Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 8
Grúskari, flugmaður, framkvæmdastjóri, svifdrekamaður - en fyrst og fremst Gromsari Flugið er í familíunni - samtal við firn Ingólfsson, einn af feðgunum og flugmönnunum hjá Póls á ísafirði Örn Ingólfsson er framkvæmdastjóri Póls á Isafirði. Hann er ekki síður þekktur um Vest- firði fyrir ýmsa sportmennsku, grúsknáttúru og uppáfinningasemi, en það eru líklega allt greinar á sama meiði. Og hann er ekki einn í sinni fjölskyldu um þessar eigindir. Allir þekkja Halla Ingólfs, bróður hans, flugmanninn sem fór á skíðum beina leið niður Kirkjubólshlíð og varð ekki mikið um. Þriðji bróðirinn er Hörður, sá fjórði Ragnar (hann býr í Noregi og á flugvél sem hann smíðaði sjálfur) og þeir eru allir með flugpróf. Það hefur faðir þeirra líka, Ingólfur Eggertsson, einn af bræðrunum sem jafnan eru kenndir við Pólinn á ísafirði. Það skortir helst í þessari familíu að móðir þeirra Ingólfssona hafi líka flugpróf. En hún hefur gaman af því að fljúga með manni sínum eða sonum. Skyldi það vera rétt, sem heyrst hefur, að hún hafi farið í fallhlífarstökk? „Nei, hún hefur að vísu ekki stokkið úr flugvél, en hún hef- ur svifið í „paraglider“-fall- hlíf“, segir Örn sonur hennar. Þeir feðgarnir eiga saman tvær flugvélar, aðra heima- smíðaða sem heitir Agnið (TF-AGN) og hina fjögurra sæta. „Hana notum hana aðallega til að bregða okkur hérna norður fyrir, í Fljótavík og Aðalvík og á Strandirnar, einkum í Reykjarfjörð. Mest með fjölskyldumar, vini og kunningja. Mamma og pabba eiga bústað í Fljóti. Mamma er fædd þar og er mikið þarna fyrir norðan á sumrin. Hún fer eins snemma á vorin og hún kemst og kemur aftur eins seint og kostur er.“ í föðurættina er Örn aftur á móti Gromsari, en það ættar- nafn þekkja víst flestir Vest- firðingar. Agnið - sú litla gula Flugvélin TF-AGN er dá- lítið óhefðbundin og flugið á henni er líka iðulega heldur óhefðbundið. Lendingarstaðir eru raunar hvar sem rúmlega lófastóran sléttan blett er að finna. „Eg hef almennt mjög gaman af flugi. Helstu áhuga- málin eru flug og skíði“, segir Örn. - Man ég það rétt að þú hafír einhverju sinni farið á skíðum beint niður Kirkju- bólshlíðina, alveg ofan af efstu brún? „Nei, það var Halli bróðir. Hann er miklu meiri ævin- týramaður en ég! Það er frekar að ég horfi á hann en hann á mig fremja einhverja slíka hluti, en vissulega tek ég stundum þátt í ævintýrunum með honum. Hann dró okkur öll í flugið. Hann byrjaði fyrst- ur í fjölskyldunni að læra flug og síðan komum við á eftir honum.“ lipphaf drekaflugs á íslandi var á ísafirðl „Fyrst vorum við nú með honum í drekafluginu. Hann var upphafsmaður þess hér- lendis og hreif okkur með. Fyrsta drekann smíðaði hann líklegaum 1973-74. Þávarég reyndar í námi erlendis og missti af sjálfu upphafinu. En þegar ég kom heint aftur fór ég með honum í þetta. Þá var mest drift í þessu á ísafirði og flugdrekar voru þá nánast ein- göngu á Vestfjörðum." - Hvaðan var flogið á þessum flygildum? „Við byrjuðum á Gullhóln- um uppi við Skíðaskála. Það var mjög róleg brekka en svo fórum við að prófa Þverfellið og Sandafellið við Þingeyri, sem er mjög gott til þessarar iðju, og reyndar fórum við nokkuð víða hér um kjálkann. Síðan komu Sunnlendingarnir til skjalanna og þeir fóru að finna miklu betri staði fyrir sunnan. Hér standa fjöllin svo þétt og hvert upp í öðru. Það er miklu betra að hafa hreinan vind af sléttu fjalli sem maður getur unnið með. Það er fullt af góðum stöðum fyrir sunn- an. Úlfarsfellið í Mosfells- sveitinni er til dæmis mjög gott. Það er mikill áhugi fyrir þessu þar og ákveðinn hópur sem stundar þetta." Væri helvíti gaman að vera fugl -Hvererhelsti munurinn á því að fljúga flugvél og svif- dreka? Og hvað fá menn út úr þessu? „Það sem mest greinir á rnilli er náttúrlega hávaðinn í flugvélinni, þar sem í svif- drekaflugi heyrist bara hvin- Hálfdán Ingólfsson og fleiri við Agnið skammt frá sumardvalarstað fjölskyldunnar í Fljótavík. Þegar flinkir menn eru við stjórnina getur sú litla gula tyllt sér nærri því hvar sem er. 8 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.