Víðförli - 15.11.1986, Side 4

Víðförli - 15.11.1986, Side 4
Byggingarannáll Hallgrímskirkju 1945 1948 1953 1957—1960 1961 1962—1973 1974 1975—1977 1977— 1978 1978— 1980 1980—1981 1982 1983 1984 1986 Hinn 15. desember, kl. 10 árdegis, afhentu borgaryfirvöld kirkjulóðina og fyrsta skóflustungan var tekin. Framkvæmdir hófust síðan við byggingu kjallarans undir kórnum sem varð fyrsti vígði salur byggingarinnar og Hallgrímssöfnuður notaði til messuhalds. Sunnudaginn 5. desember var þessi hluti kirkjunnar vígður. Undirstöður kirkjuskipsins steyptar. Næstu þrjú- árin lágu framkvæmdir niðri vegna aðhaldsaðgerða stjórnvalda. Neðsti hluti kirkjuskipsins byggður. Jarðvinna við undirstöðu turnsins (klöppin sprengd). Turninn byggður í fulla hæð, gengið frá honum að utan og fyrsta hæð hans innréttuð. 27. október, á 300. ártíð séra Hallgríms Péturssonar, var kirkjusalurinn í syðri turnálmunni vígður og tekinn í notkun fyrir guðsþjónustur Hallgrímssafnaðar. Kórinn hækkaður og gaflveggur mili kórs og skips steyptur. Hvolfþakið byggt á kórinn. Stoðir steyptar í kirkjuskipi og útveggir hækkaðir. Rammar steyptir milli hvelfinga og stálbitar í þaki settir. Þaksperrur reistar og smíði aðalhvelfinga hafin. Aðalhvelfingar steyptar upp. Hliðarhvelfingar steyptar, þak klætt með kopar og múrhúðun kirkjuskipsins. Hinn 15. desember voru 40 ár liðin frá byrjun kirkjusmíðinnar. Unnið að innri frágangi kirkjuskipsins, múrhúðun, hitalögn, gólflögn, raflögn og málun. Undanfarna mánuði hafa kirkjusmiðir, sjálfboðaliðar og iðnaðarmenn, lagst á eitt við þetta verk svo takast mætti að vígja kirkjuna þriðju og lokavígsluna sunnudaginn 26. október, daginn fyrir 312. ártíð séra Hallgríms. Hallgrímskirkju er ekki fulllokið enn, þótt hún sé nú tekin í notkun, vígð og afhent söfnuði til afnota. Enn er ólokið margvíslegum frágangi innan sem utan, lóðarfrágangur verður að bíða betri tíma, og uppsetning loftræstikerfis svo og hljómflutningskerfis, er tryggi það að talað orð berist eðlilega. Prédikunarstóll hefur ekki enn verið smíðaður, en sjóður, sem stofnaður var af vinum dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups í tilefni sjötugsafmælis hans, mun standa straum af gerð veglegs og vandaðs prédikunarstóls. Skírnarfontur er einnig væntanlegur í náinni framtíð. Hann verður kostaður af gjöf Ásbjarnar Ólafssonar stórkaupmanns svo og af skírnarfontssjóði Kvenfélags Hallgrímskirkju. Aðalhurð Hallgrímskirkju verður gerð þegar gengið verður frá umhverfi kirkjunnar. Hún verður kostuð af minningargjöf um Eggert Kristjánsson stórkaupmann. Unnið hefur verið að fjársöfnun til kaupa á stóru, 70 radda orgeli í Hallgrímskirkju. Verður það mikið og krefjandi verkefni fyrir alla velunnara kirkjunnar að stuðla að því að sá draumur verði að veruleika. Vígsluathöfnin hófst kl. 10.30 með því að næstum allir þjóð- kirkjuprestar landsins ásarpt bisk- upum innlendum og erlendum gengu hempukleéddir til kirkjunn- ar. Biskup íslands herra Pétur Sigurgeirsson, vígði kirkjuna. Her- mann Þorsteinsson, form. sóknar- nefndar fór með bæn í upphafi. Sóknarprestarnir sr. Ragnar Fjalar Lárusson og sr. Karl Sigurbjörns- son fluttu ásamt biskupi texta við tendrun altarisljósa. Ritningarlestur lásu Lydía Pálmarsdóttir, dr. theol. Jakob Jónsson, dr. theol. Sigur- björn Einarsson biskup og Hörður Áskelsson organisti. Þá flutti biskup íslands vígsluorð og forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði kirkjugesti. Næst hófst hátíðamessa þar sem sóknarprestarnir þjónuðu fyrir altari en biskup íslands herra Pétur Sigurgeirsson prédikaði. Ritning- arlestur lásu þær Guðrún Finn- bjarnardóttir og Dómhildur Jóns- dóttir. Nær allir kirkjugestir 1500 manns gengu til altaris sem gekk fljótt og vel fyrir sig enda önnuðust átta prestar útdeilinguna. Við lok messu flutti kirkjumála- ráðherra, Jón Helgason, ávarp. Flytjendur tónlistar voru: Félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands, Málmblásarasveit Tónlistaskólans í Reykjavík undir stjórn Kjartans Óskarssonar, Mótettukór Hall- grímskirkju, söngstjóri og orgel- leikari var Hörður Áskelsson en Þorkell Sigurbjörnsson útsetti sálmana sem fluttir voru. 4 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.