Víðförli - 15.05.1988, Síða 19
Bréf að westan
Undirritaður stundar hér nám í
CPE (Clinical Pastoral Education),
námi fyrir presta í sérhæfðri þjón-
ustu á sjúkrahúsum, við Abbott
Northwestern sjúkrahúsið og
Minneapolis Children’s Medical
Center. Um margt er að velja og hef-
ur undirritaður sérhæft sig í þjón-
ustu við börn með krabbamein og
fjölskyldur þeirra, við þá, sem þjást
af „krónískum“ sársauka og enn-
fremur í þjónustu við foreldra, sem
eignast börn fyrir tímann, börn með
fæðingargalla, eða andvana fædd
börn.
Fjölbreytt mannlíf
Minneapolis hefur upp á margt að
bjóða, hvort sem um er að ræða
menningarviðburði, íþróttir, fjöl-
breytni í kirkjulífi, vísindi, eða þá í
sambandi við skemmtilegt og fjöl-
breytt umhverfi. Mikið er um
skemmtigarða og stöðuvötn í „Tví-
buraborginni“ (Minneapolis og St.
Paul) og skokkarar eru að allan árs-
ins hring, hvort sem er í hörkufrost-
um vetrarins, eða í bræðandi hita
sumarsins. Andstæðurnar eru mikl-
ar hvert sem litið er. Mannlífið er af-
ar fjölbreytt, svo sem vænta má í
milljónaborg og andstæður eru þar
líka miklar, t.d. er bilið á milli fá-
tækra og ríkra mikið. í sumum
hverfum borgarinnar virðist litar-
háttur ráða meiru en þjóðfélags-
staða, í öðrum tala peningarnir. En
yfir höfuð virðist fólk vera stolt af
því að vera frá Minnesota og hugsar
ekki um suðrænar slóðir nema yfir
háveturinn.
Hátækni
Abbot Northwestern sjúkrahúsið
hefur sérhæft sig mikið í hjartaað-
gerðum og hér eru framkvæmdar
um 1200 hjartaaðgerðir á ári og 40 -
50 hjartaflutningar, að því er mér er
tjáð. Á sjúkrahúsinu eru um 800
sjúkrarúm og á barnaspítalanum,
Minneapolis Children’s Medical
Center, sem tengist Abbot North-
western, eru nokkuð yfir 100 sjúkra-
rúm. Auk þess leita 3-400 manns til
bráðaþjónustu sjúkrahússins og
þjónustu við fatlaða (Sister Kenny
Institute) á hverjum degi.
Tækjabúnaður allur er mjög nú-
tímalegur og m.a. er núna farið að
vinna með laser-geisla. Mikið er lagt
upp úr „heilstæðri læknismeðferð"
(wholistic medicine), þ.e.a.s. að
skoða sjúklinginn sem eina heild og
meðhöndla hann/hana út frá þeim
sjónarhóli, sinna jafnt líkama, anda,
sál, fjölskyldu o.s.frv.
Vinnubrögð
Sjúkrahúsprestarnir hér vinna
mjög mikið með hjartasjúklingum,
eins og gefur að skilja, auk þess sem
við sérhæfum okkur í samræmi við
áhuga hvers og eins. Ársnemar (resi-
dents) vinna 6 mánuði í senn á þeim
deildum, sem þeim er úthlutað og
guðfræðinemar eru hér í 3ja mánaða
námi. í sumum kirkjudeildum er
það skilyrði fyrir vígslu, að hafa lok-
ið a.m.k. einum 3ja mánaða áfanga
í CPE. Um þessar mundir eru hjá
okkur 5 guðfræðinemar, þar af
Þjóðverji og Suður-Kóreubúi. Flest-
ir nemarnir eru lútherskir, enda
Lútherskar guðfræðideildir hér í
grennd, en æðimargar kirkjudeildir
aðrar eiga hér fulltrúa.
Siðferðileg umræða
Mikið er rætt um deilumál í sið-
fræði inni á sjúkrahúsum í U.S.A. og
taka sjúkrahúsprestarnir virkan þátt
í þeirri umræðu. Helst er rætt um:
heiladauða, líffæraflutninga, eyðni,
áhrif peninga á það hver nýtur lækn-
ismeðferðar, hvenær hætta ber með-
ferð o.s.frv. Það eru miklar breyting-
ar að eiga sér stað í heilbrigðiskerf-
inu hér í U.S.A. og margir hafa af því
þungar áhyggjur, að heilbrigðis-
þjónusta sé að verða hluti af forrétt-
indum þeirra, sem eiga peninga og
að fátækir muni ekki njóta jafn
góðrar þjónustu í framtíðinni.
Það er íslenskur hjartaskurðlækn-
ir starfandi við Abbott Northwestern
sjúkrahúsið. Hann heitir Örn Arnar
og hefur starfað hér í mörg ár. í St.
Paul búa margir íslenskir nemar,
sem stunda nám við University of
Minnesota. Við höfum komið sam-
an nokkrum sinnum, svona til að
ryðga ekki of mikið í íslenskunni.
Og nú er vorið framundan, sem er
sérstaklega fallegur tími hér um
slóðir. í framhaldi af þvi ljúka mörg
okkar námi og halda aftur heim til
íslands. Við munum taka með okkur
reynsluna héðan og síðar minnast
landsins fyrir westan.
Kveðjur heim,
Sr. Bragi Skúlason
VÍÐFÖRLI — 19