Víðförli - 15.12.1990, Page 3
Börnin skilja ekki orðið, aðventa.
Hitt vita þau flest, að það eru fjögur
kerti á aðventukransinum. Það fer
heldur ekki fram hjá þeim, að kertin
tengjast sunnudögum. Og þegar hið
siðasta logar, þá eru jólin að koma.
Aðventan er því í senn tími eftir-
væntingar og undirbúnings. Hversu
gott er það, þegar slíkt fer saman.
Við vitum, að kirkjan varðveitir tær-
leika jólanna, kristinna jóla. Og það
breytir engu, þótt við séum minnt á
það, að hátiðin er arftaki annarrar,
sem var til að fagna því, að sól hækk-
aði á lofti. Jólin, sem aðventan ryður
braut, geta aldrei orðið annað en há-
tíð kristninnar, fagnaðarhátíð vegna
frelsara mannanna, Jesú Krists.
Þannig fór Jóhannes fyrir og boð-
aði komu hans, sem svo yrði stór, að
Jóhannes væri ekki einu sinni verð-
ugur þess að binda skóþveng hans.
Biskupinn skrifar:
Aðventan spyr
Samt lét hann lærisveina spyrja, þar
sem hann var hnepptur í fangelsi
Heródesar, hvort frændi hans úr
Nasaret væri í raun sá, sem hann
hafði boðað og einskis annars væri
von.
Með líkum hætti spyrjum við okk-
ur oft sjálf. Sjálfsagt ekki síst á þess-
um annatíma, sem við eigum fyrir
jólin, hvort þetta sé nú allt þess virði
að fórna fyrir fé sem fyrirhöfn. Og
það er von, að spurt sé. Og er ekki
þessi tími, sem nú fer í hönd með
fleiri kertunr, sem eftir er að kveikja
á en hinum, sem loginn hefur verið
borinn að, að krefja okkur um svar
við spurningunni um það, hvort allt
sé þeim þeim hætti hjá okkur, sem
sannur jólaundirbúningur krefst?
Það sagði við mig vinur, að hann
teldi þann einan geta átt sanna hátíð
á jólunr, sem hefði nýtt sér aðvent-
una til undirbúnings. Ekki veit ég,
hvort þessi fullyrðing á alls staðar
rétt á sér. Hitt efa ég ekki, að þessar
fjórar vikur til jóla geta gert hátíðina
dýrlegu að tengingarþætti himins og
jarðar, svo að engin hætta verði á
því, að frelsaranum sé úthýst. Þetta
gerist, ef við berum gæfu til þess að
hafa ekki aðeins krans á borði, held-
ur tendrum einnig ljós í huga og
hjarta.
Aðventan spyr, ekkert síður en Jó-
hannes. Við gefum ekki aðeins svar
á aðfangadagskvöld. Svarið felst í
þeirri mótun lífs, sem trúin veitir og
kirkjan nærir. Látum þvi ekki börn-
in ein um að horfa á kransinn. Tök-
um þátt í að veita birtu i líf sem
flestra. Berum birtu í heiminn. Það
er köllun kristins manns. Betri tími
en aðventan miðlar, þekkist varla.
Ólafur Skúlason
3