Víðförli - 15.12.1990, Qupperneq 4

Víðförli - 15.12.1990, Qupperneq 4
Rætt viö Þorgeröi Ingólfsdóttur kórstjóra Það er ekki hægt aö syngja án þess aö vera sáttur við sjálfan sig og sáttur við þá sem maður syngur með. Hvað á betur við á jólunum? Að syngja um jólin „Kannski hefur tónlistin verið sterkasti þátturinn í jólahaldi okkar fyrir utan sjálfan boðskap jólanna. Tónlistariðknun hefur mótað bæði jólaundirbúninginn og jólahaldið sjálft og verið samofin því.“ Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri svarar spurningum Kirkjuritsins um þátt tónlistar í jólahaldi og hversu tónlist og söngur geti aukið á gleði og fögnuð jólahátíðarinnar á is- lenskum heimilum. Fyrsta spurning- in fjallar um tónlist í jólaundirbún- ingnum, sem fyrir flestum beinist að gjafakaupum, bakstri, kortaskrift- um og hreingerningum. Aðventan er mikill uppáhaldstími á okkar heimili, sem hefur alltaf varðveitt þetta stóra — að hlakka til. Aðventan einkennist af tilhlökkun og undirbúningi undir mikla gleði og þá hefur músik verið höfð mikið um hönd. Þegar við systurnar vorum hörn og unglingar leituðum við allt- af að nýjum jólalögum og tónverk- um tengdum jólunum til að spila. Við æfðum þau á aðventunni til að flytja á jólunum með fjölskyldunni. Þetta var jafn þýðingarmikið og að baka og gera hreint eða sauma ný föt. Við drógum fram gömlu bæk- urnar með jólamúsikinni, sem eru meðal mestu kjörgripanna á heimil- inu, og eru enn í notkun. Þegar við fundum nýtt lag eða riýgerða texta varð mikil hrifning. Við sungum líka nýtt lag á hverj- um sunnudegi aðventunnar, þegar nýtt ljós var tendrað á aðventukrans- inum. Hversu margar sem við erum heima hverju sinni, er alltaf sungið og spilað við þessa yndislegu athöfn — að kveikja á nýju aðventukerti. Síðustu dagana fyrir jól, þegar öil tilveran var Iituð af undirbúningn- 4 um, pakka inn gjöfum, og baka, þá var eilíflega verið að hlusta á jóla- tónlist á plötum, sem eru nú reyndar sumar spilaðar í gegn. Og svo var sungið við þessi verk og þeim yngri í fjölskyldunni voru kennd ný vers og ný kynslóð, börn systra minna, hafa bæst við. Og svo syngjum við við dyr vina og ættingja síðla aðfangadags. Barnakór undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur söng við guðsþjónustu á jó/a- nótt árin 1967-1973, en þá lést dr. Robert A. Ottoson sem slýrði söng guðfræði- nenta við athöfnina, og miðnæturmess- urnar lögðust þá af. Altarisþjónustu önnuðust þeir Sigurbjörn biskup og sr. Óskar J. Þor/áksson dómprófastur og sjásl þeir hér við allarið ásamt hluta barnakórsins. Að syngja inn jólin — Það er óneitanlega óvenjulegt. Hvernig ber það að? Það er stærsta jólagjöfin, sem við gefum vinum okkar, að fara og syngja inn jólin. Það höfum við gert síðan við vorum börn, fyrst jafnvel fótgangandi til vina og ættingja í næsta nágrenni. — Hvaða söngva syngið þið? Já þetta er nú jólagjöfin til þeirra sem okkur þykir vænst um, og við veljum tónlistina með vandvirkni. Guðríður og Róbert A. Ottóson, þeir elskulegu vinir, fengu t.d. oft upphafsstefið úr Þorlákstíðum: Há- tíð ber að höndum bjarta, hverfur undan myrkrið svarta. Við syngjum marga fjárhirðasöngva sem eiga kannski best við. Þeir boða einmitt þetta efni að jólin eru í nánd. — Hafið þið haldið þessutn sið þótt þið systur séuð giftar og með eigið heimili. Já, það hefur aðeins eitt ár fallið úr, þegar við vorum allar erlendis. En nú eru að bætast nýir liðsmenn í hópinn, ný kynslóð systrabarna minna. Þessi jólasöngvaferð er svo skemmtileg. Við hlökkum miklu meira til hennar og tónlistarhaldsins heima á jólum en til jólakrásanna og jólagjafanna. Það snýst svo mikil hugsun um að þetta sé vel undirbúið þegar að því kemur. Jólasiðir — Og svo koma jólin. Jólahald okkar hefur ákaflega fast hefðbundið form, og hefur verið svo siðan ég man eftir mér. Nýju börnin alast upp við það og þegar systir mín bjó í Svíþjóð sagði hún: „Okkur langar svo að koma heim, því að börnin okkar eiga að alast upp íslensk börn. Eitt af því sem gerir þau íslensk og gerir þau að okkar fjölskyldu, er hvernig við höldum jól“.

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.