Víðförli - 15.05.1988, Blaðsíða 10

Víðförli - 15.05.1988, Blaðsíða 10
Hólakirkja endurbyggð Nútíð og fortíð í Hólakirkju. Reynir Hjálmarsson skoðar gömul bein. Frá fornleifauppgreftri í Hóladóm- kirkju. Sigríður Sigurðardóttir frá Stóru-Ökrum við eina gröfina undir kirkjugólfi. Það er fróðlegt að koma heim að Hólum um þessar mundir. Fornleifa- fræðingar, smiðir, múrarar, arkitekt og verkfræðingur eru þar að störf- um, að endurbyggja kirkjuna. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt sagði að verkið gengi ljómandi vel þótt sífellt væru að koma upp óvænt verkefni. Mikill áhugi væri meðal starfsmannanna enda spennandi og lærdómsríkt að lifa með Hólakirkju og sögu hennar sem birtist með margvíslegum hætti. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt kynnir ýmsa merkisgripi fyrir prófastshjónum Skag- firðinga Signýju Bjarnadóttur og sr. Hjálmari Jónssyni. í fréttum Bandalag kvenna ályktar um kirkjumál. Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar á 71. aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík, sem haldinn var sunnudaginn 13. mars s.l: „Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn 13. mars 1988 beinir þeim eindregnu tilmælum til sóknarnefnda og forráðamanna kirknanna, að hreyfihömluðum verði auðveldaður aðgangur að sækja guðsþjónustur.“ „Aðalfundurinn lýsir ánægju sinni með kristilegt starf í sumar- búðum Reykjavikurprófastsdæmis fyrir börn og unglinga og hvetur kirkjuyfirvöld og sóknarnefndir til að styrkja starfsemina eftir mætti.“ „Aðalfundurinn lýsir ánægju sinni yfir nýstofnuðu Æskulýðssambandi Reykjavíkurprófastsdæmis. “ „Aðalfundurinn hvetur presta, sóknarnefndir og aðra aðila innan kirkjunnar að hlúa að þeim sem lent hafa á villigötum og reyna að beina athygli þeirra að kirkjunni og kristi- legu samstarfi.“ „Aðalfundur BKR, 13. mas 1988, beinir þeim tilmælum til presta og sóknarnefnda að þeir hvetji forráða- menn fyrirtækja til vikulegra bæna- stunda.“ 10 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.