Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 5
Matthías Vilhjálmsson yngri með boltann. sviði tónlistarinnareru gönrlu góðu Bítlarnir vissulega ekki efst á blaði, sem varla er von, heldur rappið og reyndar ýmis önnurtónlist. Uppáhaldsrapp- arinn er Will Smith. Matthías spiiar ekki á hljóðfæri og hef- ur ekki hug á að byrja á því, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. „Ég vildi frekar syngja.“ - Syngurðu svolítið? „Jaá. Heima hjá mér.“ - Rapparðu? „Nei, ég kann ekki að rappa.“ - Er ekki hægt að rappa allt? Er ekki hægt að rappa t.d. Morgunblaðið eða síma- skrána? „Líklega, en það er erfitt að rappa.“ - Þú ferð þá væntanlega á heimaleiki KFI... Hvaða leikmenn liðsins eru bestir? „Ég segi nú bara Cason og Hrafn.“ - Þú hefur ekki ennþá séð Ray Carter spila... „Jú, ég sá hann spila á móti KR fyrir sunnan um daginn. Hann er líka góður. Ég var veðurtepptur og fór á leikinn. En í staðinn missti ég af KFI og Njarðvík hérna heima.“ - Já, þegar KFI tapaði nokkuð stórt... „Það var allt í lagi að missa af því!“ Gott aö skutla sgp í snjúnum Matthías segir að hann og Birkir Halldór Sverrisson vin- ur hans, fyrirliðinn í 5. flokki, séu alltaf að ieika sér í fót- bolta. „Við leikum okkur á nýja skólaplaninu við Sam- kaup og skjótum hvor á ann- an.“ - Er það ekki erfitt þegar alltaf er snjór? „Nei, það er ágætt að hafa snjóinn. Þá getur maður skutl- að sér!“ - Ætlar þú einhvern tím- ann að byrja að reykja? „Nei!!!“ Já, það virðist óneitanlega bjart yfir framtíðinni hjá BÍ. Fimmti flokkurinn verður brátt fjórði flokkur, síðan þriðji og svo framvegis. Það eru í rauninni ekki svo rnörg ár þangað til þessir bráðefni- legu strákar verða komnir í meistaraflokk, ef guð og gæf- an lofa og þeir halda áfrant að rækta hæfileikana með góðra manna hjálp. Magni Guðmundsson á Seljalandi og eiginkona hans Svanhildur Þórðardóttir á leiðinni burt frá heimili sínu eftir að fyrirmœli bárust um rýmingu. Veruleikafirrt lið þarna fyrir sunnan, segir hann. Rýming húsa vegna snjóflóðahættu á ísafirði Misræmi og misskilningur varðandi rýmingarsvæði - skilaboðin ekki skýr, segir Sigmundur Annasson, sem öýr við Seljaland á isafirði Fyrir norðanáhlaupið á landinu fyrir helgina gaf Veðurstofa Islands út fyrir- mæli urn rýmingu húsa á tilteknum svæðumáísafirði, í Bolungarvík og í Súðavík. Tilkynningar urn það voru fluttar í ljósvakamiðlum á fimmtudagskvöldið. I ein- hverjum tilvikum virðist hafa átt sér stað misskiln- ingur um það, hvaða hús eða svæði ætti að rýma og jafn- vel misræmi í upplýsingum frá yfírvöldum. Slíkur mis- skilningur virðist hafa verið bæði hjá íbúum og líka hjá lögreglunni á Isafirði. I tilkynningu frá Veðurstof- unni sagði m.a. að rýma skyldi Seljaland á ísafirði. Gata á Isafirði heitir einmitt Seljaland en ekki var átt við hana, heldur húsið Seljaland. Það virðist eiga sinn þátt í misskilningnum. Svo fór reyndar, að stór- viðrið og snjókoman sem spáð var á Vesttjörðum að- faranótt föstudagsins létu ekki sjá sig. A Isafirði var veður með betra móti um nóttina, alls ekki hvasst, engin snjókoma og ljósin yfir á Arnarnesi blöstu við í hrein- viðrinu. En hús voru rýmd og ekki þurfti að beita við það lögregluvaldi á Isafirði eins og nauðsynlegt reyndist í Bol- ungarvík. „Ég held að það sé alveg orðið veruleikafirrt, þetta lið. Þeir eru hreinlega fúlir fyrir sunnan að það skuli ekki vera allt komið á kaf í snjó hérna. Fréttamaðurinn á útvarpinu sem hringdi vestur í ntorgun var hreinlega hálfúldinn við lögregluna á Isafirði út af því að það skyldi ekki allt vera komið í kaf“, sagði Magni Guðntundsson á Seljalandi, framkvæmdastjóri Netagerð- ar Vestfjarða í samtali við BB á föstudagsmorgun. Sigmundur Annasson býr ásamt fjölskyldu sinni að Seljalandi 7 á Isafirði. Hann sagði svo frá í samtali við BB