Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 12
, A K -.saasBswite Brekku- húsifl selt Bæjarstjóra Isatjarð- arbæjar hefur verið í'al- ið að ganga frá sölu á svonefndu Brekkuhúsi í Hnífsdal. Kaupandinn er Att- hagafélag Hnífsdæl- inga sem hyggt nota húsið sem sumarhús fyrir brottflutta Hnífs- dælinga. Ráðgera fé- lagsmenn að hefjast handa við að dytta að húsinu á sumri kom- anda. íþrótta- maður útnefhdur íþróttamaður ísa- fjarðarbæjar fyrir árið 1998 verður útnefndur annað kvöld í hófi sem haldið verður í Félags- heimilinu í Hnífsdal. Að hófinu standa bæjarstjórn og fræðslu- nefnd ísafjarðarbæjar ásamt íþróttabandalagi ísfirðinga og Héraðs- sambandiVestur-Isfirð- inga. VUja fleiri knnur á þing Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórn- málum efnir til opins kaffifundar í Stjórn- sýsluhúsinu, 4. hæð á föstudagskvöldið, 26. febrúar kl. 20. Umræðuefni fund- arins er: Mikilvægi þess að auka hlut kvenna á Alþingi og staða kvenna f kjör- dæminu. Allireru vel- komnir á fundinn en þar verða fulltrúar frá nefndinni, þar á meðal formaður hennar, Siv Friðleifsdóttir alþing- ismaður. Upplýsingum um rýmingu og rýmingarsvæði var dreift í hvert hús „Fnk á að rita þetta“ - segir Ólafur Helgi Kjartansson, Ifigreglustjúri á Isafirði í samtali við BB sl. föstu- dagsmorgun lagði lögreglu- stjórinn á Isafirði, Olafur Helgi Kjartansson, áherslu á það, að fyrir tæpum þremur árum hefði verið gefinn út sér- stakur bæklingur, þar sem fram koma allar upplýsingar sem máli skipta varðandi rým- ingu húsa á ísafirði vegna hættuáofanflóðum. Bækling- num hefði verið dreift í hvert hús og fólk beðið að kynna sér vandlega efni hans og hafa hann jafnan tiltækan þegar á þyrfti að halda. Auk þess hefði efni hans verið kynnt rækilega í fjölmiðlum. Bæklingur þessi var gefinn út í mars 1996. Útgefendur eru Veðurstofa íslands og Al- mannavamirríkisins. I honum er rýmingaráætlun fyrir Isa- fjörð, leiðbeiningar um rým- ingu, tilgreint nákvæmlega hvernig ákvörðun um rým- ingu verður til, tilgreint hvað stendur í 7. grein og 9. grein laga um almannavarnir, fjallað um skipulag og framkvæmd rýmingar og reitaskipting rýmingarsvæða á ísafirði birt. I sérstökum kafla er útskýrt frekar hvernig byggðinni á rýmingarreitum er skipt í þrjá meginflokka. „Þetta er allt þarna. Þessu var dreift í hvert einasta hús og fólk beðið um að geyma þetta og kunna skil á því“, sagði Olafur Helgi Kjartansson. „Fólk á að vita á hvaða rýmingarreit hús þess er. Ef hver og einn veit það, þá á ekki að vera hætta á að tilkynningar Veðurstofunnar misskiljist." I bæklingnum segir m.a.: „Akvörðun um rýmingu verð- ur tilkynnt íbúum símleiðis. Eftir að íbúum á tilgreindum reitum hefur borist tilkynning ber þeim að fara eins fljótt og auðið er í öruggt húsnæði samkvæmt fyrirfram ákveð- inni áætlun. Allir sem staddir eru í húsi sem rýma skal þurfa að tilkynna hvar þeir verða. Þeir sem óska aðstoðar al- mannavarnanefndar við út- vegun húsnæðis mæti sem fyrst í fjöldahjálparstöð í Framhaldsskóla Vestfjarða, ísafirði." Meðal annars er í umrædd- um bæklingi reitakort fyrir Isafjörð sem Veðurstofa ís- lands hefur unnið í samráði viðAlmannavarnirríkisins og heimamenn. Rýmingaráætl- unin og reitakortið eru lögð til grundvallaraðgerðumþeg- ar snjóflóðahætta skapast. Reitakortið er sérstakur upp- dráttur af Isafirði þar sem merkt eru inn á þau svæði í bænum, svonefndirrýmingar- reitir, auðkenndir með bók- stöfum, þar sem ástæða getur orðið til að