Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 16
Pétur Bjarnason og Tryggvi Guðmundsson á ísafirði eru á meðal þeirra sem livatt hafa til fjöldaróðrar í byrjun maí. Baráttan við þrælalögin um stjórn fiskveióa Fjöldarðður Vestfirðinga fyrirhugaður Bolungarvík Hús rýmd með lög- regluvaldi „Já, það var urgur í fólki“, sagði lögreglumaður í Bol- ungarvík í samtali við BB sl. föstudagsmorgun, en kvöldið áður þurfti að beita lögregluvaldi til að rýma nokkur hús í bænum. I einu tilviki fór húsbónd- inn aftur heim til sín og ætlaði að sofa þar einn um nóttina. Lögreglan þurfti að sækja hann og í öðrum til- vikum var allt upp í heilu fjölskyldurnar sem lögreglan þurfti að sækja og fara með á brott, vegna þess að fólkið varð ekki við fyrirmælum um rýmingu. „En þegar á heildina er litið leystist þetta friðsamlega enda reyna menn í svona tilvikum að gera sitt besta til að svo megi verða“, sagði lögreglu- maðurinn. Það voru alls átta hús í Bolungarvík sem rýmd voru að þessu sinni, sex við Dísarland og tvö við Traðar- land. Ekki þurfti lögreglan að koma til skjalanna nema í þremur húsanna. Sjá einnig bls. 5 og 12. Vestfirðir Fæstir Tólf kunnir Vestfirðingar stefna að því að halda fleytum sínum til fiskjar í fyrstu viku maímánaðar og hafa gefið út yfirlýsingu þar að lútandi. Þar skora þeir á Vestfirðinga að fara að huga að bátum sínum, stórum sem smáum. með það í huga að fjölmenna í róður á þeim í maíbyrjun. „Jafnframt mælum við með því að menn sameinist um aðstöðu til að verka aflann, hvort sem þeir kjósa að frysta hann, salta, hakka eða herða. Við hvetjum til almennrar þátttöku í þessum róðri, en hún mun vekja athygli á órétt- lætinu sem núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi býður upp á. Við kjósum að hefja þessa baráttu innan ramma laganna, en...“ Sjá nánari frásögn og viðtal við Tryggva Guðmundsson lögfræðing, einn tólfmenning- anna sem stefna á veiðar í byrjun maí á bls. 2 og 3. Snjóf/óðahrina á norðanverðum Vestfjörðum VERÐU HÚÐINA FYRIR FROSTINU! Nutri-Star kulíhikremió frá Diorkomiöuftur NONAME varagloss virka velíkuldanum snftábSW* Hafnarstræti 9 • ísafirði Sími 456 5280 OPIÐ Virka daga kl. 09 - 21 Laugardaga kl. 10 -18 peý£oMÍi(/ Fálk í húsum í Teigahverf i þrátt fyrir algert bann? réttinda- kennarar Innan við helmingur starfsfólks við kennslu á Vestfjörðum var með kennsluréttindi við upphaf skólaársins. Nemur hlutfall- ið 48,8% sem er það lægsta á landinu samkvæmt yfirliti Hagstofunnar. I Reykjavík voru kennarar með kennsluréttindi 93,5% en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu voru þeir 94,1%. Þar á eftir fylgdi Suðurland með 80% og Suðurnes með 77,8%. Þá kemur fram í yfirliti Hag- stofunnar að hlutfall kvenna í kennarastéttinni hafi verið 74% á móti 26% karla. í snjóflóðahrinunni á norð- anverðum Vestfjörðum um helgina féllu flóð m.a. á stöð- um þar sem engar heimildir eru um slíkt og einnig þar sem flóð eru afar fátíð. Þar á meðal féll eitt skammt frá Geirastöðum í Syðridal í Bol- ungarvík aðfaranótt sunnu- dags en ekki er vitað um flóð á þeim stað áður. Sömu nótt féll flóð skammt frá hesthús- um Bolvíkinga. Mikið snjóflóð féll úr Búð- argili í Búðarhyrnu í Hnífsdal um hádegisbilið á sunnudag og stöðvaðist örskammt frá húsum í Teigahverfinu þar sem mannvistir eru bannaðar yfir veturinn. Ofanflóðasjóður keypti upp húsin í hverfmu í hitteðfyrra. Um hálf öld er frá því að sambærilegt flóð hefur fallið á þessu svæði.Tjón varð ekki nema hvað flóðið tók einn skúr. Lögreglan veit ekki til þess að fólk hafi verið í húsum íTeigahverfi á þessum tíma en óstaðfestur orðrómur segir annað. Börn sem voru að „maska“ á öskudaginn segjast hafa farið þangað og fengið góðar viðtökur eins og annars staðar. Teigahverfið er ekki á rýmingarsvæði enda á þar alls ekki að vera neitt fólk í húsum á þessunt árstíma. Aðfaranótt sunnudags rétt fyrir kl. tvö gerði bílstjóri á Skutulsfjarðarbraut lögregl- unni viðvart um allbreitt en þunnt flóð sem fallið hafði úr Seljalandshlíð skammt innan við Grænagarð og allt í sjó fram. Snjóflóð féll á veginn milli Isafjarðar og Hnífsdals laust eftir hádegi á laugardag. Sumar■ bæklingur Flugleiða er kominn! Samvirmuferðir Landsýn Söluskrifstofa • Hafnarstræti 1 ísafiröi • Simi 456 5390 Lífsr/atí Kynntu þér mátin - dið erum tit þjónustu reUfubátn Sparisjóðirnir á Vestfjörðum

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.