Víðförli - 15.12.1990, Síða 6
Á síðari árum hafa bæst við eiginmenn og tengdaforeidrar og ný kynslóð barna
í hópinn sem syngur og spilar um jó/in á Hofteigi 48.
um. Að syngja með sínum börnum,
það er svo einfaldur hlutur. Það þarf
bara að vilja og hafa kjarkinn og
trúa því, að þetta sé manni sjálfum
til gleði og góðs.
Tónlistin er glæsilegasta jóla-
skrautið. Það þykir sjálfsagt að und-
irbúa jólin á allra handa máta. Því
ekki undirbúa jólatónlistina, sem er
ódýrasti, einfaldasti og einlægasti
mátinn.
Það er sífellt verið að auglýsa alls
konar þarfir og gerviþarfir fyrir jól-
in, við getum áreiðanlega átt Krist á
heimilinu um jólin, þótt teppin séu
ekki ný, jafnvel enn frekar ef við
syngjum hvert með öðru á gamla
teppinu. Við getum raulað með jóla-
söngvana í útvarpi og sjónvarpi, já
og svo eru aðventukvöldin í
kirkjunum.
Það þarf ekki að setja upp mikið
kerfi til þess að flytja músik inn í
jólahaldið. Það er bara að byrja.
Þáttur kirkjunnar
— Þú minntist á kirkjuna. Þá
væri gaman að heyra fráþér hvernig
kirkjan gæti komið til móts við
þessa þörf manneskjunnar og aukið
sönginn í jólahaldi hennar?
Kirkjan er oft svo fjarlæg venju-
legri manneskju, að hún þorir ekki
að taka undir. Því þarf kirkjan kjark
til þess að brúa þessa fjarlægð og
einstaklingurinn Iíka til þess að byrja
að syngja.
— Gœtu börnin orðið tengiliðir?
Er ekki auðveldara að fá þatt til að
syngja og foreldrar mundu kannski
fá kjark til að syngja með þeim í
kirkjunni?
Jú áreiðanlega, ef þau eru þá ekki
alveg að drukkna í því flóði tónlistar
þar sem einföld, eðlileg, jafnvel
gömul tónlist eins og jólatónlistin er,
þykir ekki nógu fín og poppuð.
Það glymur alls staðar í eyrum
þeirra þessi niðursoðna jólatónlist. í
kjörbúðum og fjölmiðlum, þar sem
sumir gimsteinar jólatónlistar fá
sömu umbúðir og slagararnir og allt
fer í eina bragðlausa súpu. Það barn
þarf að vera sterkt og hafa mikla trú
á að það sé að gera rétt, sem þorir að
rísa mót heilum skara af jafnöldr-
um, sem finnst stelpulegt og gamal-
dags að syngja svona jólalög, sem
séu aðeins fyrir kerlingar. Samt sem
áður hef ég þá trú, að það sé miklu
meira af vel með farinni músik og
svo mörgu fallegu í jólahaldi en við
gerum okkur grein fyrir.
— Setjum nú svo að kirkjan hafi
öðlast títt umtalaðan kjark og vilja
til að efla almennan jólasöng.
Hvaða leiðir telur þú vœnlegastar?
Mér er það í barnsminni, þegar
pabbi efndi í fyrsta sinn til svokall-
aðra jólasöngva í Gamla bíói þar
sem barnakór styrktur af fullorðnu
fólki ásamt hljóðfæraleikurum
kynnti áheyrendum þessa alþjóðlegu
jólasöngva. Pabbi hafði fengið texta
orta eða aðhæfða þessum þekktu al-
þjóðlegu jólalögum og kynnti þau
þarna í fyrsta sinni mörgum áheyr-
endum, sem allir tóku undir og
lærðu söngvana. Síðan færðist þetta
inn í kirkjurnar og varð fastur siður
margra um tíma a.m.k. hér í Reykja-
vík, að koma í kirkju á aðventunni
og æfa sig að syngja fyrir jólin.
Því ekki að eignast gleðina með
því að syngja saman.
— Eru ekki til sœmilegir textar
við þessa söngva?
Það er allmikið til af textum, að
vísu eiga þeir ekki allir erindi í
sálmabókina, enda miðaðir við
kröfu lagsins fyrst og fremst. En
góðir textar eru sífellt að líta dagsins
ijós.
En mér finnst eftirsjá að þessum
jólasöngæfingum i kirkjunum og
finnst að þar ætti að taka þær upp
aftur almennt. Svo eru aðventu-
kvöldin í kirkjunum líka vettvangur
til að iðka almennan söng. Ég kem á
mörg þeirra, þar sem Hamrahlíðar-
kórinn er iðulega beðinn að koma
þar fram. En mér finnst oft að það sé
of mikið prógram á aðventukvöld-
unum, en of lítil þátttaka kirkju-
gesta.
Nú er það auðvitað svo, að margt
af list og menningu er þess eðlis að
það skal borið á borð fyrir áhorfend-
ur eða áheyrendur til að njóta. En
annað hefur hins vegar það eðli að
þar geta fleiri verið þátttakendur og
mér finnst kirkjan einmitt vera slík
stofnun þar sem við getum gert ýmsa
hluti saman. Væru ekki aðventu-
kvöldin vettvangur fyrir miklu meiri
þátttöku kirkjugesta og kynningu á
nýjum og gömlum jólalögum? Og
hvers vegna ekki að fá tónskáldin
okkar til þess að semja ný lög, við
Kynslóðirnar syngja og leika jólasöngvana saman.
6