Víðförli - 15.05.1988, Page 9
Hvað
segir
presturinn?
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson á
Isafirði hefur á ýmsum samfundum
fjallað um þátt leikmanna í kirkju-
legu starfi. Hann gefur þar m.a.
athyglisverð ráð til bættrar samvinnu
í sóknarstarfinu:
Ég vil samt ekki að þið takið mál
mitt á þann veg að nú sé yfir ykkur
að hvolfast holskefla sem þið gerðuð
ykkur enga grein fyrir þegar þið tók-
ust það hlutverk á hendur fyrir
skyldurækni að starfa í sóknar-
nefndum. En einhverjir þurfa að
verða til þess að gera sér það ljóst að
breytinga er þörf og vinna að því að
þær megi giftursamlega takast.
Lausnarorðið í því efni álít ég vera að
bera hver annars byrðar (Gal. 6:2).
Ég vil nú leyfa mér að mæla að
lokum fyrir ráði mínu til ykkar í
þessum aðstæðum.
Ég kannast í raun alls ekki við að
hlutverk prestsins séu eiginlega önn-
ur en fræðsla og boðun orðsins,
þjónusta að sakramentunum og sál-
gæsla. Barna- og æskulýðsstarf er
t.d. ekki í eiginlegum verkahring
hans. Ekki heldur sérstaklega aðstoð
við bágstadda. Það er til að mynda
fyrsta verkefnið sem postularnir fólu
öðrum, nefnilega djáknum. Stjórn
safnaðarmálefna, auglýsingastarf-
semi, skrifstofustörf, útgáfumál,
kristniboð og útbreiðslustarfsemi
eru verkefni sem í raun falla utan
verkahrings þeirra. Sú var reyndar
tíð og hún ekki góð þegar hinir vigðu
þjónar kirkjunnar höfðu náð þessu
öllu undir sig með þeim afleiðingum
m.a. að söfnuðurinn varð ómyndug-
ur og starfsmannahald kirkjunnar
varð óheyrilega kostnaðarsamt.
Ég er sannfærður um ef við eigum
að geta litið til framtíðar, vongóðir
um kristilega þjóðfélagsmótun, þá
er það undir ykkur komið leikmönn-
unum í kirkjunni, að því leyti sem
það er undir mönnum komið. Mér
sýnist ótvírætt biskup landsins vera á
þeirri skoðun einnig.
* Byrjið á því að gera ykkur hug-
mynd að því hvernig þið getið deilt
hefðbundnum verkefnum ykkar
niður á hópinn þannig að sá sem þið
treystið til formennsku sé sem verk-
efnaminnstur, þannig er hann lík-
legri til að hafa forystu um nýmælin.
* Bindið ykkur við fasta fundar-
daga til að ræða verkefni ykkar og
leita sameiginlega Ieiða til að leysa
þau jafnframt því að finna verðug og
brýn verkefni.
* Venjið ykkur við að vera eins
vafningalaus í afgreiðslu mála í
sóknarnefnd og þið getið og frestið
heldur máli þangað til gleggri upp-
lýsingar liggja fyrir, heldur en taka
ákvarðanir sem þið kærið ykkur
ekki um að standa við. Suma fundi
ættu allir varamenn að sitja en jafn-
an vinna með aðalmönnum svo þeir
séu inni í þeim verkefnum sem fallið
gætu á þeirra herðar fyrirvaralítið.
* Hafið í huga að það er ekki skil-
yrði að þið leysið öll verkefni af
höndum sjálf, bæði eru fleiri í söfn-
uðinum en þið og svo er ef til vill
hægt að ráða starfsfólk til ákveðinna
verkefna.
* Látið svo prestinn ekki vera ein-
an um það að koma með uppástung-
ur um það sem betur mætti fara í
safnaðarstarfinu. Munið að ykkar er
ekki síður ábyrgðin á prestinum en
hans á safnaðarstarfinu. Það má
orða það svo að sóknarnefnd beri
ábyrgð á safnaðarstarfinu í heild en
presturinn beri aðeins ábyrgð á safn-
aðarmönnunum.
Og svo þetta: Minnist þess að það
er nauðsynlegt að eiga sér skilgreind
markmið með öllu sem gert er, þá
verða síður slegin vindhögg.
Skemmtilegir
fundir í fríinu
Margir eiga leið til útlanda í sumar
og gætu hugsað sér að auðga reynslu
sína með þátttöku í athyglisverðum
fundum. Á Biskupsstofu berast ýmis
slík boð sem áhugamenn gætu nýtt
sér.
1. Kirkjuhúsið
— hvati eða baggi á helgihaldi.
Helsinki í Finnlandi: 4.-7. ágúst.
Fjallað verður um kirkjuarkitekt-
ur og kirkjulist, heimsóttar slíkar
kirkjur í borginni og tekið þátt í
guðsþjónustum. í framhaldi af ráð-
stefnunni er boðið upp á 3ja daga
ferð um Finnland og heimsóttir at-
hyglisverðir staðir ortodoxu kirkj-
unnar.
2. Norræn ráðstefna
um helgihaldið.
Valdres í Noregi: 19.-22. septemb-
er.
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja
guðsþjónustu kirkju sinnar, eiga
þarna kjörinn stað til að miðla
reynslu og þeirri framtíðarsýn sem
býr í kirkjum þeirra, segir i kynningu
á ráðstefnunni. Sindre Eide, norskur
prestur, sem hingað hefur komið á
vegum æskulýðsstarfsins verður
stjórnandi. Dvalarkostnaður alls
850 Nkr.
3. Kyrrðardagar.
í Lögumkloster á S.-Jótlandi, á St.
Davíðsgarðinum og Sigtuna stiftels-
en í Sviþjóð eru skipulagðir kyrrðar-
dagar og hvíldarvikur í sumar þar
sem fólk getur „farið í hvarf“. Um-
hverfið er fallegt og aðstæður allar
hinar bestu. Dvalarkostnaður um
1600 krónur á dag.
4. Kristin trú og
austræn trúarbrögð.
Árósar í Danmörku: 21.-25. ágúst.
Árlega eru haldnar ráðstefnur á
vegum guðfræðideildar Árósahá-
skóla og dönsku kristniboðssamtak-
anna um hínar nýju trúarhreyfingar
og kristna trú. Ráðstefnan í ár verð-
ur á ensku og verður fjallað um boð-
un austrænna trúarbragða á vestur-
Iöndum og jafnframt kristniboð í
Asíu.
Biskupsstofa gefur nánari upplýs-
ingar.
VÍÐFÖRLI — 9