Víðförli - 15.05.1988, Qupperneq 17

Víðförli - 15.05.1988, Qupperneq 17
Lífið gengur sinn gang. Lítið út- varp kúrir á gluggasyllu í eldhúsinu og malar frá morgni til kvölds um gang mála, einkum erlendis og á eril- svæði lands okkar, höfuðborgar- svæðinu. Enda ekki von að vana- gangur í sveit veki áhuga annarra en íbúa þar. Við sveitafólk eins og aðrir landsmenn eigum því auðvelt með að fylgjast með atburðum og afreks- mönnum fyrir sunnan og úti í heimi, en ýmislegt í næsta nágrenni getur hæglega farið fram hjá okkur nema eitthvað komi til. Hér áður fyrr sáu landshorna- menn um að flytja fréttir milli manna. Síðan kom sveitasiminn til skjalanna. Nú „nýtur“ hans ekki lengur við, heimsóknir eru að mestu aflagðar, og einangrun afskekktra bæja getur orðið næsta alger. Ekki eru þó allar bjargir bannaðar í þess- um efnum, því nýir tímar færa þörf- um mannlífs nýjar lausnir. Nútíma tækni fylgja tæki, og tækin bila. Iðnaðarmenn eru kallaðir til og þeir koma svo að segja inn að kviku heimilanna. Varla er heldur svo „byggt, breytt ogbætt“, eins og segir í auglýsingunni, að ekki þurfi þeirra með. Hverjir svala fréttaþorstanum? Fréttamiðlun til sveita hefur feng- ið sinn farveg. Iðnaðarmenn eru fréttabrunnar sem bæ af bæ svala fréttaþorsta fólks, þó misdjúpt sé á fréttunum eins og gengur. Þarna sitja þeir í kaffitíma einn eða fleiri, einn drekkandi sykurlaust kaffi, annar soðið vatn, einn lágvaxinn og annar hávaxinn, en sameiginlegt er þeim öllum að vera miklir ágætis- menn. Einn segir sögur af löngu liðnum mönnum. Annar segir frá síðustu sveitaskemmtun. Menn velta fyrir sér hvort verslunin beri sig. Haft er á orði hve beinbrot hafi verið tið undanfarið. Séu viðgerðir miklar gefst kostur á að fylgjast með hvort brotinu gangi vel að gróa, hvenær sjúklingur muni koma heim, þegar hann kemur heim og hvernig honum heilsast eftir það. Þetta er Iíkt og þegar fylgst er með í fjölmiðlum er forsetinn er á ferðalagi. Að sínu leyti eru málin jafn mikilvæg hvort á sin- um vettvangi. Greinarhöfundur ásamt nokkrum barna sinna. Frétta- bruimar Látið flakka En iðnaðarmenn bera fréttir ekki aðeins á bæ heldur einnig af bæ. Það segir sig að vísu sjálft, en samt varð mér hverft við þegar maður hér úr sveit átti erindi hingað og hafði orð- rétt eftir mér setningu, sem ég sagði hálfu ári fyrr við einn iðnaðarmann- inn. Hún var í sjálfu sér ómerkileg og skipti litlu máli,.en í atvikinu fólst viss aðvörun. Það var uggvænlegt að vita að hvaðeina sem meira eða minna hugsunarlaust væri látið flakka gæti verið numið sem á snældu væri. í annað sinn kom mað- ur og hafði eftir mér tilsvar sem ég gaf í kaffitíma í eldhúsinu hjá mér hálfum mánuði áður. Ég hafði verið spurð erfiðrar spurningar sem varð- aði lífsskoðun og hafði gagngert hugsað mig um og vandað svarið, minnug þess að það gæti farið víða. Sem kom líka á daginn. Gallinn var bara sá að svarið var þveröfugt eftir haft. Mér varð ljóst að auðvitað er albest þegar orðrétt er eftir haft. Það er hins vegar þegar rangt er hermt, bætt við, dregið úr eða umsnúið sem hægt er að hitta okkur illa. Lítið gaman að ládeyðu Eftir þetta reyndi ég að segja að- eins það sem mátti að ósekju snúa á alla kanta, með undantekningum þó. Það er lítið gaman að þeirri lá- deyðu sem áhættulaus breytni leiðir til. Því lét ég ýmislegt bitastætt fljóta með, sem hlaut jafnframt að gera mig trúverðuga. En nýlega skipuðust veður í lofti. Er einn af iðnaðar- mönnunum mínum ætlaði að hefja upp frásögn hafða eftir starfsbróður hans stóðst ég ekki lengur mátið. Ég hélt langa predikun um að menn í hans stétt ættu að vera bundnir þagnarskyldu eins og t.d. læknar. Fólk væri varnarlaust gagnvart því sem þeir sæju og heyrðu á heimilum þess þegar misjafnlega stæði á. Þannig lét ég dæluna ganga góða stund. Og þeir samþykktu allt jafn- harðan. Því er nú verr. Nú er ég lík- lega búin að byrgja brunninn og fæ trúlega fáar fréttir úr sveitinni fram- vegis. Það er bjartsýni bæjarbarnsins að búast við að það sem spjallað er á heimili þess í sveit sé tekið sem trún- aðarmál, og þröngsýni þráttarans að sjá ekki hve þakkarvert það er að einhver fer um með fréttir af sveit- ungum og stuðlar þannig að nánd fólks og samhygð. Þótt eitt og annað fari afbakað frá borði hefur bænda- fólki efalaust lærst að skilja hismið frá kjarnanum. Himintunglin Ég stend upp frá skriftum og geng að eldhúsglugganum, hlusta á fréttir af fjármálahneyksli, flugvélarráni og öðrum ósköpum, ásamt einstaka gleðitíðindum, og horfi á sólbjartar og snæviþaktar hlíðar Vatnsnesfjalls með stöku dökkum drætti. Himin- tunglin ganga áfram sinn gang. Herbjört Pétursdóttir á Melstað. VÍÐFÖRLI — 17

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.