Bæjarins besta - 30.04.1996, Page 6
Sigurður R. O/afsson efsti maður á lista Alþýðuflokksins skrifar
Iskmp sknhnakiiniwinr RR
Það leikur ekki við okkur
kratana lánið, þegar BB birtir
sínar fyrstu skoðanakannanir
fyrir kosningar, það liggur við
að við tvö, núverandi bæjar-
fulltrúar Alþýðuflokksinsá Isa-
firði þurfum að falast eftir
plássi á byggðasafninu, sem
sýnishom af síðustu krötunum
í þessum fyrrum rauða bæ.
Persónulega bregður mér
ekki við, því ég man ekki til að
ég hafi nokkru sinni unnið í
happdrætti. Aftur á móti hef
ég alla tíð uppskorið ásættan-
leg laun fyrir vinnuframlag
mitt, hvort heldur hafi verið
um að ræða launagreiðslur frá
atvinnurekanda ellegar í formi
þakklætis vegna sjálfboða-
vinnu.
A sama hátt efast ég ekki um
að upp úr kjörkössunum í Isa-
fjarðarkjördæmi þann 11. maí,
mun ég undirritaður hljóta þá
umbun, er kjósendur telja mér
hæfa og í fullu samræmi við
mat þeirra á störfum mínum.
Fulltrúar Alþýðuflokksins
hafa stutt öll þau þýðingarmeiri
málefni, er snerta málefni
byggðalagsins samkvæmt okk-
ar bestu sannfæringu og því
hefur það margoft komið fyrir
að við höfum verið samstíga
meirihlutanum og afgreiðsla
samkvæmt því farið 9:0 í at-
kvæðagreiðslum.
Jafnframt, þó seta í minni-
hluta gefi ekki tilefni tii stórrar
uppskeru, þá hafa bæjarfull-
trúar Alþýðuflokksins, með
góðum stuðningi hinna stjórn-
arandstöðuflokkanna, náð á
ýmsan hátt að sveiga harð-
neskjulegar áætlanir meiri-
hlutans í þann farveg að þær
yrðu bæjarbúum sem létt-
bærastar, þó við hefðum ekki
atkvæðamagn til að geta endan-
lega, komið í veg fyrir margvís-
legt klúður, sem ísfirðingar
þekkja af eigin raun.
En þrátt fyrir málefnalega
andstöðu, neita ég því alfarið
að hafa orsakað það mikinn
tímaskort hjá Sjálfstæðis-
flokknum (sbr. yfirlýsing odd-
vitaD-listai B.B. 25.10. 1995)
með málþófi, að ekki hafist
unnist tími hjá þeim á kjör-
tímabilinu, til að efna jafn ein-
falt kosningaloforð og borgara-
fundina með kjósendum og
mikið vantar á, að það séu einu
svikin.
Sé kosningaspáin sem birtist
24. apríl s.l. borin saman við
fyrstu spá fyrir tveimur árum,
á hún eftirfarandi sammerkt:
1) Báðar spámar eru gerðar
áður en kratar hafa formlega
Sigurður R. Óiafsson.
hafið kosningabaráttu sína með
útgáfu blaðs síns.
2) Af spurðum hlaut A-listinn
1994 5,0%, hékk þó inni með
einn mann, nú 4,44% en engan
bæjarfulltrúa. Stór hluti er óá-
kveðinn eða neita að svara, þó
13% færri nú en 1994.
3) Báðar kannanirnar náðu til
tiltölulega stórs hóps og ættu
því að gefa ákveðna vís-
bendingu 1994 til 8,5% kjós-
enda, nú 10,3%. Þær voru
báðar aftur á móti framkvæmd-
ar af heimafólki og stór hluti
spurðra, þekktu málróm þeirra
sem í þá hringdu og svörun í
samræmi við það.
4) Samsvarandi mistök koma
t.d. fram í báðum. Árið 1994
var í fyrsta úrtakinu hringt
þrívegis í einn frambjóðanda á
B-lista, en 1996 jafnoft í einn
frambjóðenda á D-lista.
