Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 24.02.1999, Blaðsíða 11
Valdemar Guðmundsson lögreglumaður (Valli lögga) og kona hans að flytjast frá Bolungarvík „Ekkí pao sem vio æOuðum okkur“ - við tekup búseta á Húlmavík og starf lögreglumanns I Strandasýslu I Bolungarvík heitir þessi maður einungis Valli lögga. Hjónin Valdemar Guð- mundsson og Johanndine Sverrisdóttir í Bolungarvík eru að flytjast brott úr bæn- um um næstu helgi eftir rúm- lega þrjátíu ára búsetu þar. Valdemar hefur verið lög- regluþjónn í Bolungarvík um 27 ára skeið. Nú liggur fyrir þeim hjónum að koma sér upp nýju heimili á Hólmavík en Valdemar tekur við starfí lögreglumanns þar um mán- aðamótin. A Hólmavík hefur verið einn lögreglumaður starfandi, Höskuldur Er- lingsson, og sinnt mjög víð- lendu svæði í Strandasýslu. Nú er verið að fjölga þar upp í tvo og Valdemar verður þess vegna í sama starfi og hann hefur verið hér, þótt aðstæð- ur séu að mörgu leyti aðrar. „Maður er eiginlega fyrst núna að átta sig á þessu. Við erum að pakka niður og mik- ið af dótinu komið niður í kassa. Veggirnir eru orðnir auðir og það er tómlegt um að litast á heimilinu. Þetta eru viðbrigði. Það er meira en að segja það að rífa sig upp með rótum eftir allan þennan tíma. Þetta er ekki það sem við ætluðum okkur. Við erum búin að vera hér svo lengi og höfum kunnað svo vel við okkur, að við höfðum ekki látið okkur detta þetta í hug. Eitt af því sem er allra verst við þetta er ef við getum ekki selt húsið. Það má segja að maður sé bundinn eins konar átthaga- fjötrum ef ekki er hægt að losna við húsið. Maður er búinn að eyða ævistarfmu í þetta. Sfðan höfum við verið mjög mikið í félagsmálum og söknum þess að hverfa úr þeim. En við kvíðum því út af fyrir sig ekki að fara til Hólmavíkur. Við þekkjum vel til þar bæði og þekkjum þar marga.“ Get ekki unnið hér áfram - Ástæða þess að þú breytir til.. „Eftir framkomu Jónasar Guðmundssonar sýslu- manns í minn garð get ég ekki unnið hér áfram. Eg sótti um starf varðstjóra þegar Einar heitinn Þor- steinssonféll fráenfékkekki þá stöðu. Jónas virðist ekki hafa treyst mér fyrir varð- stjórastöðunni eftir hátt í þriggja áratuga starf sem lög- regluþjónn hér. Eg er búinn að vinna undir hans stjórn í níu ár. Hann gat ekki mæll með méríþessa stöðu og segir mér og fleirum að hann hafi með hvorugum okkar um- sækjendannatveggjamælt, en síðan kemur annað í ljós.“ - Þú hefur leyst Einar heit- inn af sem varðstjóri gegnum árin... „Já, ég gerði það, bæði í sumarfríum og þegar hann var veikur.“ - Þess hefur orðið vart, að mörgum Bolvíkingum þykir miður að missa þig... „Maður hefur orðið þess var.“ Beinist ekki pegn þeim sem ráðinn var - Hins verður líka vart, að það beinist á engan hátt gegn þeim ágæta manni sem ráðinn var í umrædda stöðu eða hans persónu... „Það er alveg rétt. Það bein- ist alls ekki gegn honum og enginn má taka það þannig. Þetta beinist gegn vinnu- brögðum Jónasar, að hann skuli ekki hafa getað komið hreint fram.