Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 10
 Fagurt á fjöllum. Örn Ingólfsson og Agnið uppi á Kubbanum. Hér er sú litla gula með snjóþrúgur áfótunum í stað hjóla. Skutulsfjarðareyri blasir við, Djúpið og Snœfjallaströndin í baksýn. minnir mig, og starfsmenn- irnir að meðaltali 26. Annars er markaðurinn í þessari grein mjög sveiflukenndur, rétteins og fiskveiðarnar sem hann byggist á. Við verðum líka sífellt að vera á vaktinni og fylgjast með því hvað vantar á markaðinn. Við byggjum mest á skipavogunum, flokk- urum og samvalsvélum, og svo er nýjasta vélin til að pakka uppsjávarfiski. Við einbeitum okkur þar fyrst að makrílmarkaðnum í Noregi. Makríllinn er mjög dýr. Hon- um hefur verið pakkað með mikilli yfirvigt og miklum sveiflum í yfirvigtinni og þar eru miklir fjármunir í spilinu fyrir viðskiptavini okkar.“ Framkvæmdastjúrinn er helst í tæknilegu hlutunum - Þú ert framkvæmdastjóri Póls. Ertu þá mest í pappírs- vinnu eða ertu eitthvað í hönn- un og smíðum? „Þetta er mjög blandað. Við reynum að skipta þessu niður. Fjármálalegur framkvæmda- stjóri er Inga Osk og hún sér algerlega um fjármálin. Ég þarf lítið að koma nálægt þeim. Sölumálin eru í hönd- um Ellerts Guðjónssonar markaðsstjóra. I svona smá- fyrirtæki þarf maður að vísu að vera í mörgu, en ég er meira í tæknilegu málunum." Póls má heita fjölskyldu- fyrirtæki. Hörður Ingólfsson er stjórnarformaður og stærsti eigandinn, en hann hætti hjá fyrirtækinu á síðasta ári og er að fara í framhaldsnám. Næst- stærstu eigendurnir eru þeir Örn og Ingólfur faðir þeirra bræðra með álíka stóra hluta. Hálfdán Ingólfsson er líka hluthafi. - Hver ykkar var helsti uppfinningamaðurinn í upp- hafi? Var það faðir ykkar? „Hann byrjaði á spennu- stillunum í Pólnum sem ég nefndi áðan og smíðaði þá, og þar með kom hugarfarið í fyrirtækið og hlutirnir fóru að nuddast áfram.“ Uppfinningamaður raf- eindatækja er tréskipa- smíðameistari að mennt - Er hann rafeindavirki? „Nei, hann er tréskipa- smíðameistari. Svo tók hann amerískan bréfaskóla í út- varpsvirkjun og lærði hérna heima í gegnum hann og tók svo meistarapróf heima í þeirri grei n. Það eru pappírarnir sem hann hefur.“ - Sjálfsnámið og upplagið og reynslan skipta ekki minna máli... Sumarfrí skúlafúlks á íslandi sérstnk furréttindi „Það er alls staðar svo. Ég man að þegar ég var búinn að faragegnum mitt nám í tækni- fræði var ég eiginlega dálítið spældur og vonsvikinn - var þetta al 11 og sumt? Ég var fyrst írafvirkjun en fór svo íTækni- skólann. Maður fer eiginlega ekki að læra fyrr en maður fer að vinna. Líka lærir maður mikið á milli. Hér á Islandi njóta menn sérstakra forrétt- inda að hafa svona langt sum- arfrí úr skóla og geta farið út í atvinnulífið á sumrin.“ Þegar við Örn Ingólfsson spjöllum saman er hann ný- kominn heim frá Noregi. „Við vorum að kynna þar nýju vél sem pakkar uppsjávarfiski með miklu meiri nákvæmni en áður hefur verið hægt. Við vorum að kanna stöðuna fyrir sumarvertíðina hjá þeim á makrílnum og sfldinni.“ Drekaflug á Lanzarote Örn og Hálfdán bróðir hans hafa farið í ýmsar ævintýra- ferðir innanlands og utan. Að minnsta kosti þætti mörgum öðrum það ævintýri að fara í slíkar ferðir. „Já, við Halli fórum í desember fyrir rúmu ári í flugdrekaferð með félög- um okkar ti I Lanzarote á Kan- aríeyjum og vorum þar í fjór- tán daga. Ég var þá að fljúga flugdreka í fyrsta sinn í ellefu ár. Það hefur orðið talsverð breyting á flugdrekunum á þessum tíma og það var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt að byrja aftur á þessu eftir allan þennan tíma. Við vorum fjórir. Auk okkar Halla fór kunningi okkar sem starfar hjá Flugmálastjórn og svo slóst einn í förina með okkur í Englandi. Við fengum drek- ana í Englandi og tókum þá með okkur þaðan.