Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 6
Þingmenn Vestfiróinga Stofnuð verði nýbúamiðstöð á VestQðrðum „Umtalsverður hluti þess erlenda fólks sem nú dvelur á Vestfjörðum er frá fjarlæg- um málsvæðum. Tungumál- ið er því veruleg hindrun í vegi þess að taka upp sam- skipti við íslendinga [...] alls eru íbúar á Vestfjörðum með erlent ríkisfang frá 38 þjóð- löndurn", segir m.a. í grein- argerð með tillögu til þings- ályktunar um stofnun ný- búamiðstöðvar á Vestfjörð- um. Flutningsmenn eru allir þingmenn Vestfirðinga og fyrsti flutningsmaður Einar Kristinn Guðfinnsson. Lagt er til, að félagsmála- ráðherra undirbúi stofnun miðstöðvar nýbúa á Vest- fjörðum í samvinnu vð sveitarstjórnir, Rauða kross Islands og Svæðisvinnu- miðlun Vestfjarða. Hlutverk miðstöðvarinnar verði að greiða fyrir samskiptum Islendinga og erlendra ríkisborgara, fyrirbyggja vandamál í samskiptum fólks af margvíslegunr menningarsvæðum og auðvelda aðlögun erlends fólks að íslensku þjóðfélagi. „A stöðum þar sem margt fólk með erlent ríkisfang dvelst er einnig þýðíngar- mikið, til þess að varðveita heillega samfélagsmynd, að íbúarnir eigi sem greiðasta leið til samskipta sín í milli. Þar með er auðvelduð leið allra að þátttöku í því skemmtilega, fjölbreytilega og þroskandi menningar- og mannlífi sem er til staðar víða úti um landið. Það er því rnikils umvert að tryggja með öllum tiltækum ráðurn að svo megi verða“, segir í greinargerð með tillögunni. Seijaiandssvæðið Attiugun hafin á umhverfisáhrifum snjóflóðavarna Skipulagsstofnun hefur hafið athugun á umhverfis- áhrifum byggingar snjó- flóðavarna á Seljalands- svæðinu í Skutulsfirði en eins og kunnugt er á að gera þar 700 metra langan og 13,5-16 metra háan varnargarð auk níu snjó- flóðakeilna. I tilkynningu frá Skipu- lagsstofnun kemur fram að áhrif mannvirkjanna á nátt- úrufar séu töluverð því gróð- ur og jarðvegur verði fjar- lægður á 12 hektara svæði. Samkvæmt frumathugunar- skýrslu eru engar fágætar plöntur á svæðinu en Skóg- ræktarfélagi ísafjarðar hefur verið úthlutað svæði þar sem útplöntun er hafin. I tilkynningu Skipulags- stofnunar kemur einnig fram að endi garðsins muni að líkindum fara yfir fornminj- ar ofan við Seljalandsbæinn en þar er talið að búið hafi verið frá miðöldum. Þá fer vegurinn að skíðasvæðinu á Seljalandsdal undir garðinn en fyrirhugað er að leggja hann í gegnum garðinn um vítt stálrör. Frunrathugunar- skýrsla Skipulagsstofnunar liggur frammi á skrifstofum ísafjarðarbæjar fram til 26. mars. ísafjaróarbær Júiíus Einar Haiidórsson, yfirsáifræðingur Heiibri Fúaspýtur og feyí - hugleiðingar um þverfaglega samvinna á sviði heilbrigðis- Um félags- og heilbrigðis- þjónustu hafa alltaf gnauðað vindar og munu alltaf gera í þjóðfélagi sem vill standa undir nafni sem velferðar- samfélag. Tilgangur slíks vindgangs er í flestum tilvik- um að hreyfa við því senr gamalt er og úr sér gengið, stinga á graftrarkýlunum ef einhver eru og skapa upp- byggilega og framsækna umræðu. En því er nú oftast þannig farið að þjónustu- kerfi sem hætt eru að þjóna fólkinu fara að lifa sjálf- stæðu lífi án tengsla við veruleikann. I slíkum tilvik- um er þjóðþrifaverk að hreyfa við fúaspýtunum og því feyskna í innviðunum til að skapa því nýja og ferskari rótfestu eða uppi- stöður. Tilgangur þessa greinar- korns er að fjalla nokkuð urn hvernig þessum málum er háttað í ísafjarðarbæ, að minnsta kosti hjá þeim stofnunum senr undirritaður telur sig þekkja nokkuð til. Greinin er