“ Ekki tækur í kúr Þau eru nú orðin tvö eftir á heimilinu, Valdemar og kona hans. Saman eignuðust þau fjóra syni og síðan áValdemar að auki einn eldri son. Barna- börnin eru orðin sjö. Elsti son- ur Valdemars er á Isafirði, en elsti sonur þeirra hjóna býr í Noregi og líka sá yngsti, einn er áAkranesi og einn í Reykja- vík. Johanndine er Siglfirð- ingur að uppruna, en faðir hennar er frá Bæ á Selströnd, skammt frá Drangsnesi, og hún á ættir að rekja í Stranda- sýsluna. Húti hefur starfað í Kvenfélaginu Brautinni í Bol- ungarvík og var formaður þess síðustu tvö árin. Einnig hefur hún sungið í Kvennakór Bol- ungarvíkur. Valdemar er aftur á móti gjörsamlega laglaus að eigin sögn, og ótækur hvort heldur væri í Kvennakór Bol- ungarvíkur eða nokkurn ann- an kór. Framsúkn og önnur félagsmál - Þú hefur verið lengi í póli- tíkinni og líka í ýmsum öðrum félagsstörfum... „Ég er búinn að starfa ein átta til níu ár með Iþróttafé- laginu Ivari, sem er íþróttafé- lag fatlaðra á Isafirði, og ver- ið í stjórn þess. Það er ákaf- lega þroskandi og gefandi starf og skemmtilegt að vinna með fólkinu þar.“ Valdemar hefur átt sæti í bæjarstjórn Bolungarvíkur fyrir Framsóknarflokkinn undanfarin tvö heil kjörtíma- bil og er nýbyrjaður á því þriðja og hefur starfað í ýms- um nefndum bæjarins. - Nú er líklega meira um framsóknarmenn á Ströndum en í Bolungarvík. Heldurðu að þú eigir greiða leið í hreppsnefndina þar? „Ég hef nú ekki hugsað út í það! Ætli ég hafi áhuga á því alveg strax. En ég vona að ég geti starfað með framsóknar- mönnunum á Ströndunum." - Það er væntanlega fram- sóknarfélag í Strandsýslu og þú gengur náttúrlega í það... „Já, ég reikna nú með að fá að ganga þar inn. Maður hefur áhuga á þessu.“ Ólíkar aðstæður í Strandasýslu - Var það þín hugmynd að sækja um á Hólmavík? Þér hefur ekki verið boðið þetta starf í sárabætur, eða hvað svo sem ætti að kalla það... „Nei, mér var ekki boðið það. Ég sótti einfaldlega um starfið. Ég vildi helstekki fara út af Vestfjörðum." - Enda þótt þú munir áfram gegna sömu vinnu og þú hefur gert, þá verður hún á ýmsan hátt ólík því sem þú ert vanur. Vegalengdir eru geysimiklar í Strandasýslu en umdæmið í Bolungarvík aftur á móti mjög afmarkað. Þú verður miklu meira á akstri en hér... „Já, skilyrðin eru allt önn- ur.“ Valdemar Guðmundsson hefur alið allan aldur sinn á Vestfjörðum, að undanskild- um nokkrum árum á unglings- árum. Ferill hans sem lög- regluþjóns byrjaði í sumaraf- leysingumílögreglunni áísa- firði upp úr 1970 en síðan hefur hann verið lögreglu- maður í Bolungarvík. Þegar Valdemar byrjaði að vinna í Bolungarvík var Einar Þor- steinsson eini lögregluþjónn- inn þar. Samstarfið við Einar Þorsteinsson - Það orð hefur farið af ykk- ur Einari heitnum, að þið haftð verið ljúfirog manneskjulegir lögregluþjónar... „Aðrir verða nú að dæma um slíkt hvað mig snertir." — Hvernig var samstarf ykkar Einars? „Það var mjög gott alla tíð, alveg frá upphafi og til hins síðasta. Ég leyfi mér að segja að þar hafi aldrei borið skugga á.“ - Ertu hestamaður eins og hann var? „Nei. Það hefurfarið geysi- mikill tími í félagsstörfin og sfðari árin hefur frítíminn farið að heita má eingöngu í þau.“ - Starf lögregluþjóns er margþætt og öðru hverju verða atburðir sem erfitt og þungbært er að fást við. Að vera lögreglumaður á svona litlum stað - er það ekki líka erfitt, þú þekkir alla, þú ert að vinna í félagsmálum með mönnum, þú situr með þeint á fundum, og svo þarftu ef til vil að hafa afskipti af þessum sömu mönnum í starfi þínu sem lögreglumaður. Hvernig er að vinna í svona návígi? Úviðunandi nýting á fangageymslunni í Bolungarvík „Vissulega getur það verið erfitt stundum, en samt hefur þetta gengið blessunarlega vel. Ég held að enginn hafi borið kala til okkar Einars út af starfmu. Fólk skildi að við vorum einfaldlega að gegna