“ - Eru góðar aðstæður á Lanzarote til að iðka þessa íþrótt? „Já, þær eru gríðarlega góðar. Þetta er lítil eldfjalla- eyja og fjöllin mjög aflíðandi eins og títt er um öskueldfjöll. Þau fáu tré sem þar fmnast eru pálmatré og þvælast ekk- ert fyrir. Vindarnir eru mjög góðir og aðstæðurnar allar hinar bestu. Maður hreinlega verður að komast þangað aft- ur!“ Mútorhjúlaferð um Skandinavíu Síðan fóru þeir félagarnir og æskuvinirnir Bragi Bald- ursson í Gautaborg í Svíþjóð í mótorhjólaferð í fyrra. „Það var helvíti gaman. Við fórum að heimsækja hann Halla Kalla í Lillehammer, son hans KallaAspelund, og hann slóst í för með okkur. Við Bragi fórum frá Gautaborg og um Noreg og til Lillehammer og svo fórum við þrír stuttan rúnt þaðan. Við höfðum bara með okkur svefnpoka og tjald en vorum alltaf á mótelum.“ - Attu mótorhjól? „Nei, ég er bara með próf. Það er erfitt að vera með mótorhjól hérna á ísafírði." Hefur ekki lengur tíma til að spila Örn segist vera al veg hættur að spila á hljóðfæri. „Ég hef engan tíma til þess.“ Hann spilaði í nokkrum hljómsveit- um á fyrri árum, aðallega á bassa en einn vetur spilaði hann á gítar. Hann byrjaði í skólahljómsveitum í gamla daga og var svo í hljómsveit sem hét Sexmenn. „Þá var Guðmundur Marinósson um- boðsmaður hjá okkur og arr- anseraði okkur um allt land. Það var gaman. S vo var hljóm- sveitin Öx með Arna Búbba, Asgeiri Erling og fleirum. Síðan komu fleiri hljómsveitir en síðast var ég með Asgeiri Sigurðssyni. En núna er eng- inn tími til að sinna þessu. Það er hrein skömm að því!“ Örn kveðst hafa verið meiri Bítlamaður en Stones-maður og virðist því frekar á mýkri nótunum hvað tónlistarsmekk varðar. Einnig nefnir hann hljómsveitina Cream og Eric Clapton, sem hann hefur mætur á. Eins og áður er vikið að er Örn Ingólfsson skíðamaðuraf lífí og sál. Og það er eins og mann grunar, að hann er meira fyrir brun en göngu, meira fyrir hraðann og spennuna, enda þótt hann segi að gangan sé vissulega mjög góð fyrir skrokkinn og skemmtileg í góðu veðri. Bandaríkjamennirnir ng Kirkjubúlshlíðin En snúum okkur aftur að Kirkjubólshlíðinni, þar sem Hálfdán Ingólfsson renndi sér niður snarbratt sjö hundruð metra hátt fjallið. „Það komu hér á sínum tíma tveir Banda- ríkjamenn frá blaðinu Skiing gagngert til Islands til að skíða niður fjöll þar sem enginn hafði farið niður áður. Annar var skíðamaður en hinn ljós- myndari. Ég fór með þá á litlu gulu (Agninu) upp á ýmis fjöll, svo sem upp á Þverfjall og Kubbann og síðan upp á fjallið beint fyrir ofan flug- völlinn þar sem Halli fór nið- ur. Bandaríski skíðamaðurinn fór fram á brúnina, horfði niður og sagði: Nei, hérna fer ég sko ekki niður. Nonni Tedda var með okkur og hann lét sig hafa það og lét vaða. En þegar greinin kom í blað- inu þóttist sá bandaríski hafa farið þar niður.“ Litla gula Agnið hefur mjög góða hægflugseiginleika. „Hún fer að vísu mjög hægt yfir, en hún lendir líka mjög hægt og notar mjög stutta braut. Hún er kraftmikil miðað við þyngd og ber meira en þyngd sína og hentug í svona ferðir. Hún á að verða komin aftur í lag í sumar“, segir Örn Ingólfsson. Það er ekki laust við að mann langi með og finna hvernig þessi litla gula tyllir sér á tinda og toppa og í fjörur eða raunar hvar sem er eins og þegar fugl tyllir sér á stein. 10 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.