hugsuð sem um- ræðugrundvöllur en ekki tæmandi úttekt eða loka- greining á þeim vanda sem við blasir, en til að svo geti orðið þarf ítarlegri umræðu um þessi mál í bæjarfélag- inu. Umræðuefnið er nokk- uð víðfeðmt innan þeirra málaflokka sem teknir eru til umfjöllunar en í þessari grein mun undirritaðurbeina sjónunr sérstaklega að þeinr stofnunum senr koma að vandamálunr barna og ungl- inga og fjölskyldna þeirra og hvernig háttað er sam- starfi þessara stofnana í dag. Hér er átt við heilbrigðis- þjónustuna, skóla og leik- skóla, skólaskrifstofu og félagsþjónustu sveitarfé- lagsins. Hugmyndafræði heilsugæslu almennt Undirritaður vill á þessu stigi venda kvæði sínu í kross og víkja að hug- myndafræði heilsugæslu al- mennt nú á tímum. í dag er almennt talið að heilsa nranna og heilbrigði sé ekki einangrað fyrirbæri sem eigi sér alfarið orsakavalda inni í manninum. Mjög sterkar líkur hníga að því að heilsa manna sé sanran- slungin a.nr.k úr þremur þátt- um, líkanrlegu atgervi manna, sálfræðilegum þáttum og fé- lagslegunr þáttum. Þessir þættir tengjast mjög náið sanr- an og eru ákvarðandi unr heilsufar nranna og verða ekki aðskildir. Af þeim sökunr er ekki hægt að slíta í sundur félagsþjónustu og heilbrigðis- þjónustu ef taka á af einhverju viti á vandamálunum. Heilbrigðisvanda þarf í nrjög mörgunr tilvikum að meðhöndla þverfaglega sem nriðar að heildrænni lausn, bæði félagslega, sálfræðilega og læknisfræðilega. En þver- fagleg vinna er sú vinna senr nriðast við að nokkrar fag- stéttir komi að vandamálinu eftir eðli þess. Vandamálin sem við er að glíma meðal barna og unglinga Aður en lengra er haldið þykir undirrituðum rétt að varpa nokkru ljósi á þau vandanrál senr taka til barna og unglinga í dag. I nýlegri könnun senr gerð hefur verið kom í ljós að þær stofnanir á landsvísu sem sinna eiga geðrænum og félagslegum vandamálunr barna og ung- linga ráða vart við vandann lengur. Talið er að 20% skóla- barna eigi við geðræn og fé- lagsleg vandamál að stríða. Nefna má í þessu sanrbandi, miðað við erlendar rann- sóknir, að þá greinast 7-14% barna upp að 15 ára aldri með alvarlegt þunglyndi. Álag á foreldra þessara barna leiðir oft á tíðunr til heilsufarsvandamála hjá þeim. Og oft tengjast geðræn vandamál barna, eins og þunglyndi, kvíði og hegðunar- truflanir, geðrænunr og fé- lagslegum vandamálunr heima fyrir, e.t.v. vegna álags á heimili af ýmsum toga, s.s. vegna fjárhagserfiðleika, vanþekkingar, geðrænna vandamála foreldra eða áfengisneyslu. Júlíus Einar Halldórsson. í mjög mörgunr tilvikum er þjónusta þeirra stofnana senr málið heyrir undir óskilvirk og hefur undirritaður heyrt nokkrar foreldrasögur um þrautagöngu þeirra milli stofnana, frá Heródesi til Pfla- tusar, án þess að tekið hafi verið á vandanum á heildræn- an og þverfaglegan hátt. Svo virðist sem hver stofnun sinni sínu og láti sig litlu varða hvað hinar stofnanirnar aðhafast. Hér virðist að um sóun á al- mannafé og vannýtingu á fag- þekkingu sé að ræða, sem auð- vitað kentur niður á notendum þessarar þjónustu. Hlutverk heilsugæslu Innan heilbrigðisþjónust- unnarer m.a. rekin ungbarna- og smábarnavernd sent hefur það hlutverk að fylgjast með vexti og þroska ungbarna upp að fimm ára aldri skv. lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990. í tengslum við heilsugæslu er einnig þjónusta við grunnskólana sem hjúkr- unarfræðingur sinnir. Ég hygg að þessi stofnun sinni sínu hlutverki vel innan þess ramma sem henni er settur nriðað