Eins og ég sagði hér að ofan
minnist ég ekki þess að hafa
nokkru sinni unnið í happ-
drætti, því síður að lenda í úr-
taki, þó ég fari nú ekki fram á
að vera svo ljónheppinn að fá
tvívegis upphringingu, því þá
hefði ég fellt sjöunda bæjar-
fulltrúa D-lista út úr glans-
myndinni. ÞessifyrstaspáB.B.
hefur því ekki skapað mér and-
vökunætur.
Alþýðuflokkurinn valdi þá
uppsetningu á framboði sínu,
að í fjögurra efstu sætin skyldu
valdir frambjóðendur frá sér-
hverju hinna fjögra kauptúna
innan hins nýja byggðarlags
og sýnum því eitt framboða
hvern hug við berum til þeirrar
sameiningarvinnu, sem fram-
undan er í sveitarfélaginu og
frambjóðendur A-lista eru
reiðubúnir að leggja þar hönd
á plóginn.
Alþýðuflokkurinn stefnir að
tveimur fulltrúum í nýrri
sveitarstjórn og ég er fullviss
um að kjósendur í hinu nýja
sveitarfélagi, munu veita okkur
það brautargengi.
Sigurður R. Olafsson.
Óðinn Gestsson, sjötti maður á iista Sjáifstæðisfiokksins skrifar
Ferskir nndar...
í blaði framsóknarmanna um
daginn var stór og mikil grein
eftir aðstoðarskólameistara
Framhaldsskóla Vestfjarða, en
hann er jafnframt þriðji maður
á lista Framsóknarflokksins. I
greininni kemur fram það álit,
að framboðslisti Sjálfstæðis-
flokksins sé „skólamálafæl-
inn". Raunar hafa æðstu menn
skólans komið þeim skoðunum
sínum á víðar á framfæri en í
fjölmiðlum.
I stuttu máli sagt: Þeir sem
eru ekki með starfandi kennara
í framboði eiga ekki að skipta
sér af skólamálum! Og lausnin
erþessúEfþiðviljiðað ferskir
vindar fái að blása um Fram-
haldsskóla Vestfjarða, þá skul-
uð þið kjósa Framsóknar-
flokkinn!
Vissulegaerég ekki kennari.
Ég er aftur á móti foreldri. Sem
foreldri leyfi ég mér að hafa
skoðun á skólamálum. Sem
foreldri leyfi ég mér að hafa
áhyggjur af stöðu Framhalds-
skóla Vestfjarða. Og sem
kjörinn fulltrúi fólksins í
byggðarlagi mínu leyfi ég mér
að hafa nauðsynleg afskipti af
byggðamálum, hverju nafni
sem þau nefnast. Þar eru skóla-
inálin á meðal hinna allra
mikilvægustu.
Ég leyfi mér á sama hátt að
hafa skoðun á dagvistarmálum
og láta þar til mín taka - jafnvel
þó að ég sé ekki fóstra að
mennt. Ég leyfi mér einnig að
hafa skoðun á samgöngum í
héraðinu - jafnvel þó að ég
hafi aldrei unnið hjá Vega-
gerðinni.
Og ég leyfi mér að hallast að
því, að nauðsynlegar umbætur á
Framhaldsskóla Vestfjarða og
ímynd hans séu betur komnar í
höndum einhverra annarra en
þeima sem þar eru nú starfandi.
Þeir vindareru sjaldnastmjög
ferskir, sem blása innan frá.
Oðinn Gestsson.
Óðinn Gestsson.
Aðaifundir Kaupfeiags Dýrfirðinga
Samdráttur í rekstri
kaupfélagsins
Aðalfundir Kaupfélags Dýr-
firðinga og dótturfyrirtækis
þess Fáfnis hf., á Þingeyri voru
haldnir 9. apríl sl. Á aðalfundi
Kaupfélags Dýrfirðinga kom
fram að hagnaður hafði orðið
af rekstri félagsins sem nemur
rúmum 5 milljónum króna og
þar af var hagnaður af reglu-
legri starfsemi um 1,5 milljón.