sl. föstudagsmorgun: „Ég taldi að það væri verið að segja mér að fara út. Fyrst kom í sjónvarpinu í gærkvöldi að það ætti að rýma Seljaland, Grænagarð og Engi. í lok fréttatímans, rétt fyrir veðrið, las fréttamaðurinn svo lil- kynningu sem hefði verið að berast frá sýslumanninum, urn að það ætti að rýma undir Seljalandshlíð og gömlu Súðavík. Og ég var nú svo vitlaus, þó að ég sé fæddur og uppalinn á Isafirði, að ég hélt að ég byggi undir Seljalands- hlíð. Ég hringdi á lögreglu- stöðina og einhver rnaður þar sagði já, ég ætti að fara út. Ég spurði hann ítrekað hvort það væri gatan Seljaland sem átt væri við og hann sagði já. En svo sagði hann: Bíddu aðeins, ég er að tala við hann Odd. Og hann gaf mér samband við Odd og þá sagðist Oddur hafa eitthvað verið að skoða þetta í örnefnaskrá. Svo sagði annar íbúi við Seljaland við ntig að hann hefði nokkru áður verið búinn að biðja Odd að kíkja í örnefnaskrána. Þegar maður skilur ekki sjálfur hvar maður býr, þó að maður sé fæddur og uppalinn hérna, þá eru skilaboðin náttúrlega ekki mjög skýr. Ég veit að lögregl- an hringdi í Eirík [Kristó- fersson] fyrir kvöldmatar- leytið í gær og sagði hon- unt að fara út fyrir klukkan ellefu. Þeir hringdu svo aftur og báðust afsökunar, hann ætti ekki að rýma húsið. Þetta er nú svolítið ein- kennilegt. Lögreglan virð- ist ekki hafa haft það á hreinu hvað ætti að rýma og hvað ætti ekki að rýma. Maður var eiginlega í lausu lofti í allt gærkvöld. Maður varáleiðinni að pakkaniður og fara út. En svo stóð víst aldrei til að rýma hérna“, sagði Sigmundur. Eiríkur Kristófersson, Seljalandi 9, staðfesti í sam- tali við BB að lögreglan hefði hringt og sagt honum að rýrna húsið. Hann hefði spurt hvort þeir gætu bent á einhvern stað til að fara með fjölskylduna og þeir ætluðu að athuga það. Síðan hefði verið hringt aftur örstuttu síðar og beðist afsökunar á þessu, þetta væri ekki rétt. „Ég veit ekkert hvað var að hjá þeim“, sagði Eiríkur. Bolungarvík Fjölsóttur kynningar- fundur Á mánudag voru Bolvíkingum kynntar niðurstöður Verkfræðistof- unnar Hnita hf. varðandi snjóflóðahættu í bænurn og tillögur að snjóflóða- vörnum, sbr. rækilega umfjöllun og teikningar í BB í síðustu viku. Mikill fjöldi fólks sótti kynningarfundinn í Víkur- bæ og var mörgum fyrir- spurnum beint til fræðing- anna að sunnan og bæjar- yfirvalda í Bolungarvík. Engin ákvörðun hefur verið tekin um fram- kvæmdir enda er málið allt á frumstigi. I gær var það rætt í bæjarráði Bolungarvíkur og í dag verður það tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi. Það er ljóst að Bolvík- ingar fylgjast af áhuga með framvindu þessa máls, enda eru miklir hagsmunir í húfi. íshúsféiag ísfirðinga Frekari skipulags- breytingar á döfinni? Samkvæmt heimildum BB eru forráðamenn Is- húsfélags Isfirðinga hf. að kanna hvort gerðar verði einhverjar frekari skipu- lagsbreytingar innan fyrir- tækisins. Eins og fram hefur komið hafa Jón Kristmannsson yftrverk- stjóri og Guðbjörg Ás- geirsdóttir verkstjóri látið af störfum hjá fyrirtækinu í kjölfar þess að aðalstjórn og framkvæmdastjóri sögðu af sér fyrir skömmu en varastjórnin tók við stjórninni, eins og fram kom hér í blaðinu. Við yfirverkstjórn tók Rúnar Guðmundsson. Þetta átti sér stað í kjölfar úttektar sem gerð var á starfsemi Ishúsfélagsins. Guðni G. Jóhannesson, núverandi stjórnarformað- ur, og aðrir ráðamenn fyrirtækisins sem blaðið hefur rætt við vilja ekki láta neitt eftir sér hafa um þessi mál að svo stöddu. Samkvæmt heimildum blaðsins vill stjórnin að starfsfólkið fái að vita á undan fjölmiðjum urn frekari skipulagsbreyt- ingar, ef einhverjar verða. Ekki mun neinnar frétta- tilkynningar að vænta á allra næstu dögurn. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1999 5

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.