við núverandi skipu- lagsramnra. Það sem hins vegar skortir á er að lítil formleg samvinna er við önnur þjónustukerfi, s.s. skólaskrifstofu, félagsþjón- ustu og skóla. Af þeim sökum er ljóst að líkurnar á heild- rænni lausn á þeim vanda- málurn sem fylgja þroska- frávikum, í víðtækum skiln- ingi þessa orðs, er rninni fyrir bragðið. Annað atriði sem er um- hugsunarvert varðandi heilsu- gæslu almennt er að þjónustan virðist oft ekki skila sér rneð þeim hætti sem æskilegt væri. I könnun sem Alþjóðaheil- brigðisstofnunin (WHO) gerði 1995 í 15 þjóðlöndum í hinum vestræna heirni á sál- fræðilegum og geðrænum vandamálum sem kærnu til kasta heilsugæslu, kom í Ijós að um 24% samskipta á stofu væru af geðrænum toga, s.s. þunglyndi, kvíði, ýmsar per- sónuleikatruflanir, og raskanir af sál-líkamlegum toga og fíkniefnaneysla. Það sem kom hins vegar mest á óvart var að þessi vandamál voru hvorki greind né meðhöndluð á skilvirkan hátt hjá þessurn stofnunum og fóru órneð- höndluð út þaðan í flestum tilvikum. Ástæða er til að ætla að ástandið á Islandi sé ekki ólíkt því sem fram kernur í þessari rannsókn. Þetta hlýtur að veraáhyggjuefni þegarhaft er í huga að sömu þættir eru oftast að verki í líkamlegum sjúkdómum og í sálrænum og/eða geðrænum kvillum. Þessi vandamál kalla því á heildræna lausn út frá læknis- fræðilegum, sálfræðilegum og félagslegunt forsendum. Sérfræðiþjónusta við leikskóla I leikskólum eiga urn 80% barna viðkomu um lengri eða skemmri tíma áður en þau hefja formlega skólagöngu í grunnskóla. Eðli málsins vegna verður þá fyrst vart við ef fram koma þroskafrávik eða hegðunarerfiðleikar hjá barn- inu. En hvernigermálum hátt- að þar? Skv. lögum um Ieikskóla nr. 78/1996, 15. og 16. gr. og reglugerð nr. 225/1995, 20. og 21. gr., eiga börn þar rétt á ákveðinni heilbrigðisþjónustu s.s. sálfræðiþjónustu þegar grunur vaknar um þroskafrá- vik eða tilfinningavandamál. Þjónustan felur í sér að vand- inn sé greindur og meðhöndl- aður. Mér að vitandi er engin stofnun í bæjarfélaginu sem hefur formlega séð það verk með höndum þótt lagaákvæði kveði á um að slíka þjónustu eigi að veita. í þeim tilvikum sem knýjandi þörf er á aðgerð- unr s.s. greiningarvinnu, hefur Enginn bæjarlistamaður KFi á iygnum sjó fyrir úrsiitakeppnina Tveir góðir útisigrar í röð Við lokaafgreiðslu tjár- hagsáætlunar ísafjarðarbæj- ar var ákveðið að hætta við fjárveitingu til bæjarlista- manns, en eins og kunnugt er lagði menningarnefnd bæjarins til að útnefndur yrði bæjarlistamaður ár hvert eins og tíðkast hefur víða í bæjarfélögum. I framhaldi af þessari ákvörðun lítur menningar- nefnd svo á að tillaga nefnd- arinnar um bæjarlistamann Isafjarðarbæjar hafi verið slegin af. Óvíst er hvort nefndin leggi tillöguna fram aftur að ári. Þegar aðeins þrjár umferð- ireru eftirí aðalkeppni DHL- deildarinnar í körfubolta er KFÍ í 5. sæti með 24 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Grindavík og KR en fjórum stigum á undan Tindastóli. Á fimmtudagskvöldið í síðustu viku sigraði KFI Skallagrím á útivelli, 75-80, og fjórum dögunt áður sigraði liðið KR- inga nteð níu stiga mun, einnig á útivelli. Það var kærkomin hefnd fyrir þriggja stiga tap fyrir KR hér heima í byrjun nóvember. Það er gulltryggt að KFÍ mun leika í útsláttarkeppninni í átta liða úrslitum. Spurningin er aðei ns hversu ofarlega liðið verður þegar deildakeppninni lýkur. Það getur skipt tals- verðu máli, vegna þess að 6 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.