rýma húsnæði ef talin er hætta á snjóflóðum. Samkvæmt lögum berVeð- urstofunni að gefa út viðvar- anir um staðbundna snjóflóða- hættu. Skal þá rýma húsnæði á reitum sem lilgreindir eru í viðvörun Veðurstofunnar í samræmi við gildandi rým- ingaráætlun. Það kemur fram í bæklingnum, að rýmingar- áætlun fyrir Isafjörð og ná- kvæmara kort sem sýnir rým- ingarreiti á Isafirði liggja frammi á bæjarskrifstofunum fyrir þá sem vilja kynna sér þessi gögn nánar. Þar gefst mönnum einnig kostur á að kynna sér almenna greinar- getð Veðurstofu Islands um rýmingu húsnæðis vegna snjóflóðahættu og sérstaka greinargerð um rýmingar- svæði á ísafirði. „Sem betur fer hafa síðustu vetur verið fremur snjóléttir Ólafur Helgi Kjartansson. svo að ekki hefur þurft að grípa til þessara aðgerða. Svo virðist sem tilvist þessa bækl- ings sé fólki ekki í fersku minni“, sagði Olafur Helgi. í lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum er skýrt kveðið á um, að það er Veðurstofa Islands, að höfðu samráði við lögreglustjóra og almanna- varnanefnd, sem hefur úr- skurðarvald um rýmingu vegna staðbundinnar snjó- flóðahættu og gefur út við- varanir og fyrirmæli í þeim efnum. Lögreglustjóri og al- mannavarnanefnd skulu hins vegar sjá um að rýma húsnæði „og má beita valdi í því skyni ef þörf krefur", eins og segir í lögunum. r Játi shifar Lífs... Ég hef lengi verið ein- lægur aðdáandi þess furðu- fugls sem kosið hefur að nefna sig Stakk. Hann hef- ur aðdáunarvert lag á að brjóta málin til mergjar þannig að það kernur við kaunin á einhverjum svo úr blæðir. En af hverju Stakk- ur? Er það vegna samlík- ingar við hempu dómarans eða daður við svartstakka- ímynd ntiðaldamennsk- unnar? Alla vegana bendir nafnið til einhverrar til- beiðslu á klæðum, vera flottur í tauinu, sveipa sig dulúð, einhverskonar „fatafrfk”? Margur hefur velt því fyrir sér hver (svart)stakk- ur er en slíkt er óþarft. Þær vangaveltur eyðileggja einungis sjarmann við það að vita af nafnlausri mann- veru án andlits sem felur sig bakvið luktar dyr og slettir skyrinu í þá sem eiga það skilið. Það þarf hvorki Viagra né stinning- arplástur til að sanna karl- mennsku slíkrar persónu og við, sem höfum af því ómælda ánægju að heyra niðrandi athugasemdir um náungann og samfélagið sem við lifum í, verðum að sætta okkur við það að hér höfum við mætt ofjarli okkar. En til þess er leikur- inn gerður, að vega úr laun- sátri án þess að verða veg- inn, það er galdurinn, vessgú!. hættulegar... En snúum okkur að nýj- asta afreki fatafríksins. Það er sönn list að ata náunga sinn auri en að kasta skítn- um yfir heilt bæjarfélag krefst listamannalauna. Mér finnst að Bolvíkingar, í ljósi síðustu afreka (k)hempunn- ar, ættu að gera Stakk að heiðursborgara og það ekki seinna en í gær. Menn verða vera minnugir máltækisins að „heiðra skaltu skálkinn”, annars getur farið illa. Það er bara einn hængur á, til að taka við titlinum yrði hann að koma fram undan klæð- inu, gerast fatafella og það er honum trúlega um megn enda virtur borgari í góðri stöðu. Annað sem gæti lagt „stein” í götu hans, ef hann vildi nú samt sem áður veita tigninni viðtöku, er að fáir eru þeir dagarnir sem Os- hlíðin væri honum nógu örugg til ferðalaga. Eins er hitt víst að ferðin í gegnum Hnífsdal tæki hann það langan tíma að hann missti af athöfninni. varnir Stakki er hugleikinn í síð- ustu grein sinni afglapa- háttur Bolvíkinga varðandi snjóflóð og varnir gegn þeim, ekki að undra eins og