Víðförli - 15.05.1988, Qupperneq 4
Biskupsstofa
endurskipulögð
Umtalsverðar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á Biskupsstofu sem
byrjuðu að koma til framkvæmda er Ragnhildur Benediktsdóttir lögfræðing-
ur hóf störf sem skrifstofustjóri 1. maí s.l. Það er ný staða.
Um árabil hefur verið bent á þörf þess að endurskipuleggja starf Biskups-
stofu, enda hafa þar orðið litlar breytingar um áratugi, þótt verkefnin verði
æ fjölþættari og tímafrekari.
Á Prestastefnu 1974 var kjörin
Starfsháttanefnd kirkjunnar, sem
starfaði í þrjú ár og lauk störfum
með ýtarlegri skýrslu 1977. Tillögur
nefndarinnar urðu grundvöllur víð-
tækra tillagna um breytta starfshætti
kirkjunnar, sem flestar hafa verið
samþykktar á kirkjuþingum undan-
farin ár og margar orðið að lögum
með ýmsum breytingum, en aðrar
liggja fyrir í frumvarpsformi frá
Kirkjuþingi en hafa ekki verið af-
greiddar frá Alþingi.
Á Kirkjuþingi 1982 var skipuð
nefnd til að fjalla um nefndaskipun
þjóðkirkjunnar og gera tillögur um
samræmingu á starfi þeirra og ann-
arra starfsþátta kirkjunnar. Nefndin
lagði fyrir Kirkjuþing 1983 greinar-
gerð um þáverandi starsskipulag
kirkjunnar og tillögur um breyting-
ar. Taldi hún meðal annars eðlilegt,
að Kirkjuþing skipi í nefndir kirkj-
unnar og ábyrgðaraðilar allra nefnd-
arstarfa verði einhver af eftirtöldum
starfsmönnum biskupsstofu: bisk-
upsritari, biskupsféhirðir, deildar-
stjóri fræðslu- og þjónustudeildar.
Á fjárlögum 1986 fékkst fjárveit-
ing til að ráða starfsmann til að ann-
ast fjármál Biskupsstofu. Um mitt
ár 1986 óskaði biskup íslands eftir
„úttekt á starfsemi Biskupsstofu,
þannig að unnt verði að afmarka
nánar verkefni fjármálafulltrúa.“
Starfsnefnd sett í málið
Með bréfi dagsettu 5. janúar 1987
skipaði dóms- og kirkjumálaráð-
herra, skv. beiðni biskups og Kirkju-
ráðs, þriggja manna nefnd til að gera
úttekt á starfsemi Biskupsstofu og
tillögur um framtíðarskipulag henn-
ar. Jafnframt var nefndinni ætlað að
huga að stöðu og ábyrgð Kirkjuráðs
á yfirstjórn kirkjunnar. í nefndina
voru skipaðir Þorsteinn Geirsson
ráðuneytisstjóri formaður, sr. Jónas
Gíslason dósent og Magnús Péturs-
son hagsýslustjóri. Starfsmenn
nefndarinnar voru Kristján Þor-
geirsson kirkjuráðsmaður, Leifur
Eysteinsson deildarstjóri og Þorleif-
ur Pálsson skrifstofustjóri.
Það sem Biskupsstofa hefur ekki
lögbundið hlutverk, ákvað nefndin
að líta svo á, að Biskupsstofa sé
skrifstofa biskups með það hlutverk
að aðstoða hann vjð embættistörf
hans. Embættistörf biskups eru hins
vegar afar yfirgripsmikil og áhrifa-
svið hans vítt.
Nefndin taldi það ekki vera hlut-
verk sitt að fjalla frekar um skipulag
þjóðkirkjunnar, en vill benda á, að
skipulag hennar hefur veruleg áhrif
á verkefni og skipulag Biskupsstofu.
Biskup og ráðherra samþykktu,
að gerðar yrðu skipulagsbreytingar í
samræmi við álit nefndarinnar.
Tillögur nefndarinnar
Nefndin leggur til, að starfsemi
Biskupsstofu verði efld, þannig að
starfsmenn hennar geti bæði öðlast
betri yfirsýn yfir kirkjulegt starf í
landinu og samhæft krafta þeirra,
sem inna það af hendi. Nefndin legg-
ur til, að stjórnskipulagi á Biskups-
stofu verði breytt frá því, sem nú er,
starfsmönnum fjölgað og störf
þeirra endurskilgreind. Til þess að
tillögur nefndarinnar nái fram að
ganga, þarf meðal annars að breyta
ýmsum lagaákvæðum og gera samn-
inga um þjónustu Biskupsstofu við
ýmsar nefndir og stjórnir kirkjunn-
ar.
Lagt er til að starfsmenn Biskups-
stofu verði 10 auk biskups, sem er
fjölgun um einn. Lagt er til, að beint
undir biskup heyri:
Biskupsritari, sem verður sérstak-
ur fulltrúi biskups og aðstoði hann i
málefnum prófasta, presta og safn-
aða. Biskupsritari hafi sama ráðn-
ingartíma sem biskup gegnir þjón-
ustu.
Skrifstofustjóri, sem annist dag-
legan rekstur embættisins og fjármál
þau er því heyra. Jafnframt verði
honum falið að annast fram-
kvæmdastjórn Kirkjuráðs.
Fræðslu- og þjónustustjóri, sem
hafi með höndum yfirumsjón með
fræðslu- ogþjónustustarfsemi kirkj-
unnar og upplýsingamiðlun. Undir
hann heyri æskulýðsfulltrúi og allt
að fjórir fulltrúar, sem fáist við gerð
fræðsluefnis og kynningu þess fyrir
prestum og söfnuðum.
Verkefni biskupsritara
Biskupsritari verði staðgengill
biskups varðandi önnur stjórnsýslu-
leg málefni en þau, sem varða yfir-
stjórn kirkjunnar, svo sem setu á
Kirkjuþingi. Biskupsritari gegni
jafnframt störfum hans í nefndum,
eftir því sem biskup ákveður, enda
verði gerðar viðeigandi breytingar á
ákvæðum um skipan í viðkomandi
nefndir. Þó er gert ráð fyrir að bisk-
up sitji á nefndarfundum, þegar
teknar eru stefnumarkandi ákvarð-
anir. Þá aðstoði hann biskup að því
er varðar málefni prófasta, presta og
safnaða. Meðal annars með því að
undirbúa og aðstoða við yfirreið.
Jafnframt aðstoði hann biskup við
kirkjulega fundi og undirbúi þá.
Biskupsritari aðstoði biskup einnig
við alþjóðleg samskipti.
4 — VIÐFÖRLI