skyldum okkar og vinna okkar vinnu. Sem betur fer var nú ekki mikið um að leiðindamál kæmu upp. Við reyndum líka jafnan að leysa málin í róleg- heitum frekar en að rjúka upp með látum. Við höfum verið gagnrýndir fyrir lélega nýt- ingu á fangageymslunni í Bol- ungarvík! En ég hef frekar tekið þann pól í hæðina að reyna að tala menn til og geta svo farið með þá heim frekar en að henda þeim strax inn í fangaklefa. Maður þekkir hér flesta og hefur umgengist í mörg ár. Ef maður tekur sér ef til vill hálftíma í að tala menn til, þá er yfirleitt hægt að róa þá niður ef svo ber undir og síðan að koma þeim heim til sín. Ef menn eru hins vegar settir í klefa, þá kostar það að vaka yfir þeim og það kostar ríkið peninga.“ Neftúbak eða handjárn? - Vannstu einhvern tímann með Torfa Einarssyni þegar hann var í lögreglunni á Isa- firði? „Já, ég vann meðTorfa þeg- ar ég leysti af eitt sumar á Isafirði." - Það orð hefur farið af hon- um, að hann hafi frekar boðið ólátaseggjum í nefið og spjall- að við þá um aflabrögð og tíðarfar og hey skaparhorfur en að sýna þeim handjárnin. Þetta mun hafa borið býsna góðan árangur. Það er einmitt í anda þess sem maður hefur heyrt af ykkur Einari... „Já, Torfi gat gengið að mönnum sem voru kolvitlaus- ir og æstir og þeir urðu strax rólegri við það eitt að sjá hann.“ - Tekur þú í nefið? „Að vísu ekki.“ - Hefurðu einhvern tímann lent í alvarlegum átökum á starfsferlinum „Nei, ekki neinu sem maður getur kallað alvarlegt. Vissu- lega hefur maður lent í slags- málum, en ekki alvarlegum." I mörg ár var Valdemar í sjúkraflutningum og þurfti oft að fara Oshlíðina í brýnni nauðsyn og við misjafnar og iðulega hættulegar aðstæður. Samt hefur hann aldrei lokast á Oshlíðinni vegna snjóflóða. Hefur tekið á móti þremur forsetum en engu barni Sem lögregluþjónn Bolvík- inga hefur hann tekið á móti þremur forsetum íslenska lýðveldisins sem þar hafa komið í heimsókn, þeim Kristjáni heitnum Eldjárn, Vigdísi Finnbogadóttur og Olafi Ragnari Grímssyni. Aftur á móti hefur hann aldrei tekið á móti barni, þó að stundum hafi staðið tæpt. En líklegaerálíkaskemmti- legt að taka á móti forseta og barni, ef vel gengur. Undirritaður hefur, öfugt við Valdemar, tekið á móti barni en aldrei á móti forseta. Á starfsferli sínum í Bolungarvík hefur Valde- mar unnið með sex bæjar- fógetum og sýslumönnum og auk þess fjórum sem hafa verið þar í afleysing- um. Pétur læknir „Ég fór oft í útköll með læknunum og líka fór ég oft með menn til þeirra“, segirValdemar. Eitt sinn fór hann til Péturs Péturssonar sem þá var læknir í Bolungarvík með mann sem var blindfullur og vitlaus, hafði dottið og fengið skurð á höfuðið. Meðan Pétur var að sauma var hann (þ.e. fulli maður- inn) með allskonar kjaft- hátl. „Ég sagði við hann að ég bæði lækninn að sauma líka fyrir túlann á honum ef hann hætti þessu ekki. En Pétur læknir greip fram í: Neinei, við gerum eitthvað miklu, miklu verra við þig.“ Kveðjur og pakkir til Bolvíkinga Valdemar Guðmundsson biður blaðið að koma á framfæri þakklæti til Bol- víkinga fyrir gott samstarf á liðnum árum og áratug- um. „Við hjónin höfum bæði verið í margvíslegum félagsstörfum og munum sakna þess verulega. Ekki síst söknunt við félaganna í Lionsklúbbnum og frarn- sóknarfélaginu og íþrótta- félaginu Ivari.“ - hþm. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 11

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.