fáráðlingshátturinn er þar ytra. Fatafríkinu er afar hug- leikið hvað Bolvíkingar eru miklir sauðir, að þeir skuli ekki hingað til hafa viður- kennt það sem allir vissu að kaupstaðurinn er svo til allur á hættusvæði, nema kannski brimbrjóturinn og Oshóla- vitinn. Það er einnig þarft verk að rifja upp að 35 manns hafi látist í snjóflóð- um í Isafjarðarsýslum árin 1994 og 1995, þetta eru hlutir sem gleymast fljótt. En bíðum nú við. Það er eitthvað sem vantar inn í allan þennan heilagasann- leika. Súðvíkingar fluttu byggðina sfna eftir flóð, Flateyringar byggðu varnar- garð en Isfirðingar endur- byggðu sumarhúsin sín og skíðalyftur á sama stað og þeir misstu þetta sama fyrir bráðum 5 árum. Getur verið að furðuflíkin hafi farið mannavillt þegar hún nefnir mannlega fírru? Þetta geng- ur alla vegana ekki vel inn í minn heimska haus enda ekki langskólagenginn skribent í leynum undir furðuflík. Er hugsanlegt að Bolvíkingar séu bara í eðli sínu praktískt þenkjandi fólk sem eru að læra að lifa með náttúrunni eins og hún er án varnagarða, byggðaflutninga eða miljarða gats í jörðinni? Úti að aka Þetta með ökuhraðann er sko skemmtilegt efni, furðu- flíkin er greinilega á heima- velli. Það er alþekkt að Bol- víkingar vilja kitla pinnann í gegnum byggðir nágrann- anna enda vanir góðum og breiðum vegum með útsýni á báðar hendur. Þegar kemur inn í Hnífsdal, að ekki sé talað um ísafjarðarkaupstað, taka við skipulagsslys fyrri áratuga sem verða að „nátt- úrulegum” hraðahindrunum enda var umferðin hugsuð fyrir hestakerrur en ekki bíla. Sögur ganga reyndar um að uppreisnamenn úr hópi sem nefnir sig „bætt umferðamenning árið 2000" hafi tælt strætis- vagnabílstjóra hér um daginn til að ryðja nokkr- um hindrunum úr vegi en betur má ef duga skal. Færa má einnig gild rök fyrir því að 35 km há- markshraði sé heldur mikill á þessu svæði, réttara væri að miða við 20 km á klst. þ.e.a.s. rösk- an gönguhraða til að heimafólk geti hlaupið undan Bolvíkingum þegar þeir bruna í gegn á leið í ríkið. Ég þykist þess fullviss að Stakkur á enga punkta í ökuskírteininu enda vart samboðið stöðu hans í samfélaginu og bryti gegn flekklausu mannorði. En prik á hann skilið og fær þau mörg fyrir skrifin, sérstaklega ef hann heldur áfram í sama dúr. Ég hef því þá einlægu ósk að Stakkur haldi áfram að skemmta skrattanum og ata samborgarana auri því að það er jú það sem allt snýst um vilji maður eignast einhversstaðar sæluvist með svartan stakk á herðum. Stórt snjófióð fé/i fyrir ofan Fiateyri Varnargarðarnir sðnnuðu gildi sitt Mikið snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar á sunnudag. Þá var svartabylur og lítið sem ekkert skyggni. Þess vegna var ekki vitað hvenær flóðið féll en verksu- merkin sáust um tvöleytið eftir hádegi. Flóðið var mjög öflugt enda þótt það hafi ekki verið sam- bærilegt við snjóflóðið mikla þegar harmleikurinn varð á Flateyri fyrir hálfu fjórða ári. Samt er talið flóðið nú hefði farið niður í byggð og valdið tjóni hefðu hinir nýju varnar- garðar ekki verið komnir til sögunnar. Þetta var fyrsta prófraun garðanna. Ötlug snjóflóð ná- lægt byggð eru ekki neitt fagn- aðarefni að öllum jafnaði en um þetta gegnir öðru máli. Það er sannarlega mikill léttir fyrir alla að hafa loksins feng- ið að sjá hvernig garðamir nýju gegna því hlutverki sem þeim er ætlað. Flóðið klofnaði á görðunum eins og ætlast var til og fór annar armurinn langt út í höfnina. 12 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.