Heildartekjur fyrirtækisins
voru 106,4 milljónir, sem er
nokkur samdráttur frá fyrra ári.
Rekstur sérvörudeildar fyrir-
tækisins var dreginn saman á
árinu með takmarkaðri opn-
unartíma og mun minna vöru-
úrvali og nam söluminnkunin
á þeirri deild einni um 26%.
TapKaupfélagsinsáárinu 1994
var 131,2 milljónir króna og
þar af 130,6 milljónir vegna
afskrifta hlutafjár og viðskipta-
krafna hjá dótturfyrirtækinu
Fáfni hf.
Fyrir utan 60% eignaraðild
Kaupfélags Dýrfirðinga í Fáfni
hf., er kaupfélagið nær helm-
ings hluthafi í Sláturfélaginu
Barða hf. Bæði þessi félög hafa
átt í fjárhagslegum erfiðleikum
og skiptir miklu fyrir framtíð
kaupfélagsins að vel takist til í
rekstri þeirra og efnahag í fram-
tíðinni.
Tap af reglulegri
starfsemi 84,3 milljónir
Á aðalfundi Fáfnis hf.. var
fjallað um afbrigðilegt rekst-
ursár eftir nauðasamninga fé-
lagins, en þeir byggðust á því
að selja frystitogarann Slétta-
nes IS í byrjun apríl 1995. O-
reglulegar tekjur Fáfnis vegna
sölu togarans og niðurfellingu
skulda urðu um 498 milljónir
króna, Tap af reglulegri starf-
semi var um 84,3 milljónir og
því var hagnaður ársins til
ráðstöfunar um 413,4 milljónir
króna. Árið 1994 var tap af
reglulegri starfsemi 120,2
milljónir og heildartap 100,5
milljónir króna.
Tap af reglulegri starfsemi á
árinu 1995 fór lækkandi enda
átti það verulegar rætur í tap-
rekstri Sléttaness fyrstu mánuði
ársins og rekstrarstöðvun í
frystihúsi Fáfnis vegna hrá-
efnaskorts. Engu að síður er
taprekstur í bolfiskvinnslu
mikið áhyggjuefni og leita for-
svarsmenn fyrirtækisins leiða
til að vinna félagið úr þeirri
stöðu. Fyrstu þrjá mánuði þessa
árs hefur framleiðsla Fáfnis í
frystingu og söltun nær þre-
faldast miðað við sömu mánuði
ársins 1994.
Áhersla Ifigð á
aukið hlutafé
Við núverandi aðstæður í
rekstri Fáfnis er ekki reiknað
með taprekstri í ár. Lögð hefur
verið áhersla á að fá aukið
hlutafé inn í félagið auk þess
sem vilji er hjá stjómendum
fyrirtækisins fyrir þátttöku í
viðræðum á Vestfjörðum um
öflugt fiskvinnslu- og útgerðar-
fyrirtæki eða skoðun á hverri
þeirri samvinnu sem gæti orðið
til ávinnings fyrir atvinnulífið
og þar með grundvöll fyrir-
tækjanna.
Þær breytingar urðu á stjóm
Kaupfélags Dýrfirðinga að
Guðmundur Friðgeir Magnús-
son gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs og var Sævar Gunnars-
son kosinn í lians stað. Áður
hafði Ólafur Kr. Skúlason færst
upp í aðalstjóm í stað Kristins
Jónassonar. Á aðalfundi Fáfnis
var sú breyting á stjórn að
Ólafur Steinþórsson var kjörinn
aðalmaður í stað Kristins
Jónassonar. Stjómarformaður
Fáfnis hf., og Kaupfélags
Dýrfirðinga er Guðmundur
Ingvarsson en framkvæmda-
stjóri og kaupfélagsstjóri er
Sigurður Kristjánsson.
6
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1996