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Brýnt er að hafa í huga að svörun var aðeins 64% af þeim 316
sem hringt var í. Af þeim sem svöruðu ætluðu 108 að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn eða rúm 34%. Alls 51 reyndist myndu
kjósa Alþýðubandalag, óháða og Kvennalista á þeim degi,
sem skoðanakönnunin var framkvæmd, eða rúm 16%. Aðrir
frambjóðendur fengu mun nrinni stuðning.
Hinu er ekki að neita að óákveðnir, sem reyndar hafa ekki
haft til þess hugarflug að hengja sig aftan í einhvern stjórn-
málaflokkinn, fengu tæp 30% undirtektir. Þeim til viðbótar
var nokkur hópur sem neitaði að svara til um afstöðu sína.
Hvorki fleiri né færri en rúm 36%, meira en þriðjungur
aðspurðra gáfu ekki upp afstöðu til framboðslista í komandi
sveitarstjórnarkosningum.
Þessi síðastnefndi hópurerþvííviðfjölmennari en stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins. Engu að síður veitir skoðana-
könnunin og úrslit hennar athyglisverða sýn væntanlegra
úrslita og hvert straumamir liggja.
Vert er að hafa í huga, að BB stóð einnig fyrir skoðana-
könnun fyrir kosningar til bæjarstjórnar 1994. Þá voru óá-
kveðnir og neitendur enn stærra hlutfall svarenda en nú. Sú
var raunin í þrjú skipti sem afstaða var athuguð. Engu að síður
voru niðurstöður þá í góðu samræmi við úrslit kosninga.
fífar sterk visbenúing
Þá er næst að athuga hver niðurstaða verður, sé einungis
tekið mið af þeim svarendum sem vissu hvað þeir vildu og voru
reiðubúnir að láta skoðun sína í ljós.
Sjálfstæðisflokkurinn á sem fyrr segir drýgsta stuðninginn,
um 53,3% og gæfi það, með öllum fyrirvörum að vísu, hvorki
fleiri né færri en sjö fulltrúa af ellefu. Slíkt er stórsigur ef af
verður og vert að fara um það nokkrum orðum, hver þýðing þess
kynni að verða.
Alþýðubandalag, óháðir og Kvennalisti fá hver sinn manninn
eða þrjá fulltrúa og rétt rúrnan fjórðung atkvæða. Framsóknar-
flokkurinn hlýtur rúm 9% atkvæða og dugar það til eins fulltrúa
í sveitarstjórn. Fleiri fá ekki menn kjörna.
Þessar línur eru skýrar. Alþýðuflokkur á samkvæmt þessu
verulega undir högg að sækja. Atkvæðamagn hans yrði aðeins
tæp 7%. Miðað við Funklistann, sem sýnist boðinn fram ekki
síður undir merkjum nauðsynlegs húmors en af fullri alvöru, eru
þetta herfileg úrslit. Síðast taldi listinn fær um 5% fylgi.
Hvers vegna Sjálfstæðisflokkur?
Margar skýringar kunna að vera á niðurstöðum þessum. Ein er
sú að Framsóknarmenn séu flestir á Isafirði, en færri vestan
heiða og jafnframt að þar séu Alþýðubandalagsmenn, hvar í
litrófinu sem þeir standa, hlutfallslega fleiri en á Isafirði. Alþýðu-
flokksmenn gætu hafa flust öðrum fremur af svæðinu og út af
Vestfjörðum. Sú skýring er þó ólíklegri en hin, sem hefur heyrst
nefnd, að vandræði og leiðindi við uppstillingu eigi enn eftir að
jafna sig. Enn er hálfur mánuður til stefnu. Oft hefur munað um
minna í pólitík.
Hver er þá skýringin á hreinum meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins?
Þær eru vafalaust margar. Oft er fróðlegt að líta til fortíðar.
I sumarkosningum 1959, þeim síðustu fyrir núverandi kjör-
dæmaskipan, náði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrverandi
alþingismaður og forseti sameinaðs alþingis til fjölda ára,
þeim árangri að vinna þingsæti í Vestur-Isafjarðarsýslu. Þá
töpuðu framsóknarmenn fylgi. Er árangur elju Þorvaldar í því
að rækta kjördæmi sitt og fyrst og fremst þann hluta, sem
fyrstur skilaði honum þingsæti, enn að korna í ljós. Það skyldi
þó ekki vera.
Að minnsta kosti má draga þá ályktun að sjálfstæðsimenn
eigi sterkt og traust fylgi vestan heiða, sem oft hefur komið í
ljós, einkum á Flateyri. Þar hefur flokkurinn átt hreinan
meirihluta í hreppsnefnd. Lengi stýrði honum núverandi
alþingismaður, Einar Oddur Kristjánsson. Hlutur Jónasar
Ólafssonar, sveitarstjóra á Þingeyri í tuttugu og fimm ár og
hreppsnefndarmanns í þrjátíu ár er stór. Hann hefur haldið
saman fylginu á Þingeyri þótt á ýmsu hafi gengið.
Því til viðbótar kann að koma að kjósendur treysti flokknum
betur en öðrum. Þótt ekki væri annað en yfirburða stærð hans,
miðað við aðra í sveitarfélaginu nafnlausa, hefur slíkt áhrif. A
óvart kemur hins vegar dræm þátttaka í kjöri þess sem best er
treystandi. Aðeins 98 tóku afstöðu. Sá sem mest fylgi fékk
hlaut aðeins um 10% úrtaksins. Niðurstaðan er því ekki
marktæk.
Sjálfstæðismönnum er hollt að hafa í huga orð fyrrverandi
fonnanns flokksins, Geirs Hallgrímssonar, sem sagði haustið
1979 eftir yfirburða árangur í skoðanakönnun: „Eina skoðana-
könnunin sem ég tek mark á er sú sem kemur upp úr kjör-
kössunum.”
-Stakkur.
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996
5