Víðförli - 15.05.1988, Qupperneq 2
Útgefandi Útgáfan Skálholt
Biskupsstofa, Suðurgata 22
Ritstjóri:
Ritstjórn:
Umsjón:
Setning og
umbrot:
Prentun:
S: 621500
Sr. Bernharður Guðmundsson.
Hróbjartur Árnason, Jóhannes
Tómasson, sr. Sólveig Lára
Guðmundsdóttir, sr. Örn Bárð-
ur Jónsson.
Edda Möller.
Filmur og prent
Prentstofa G.Ben.
Ný sókn í Grafarvogi.
Safnaðarráð Reykjavíkur hefur
samþykkt fyrir sitt leyti stofnun
sóknar í Grafarvogi í Reykjavík.
Verði stofnfundur haldinn strax og
reglugerð ráðuneytisins liggur fyrir.
Maraþonfótbolti til ágóða
fyrir kirkjuklukkur.
Strákar í 9. bekk Seljaskóla léku
nýlega fótbolta í 30 klukkustundir til
þess að styðja við klukkukaup Selja-
safnaðar. 12 ára börn sama skóla
gengu í öll hús hverfisins, kynntu
málið og söfnuðu áheitum á fót-
boltamennina.
Unglingar í Seljaskóal hafa áður
sýnt klukknasjóðnum áhuga sinn í
verki. „Þetta verða okkur öllum
mjög dýrmætar klukkur þegar þær
komast upp af margvislegum ástæð-
um,“ sagði sr. Valgeir Ástráðsson
prestur Seljasóknar um framtakið.
Prestar í starfsleyfi.
Þeir sr. Kjartan Örn Sigurbjörns-
son í Vestmannaeyjum, sr. Vigfús
Þór Árnason á Siglufirði og sr. Karl
Sigurbjörnsson í Hallgrimskirkju
hafa fengið leyfi til náms í Banda-
ríkjunum næsta háskólaár. Einnig
sr. Lárus Þorv. Guðmundsson í
Holti, sem verður við nám í sálgæslu
í Noregi og rannsóknir í Danmörku
sama tímabil.
Dr. Einar Sigurbjörnsson
heiðraður.
Norska vísindafélagið - Norsk
Videnskapsakademi - hefur kjörið
dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor
við Guðfræðideild Háskóla íslands
félaga að tilnefningu tveggja þekktra
guðfræðiprófessora.
Frá borði biskups:
Kvenna-
áratugur
Alkirkju-
ráðsins
Kvennaáratugur Alkirkjuráðsins.
Flestum er okkur í fersku minni hreyfingin, sem varð í kvenréttindamálum
áratuginn, er Sameinuðu þjóðirnar helguðu jafnréttismálum kvenna. Það
var ekki síst kvennafrídagurinn á íslandi 1975, sem vakti verðuga athygli víða
um lönd. Nú hafa stærstu samtök kristinnar kirkju, Alkirkjuráðið (World
Council of Churches) boðað til kvennaáratugar 1988-1998. í Alkirkjuráðinu
eru á fjórða hundrað kirkjudeildir og þar á meðal íslenska þjóðkirkjan.
Kynningin á þessu sérverkefni Alkirkjuráðsins hófst hér á landi með guðs-
þjónustu í Dómkirkjunni sunnudaginn 1. maí s.l., þar sem konur í prestastétt
og kvenguðfræðinemar önnuðust flutning sérstakrar messugjörðar. Þær
munu og kynna prestum og söfnuðum þetta málefni Alkirkjuráðsins.
í upphafi þessa áratugar hefi ég hið sama að segja um réttindabaráttu
kvenna og það misrétti sem konur eiga við að búa og þegar áratug Samein-
uðu þjóðanna lauk: „Víða í heimi er þessum málum mjög ábótavant. Það var
ekki vanþörf á að taka það mál um á alþjóðavettvangi. Við kristnir menn
verðum sífellt að muna og minna á, að Jesús Kristur er sá, sem mestur hefur
áorkað í þá átt að konan njóti réttar síns á við karlmanninn. Jesús varð að
mæta fjandskap valdhafanna fyrir það að stöðva grýtingu konunnar. Hann
veitti konunni uppreisn. Jesús gerði hlut ekkjunnar með smáeyrinn langtum
meira virði en skerf auðmannanna, sem lögðu mikið i guðskistuna. Kristur
hóf stöðu eiginkonunnar í hjónabandinu til jafns við eignmanninn. Þegar
Jesús ræddi við samversku konuna við brunninn var hann að brjóta lög Gyð-
inga en jafnframt var hann að brjóta blað í baráttu fyrir jafnréttisstöðu karls
og konu (Hirðisbréf bls. 20).
Víða sjást þess merki í gyðinglegum fræðum, að konur voru lægra settar
í þjóðfélaginu en karlmenn. Eimir eftir af þeirri misskiptingu enn þann dag
í dag. íslenska þjóðkirkjan hefur góða reynslu af þjónustu kvenna í kirkju-
legri þjónustu og í prestastétt. Fagnaðarerindið skuldbindur okkur til að
raunhæfa vitnisburð postulans: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll
né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú (Gal. 3:28).
Það er eðlilegt að konur geri tilkall til þess að finna sig eiga heima og að
til þeirra sé talað í kirkjunni til jafns við karlmenn. Kristur var í afstöðu sinni
til þeirra mála á undan samtíð sinni og jafnvel á undan kirkju sinni eins og
hún var fram eftir öldum. En hvað sem líður allri jafnréttisbaráttu má það
ekki gleymast að í móðurhlutverki sínu hafa konur mestu áhrifin og mikil-
vægustu stöðuna. Á það minnir enskur málsháttur svohljóðandi: „The hand
that rolls the cradle rules the world.“ Höndin sem ruggar vöggu barnsins
stjórnar heiminum.
Pétur Sigurgeirsson.
2 — VÍÐFÖRLI