Víðförli - 15.05.1988, Qupperneq 7

Víðförli - 15.05.1988, Qupperneq 7
Án leikmannastarfs er kirkjan ekki kirkja Ragnheiður Sverrisdóttir djákni flutti aðalerindi leikmannastefn- unnar í ár og vakti það mikla um- ræðu. í erindi sínu sagði Ragnheiður m.a. Eitt mikilvægasta starf safnaðar- ins er barna og æskulýðsstarf. Kirkj- an hefur mikla ábyrgð þar sem er trúarlegt uppeldi barnanna sem hún hefur skírt. Skólinn á ekki að sjá ein- göngu um þetta hlutverk eins og stundum hefur viljað brenna við. Kirkjan í dag verður að auka starf sitt á þessu sviði ef hún vill ekki að næstu kynslóðir verði með mjög göt- ótta þekkingu á kristindómi og verði algjörlega framandi fyrir trúariðk- un, hvort sem það er að fara með kvöldbænir eða sækja guðsþjón- ustu. Það er ábyrgðarhluti af kirkjunni að skíra barn og kenna því svo ekki til hverrar trúar það er skírt. Það er ekki nóg að fræða fermingarbörn því trúar uppeldi er ekki eins vetrar verk heldur verk sem tekur í raun heila mannsævi. Það þarf að byrja á því snemma og mörg börn læra heima hjá sér einhverjar bænir en ábyrgð kirkjunnar er meiri en svo að hún geti látið heimilin og skólana ein um trúaruppeldið. Algengasta form barnastarfs kirkjunnar eru sunnudagaskólar eða barnaguðsþjónustur. Þátttakendur geta verið mjög margir í hvert sinn og því lítill möguleiki að kynnast börn- unum sem einstaklingum. Þetta er að sjálfsögðu mismunandi eftir stærð safnaðanna sem í hlut eiga hverju sinni. í mörgum tilvikum koma leik- menn mikið inn i barnastarfið og er það gott. Starfið í söfnuðinum á ekki eingöngu að vera á ábyrgð prestsins heldur getur söfnuðurinn ráðið sér starfsmenn. Dagvistir kirkjunnar. Kirkjan hér á íslandi — og hér á ég við bæði Ieika og lærða — hefur ekki beitt sér mikið i félagslegum málum. Ég tel hins vegar að á svið barna- gæslu og barnauppeldis og um leið trúaruppeldis gæti kirkjan gert mjög góða hluti. Það er mikill skortur á dagvistun fyrir börn í þessu landi. Það á bæði við um þéttbýli og dreif- býli. Hugmynd mín er sú að kirkjan gæti boðið börnum upp á dagvistun í formi leikskóla, dagheimila eða skóladagheimila. Kirkjan hefur væntanlega skírt flest þau börn sem mundu sækjast eftir slíkri dagvistun og þá gæti kirkjan sinnt skírnar- fræðslu um leið og hún passaði börnin. Þessi hugmynd er ekki fram- kvæmanleg nema með þátttöku leik- manna í föstu starfi í söfnuðinum. Sumarbúðastarf rekið í kristileg- um anda er starf af þessari gerð. Það hefur bæði félagsleg markmið og trúaruppeldisleg. Tvenns konar leikmannastarf Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvernig hinn almenni sóknar- nefndarmaður lítur á starf sitt og hlutverk í söfnuðinum. vafalaust er það Iíka mismunandi allt eftir pers- ónum. Mér virðist oft sé litið þannig á að leikmannastarf sé starf að ytri málefnum eins og að byggja kirkju og sjá um viðhald á húsnæði. Ég Iít ekki þannig á málin. Það ætti aðeins að vera lítill hluti af leikmannastarf- inu þessir ytri hlutir. Það er ekki sagt af því að þeir séu ekki mikilvægir, síður en svo. Stór hluti leikmanna- starfsins er beint kirkjulegt starf og ég tel að þann hátt þurfi að auka til að fjölbreytin í þeim verkefnum sem kirkjan vinnurmegi aukast. Ogjafn- framt til að kirkjan geti þjónað því hlutverki sem hún er kölluð til í þess- um heimi. Ekkert kirkjulegt starf er leikmanninum óviðkomandi. Þó af- markast starf hans af starfssviði vígðra þjóna safnaðanna, þar sem að þeir hafa sérstakt hlutverk varð- andi sakramentin. Kirkjuleg menntun leikmanna (Leikmannaskóli) Þá erum við komin að máli sem í mínum huga skiptir miklu máli. Segjum að söfnuður ráði til sín fóstru og kennara til æskulýðsstarfa og hjúkrunarfræðing til öldrunar- starfa. Þetta fólk hefur náttúrlega sína fagmenntun og er fært á sínu sviði. Það vill vinna í kirkjunni en hefur litla þekkingu og reynslu af kirkjulegu starfi. Auðvitað kemur slíkt með reynslunni en okkur bráð- vantar einhverja menntum, eða námsbraut á þessu sviði. Það sem kemst næst þessu er Biblíuskóli KFUM og K. Þaðan getur maður tekið próf sem gefa einingar sem metnar eru inn í kerfi fjölbrautar- skólanna. Markvisst starf Starf kirkjunnar þarf að vera markvisst. Við þurfum að vita til hvers við höfum okkar hefðbundna starf eins og barnaguðsþjónustu og guðsþjónustu. Ef við ætlum að hefja starf á nýju sviði þurfum við enn frekar að spyrja um markmið og þá um leið hvernig við ætlum okkur að ná þeim. Það er hollt fyrir kirkjuna að spyrja sig hver sé tilgangur og markmið starfsins. Og i framhaldi af því að spyrja hvort maður nái til- gangi sínum og markmiðum. Leikmannastarf kirkjunnar með Leikmannastefnu í broddi fylkingar þarf að eflast. Leikmannastarf er mikilvægt starf og ef kirkjuna vant- ar það þá er hún ekki kirkja. VÍÐFÖRLI — 7

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.