Víðförli - 15.12.1990, Page 11

Víðförli - 15.12.1990, Page 11
Hlutirnir hata tilhneigingu til þess að fara heldur vel — sagði gjarnan sá vitri maður prófessor Jóhann Hann- esson við nemendur sína. Hann hefði einmitt orðið áttræður 17. nóv- ember sl. og þess var fallega minnst. Mér kemur þetta oft í hug og það gerir mér gott, ekki síst á jólaföst- unni, þegar mannlífið virðist fara úr vissum skorðum við „undirbúning" jólanna og síbylja auglýsinga og jólaösin er að drekkja þjóðinni. Reyndar þekkja miðaldra íslending- ar og yngri vel verslunarumsvif á jólaföstunni. Þau hófust jafnskjótt og þjóðin fór að hafa svolítið fé handa á milli. Menn hafa alltaf viljað gera sér dagamun, og það veitir ekki af því í skammdeginu, og minna tilefni er nú til slíks en fæðing frelsarans. En umstangið og umbúðirnar verða því meiri sem efnahagurinn bætist og nú er svo komið að frá- sagnirnar um látlausu jólin við kertaljós undir súð heyra fremur til helgisagna jólanna en samtíma- reynslu. En hlutirnir hafa tilhneigingu til að fara heldur vel. Þrátt fyrir allt umstangið og yfirvinnuna eiga trú- lega flestir heldur góð og friðsæl jól hér á landi. Ég hef haldið jól á ýms- um stöðum í ýmsum löndum en þau voru sjaldnast eins gleðilcg eins og jólin heima meðal frændfólks og vina í kunnugu umhverfi. Svipað hef ég reyndar heyrt frá mörgum öðrum. Betri undirbúningur jóla Það er mikið ánægjuefni hversu undirbúningur jólanna í mörgum fjölskyldum er að batna, þeim fjölg- ar sem vilja undirbúa hinn andlega þátt jólanna ekki síður en ytra byrð- Ritstjóri ræðir málin Vil ég mitt hjartað vaggan sé... ið. Og það gefast æ fleiri tækifæri til þess. Aðventan eða jólafastan er orðin mikill starfstími í kirkjunni hérlend- is. Sívaxandi fjöldi sækir aðventu- kvöldin og aðventuguðsþjónusturn- ar sér til uppbyggingar. Söngur hefur blessunarlega aukist mjög á jólaföst- unni, enda fáanleg ýmis sönghefti með léttum jólalögum. Vaxandi tón- mennt í skólum og tónlistarskólum auðveldar mjög söng á heimilum. Það er trúlega fátt eins gott til undir- búnings jólum og reyndar einingar fjölskyldunnar eins og að syngja saman jólalögin. Það eru hljóm- burðartæki á mörgum heimilum og fylla umhverfið gleði, þegar þau Ieika jólalögin af plötum og snæld- um og því ekki taka undir, þegar ver- ið er að baka jólasmákökurnar eða skrifa á jólakortin. Þorgerður Ing- ólfsdóttir ræðir þetta skemmtilega í viðtali hér í blaðinu. Aöventusiðir á heimilum Ýmsir aðventusiðir hafa fest sig í sessi á heimilum. Víða eru aðventu- kransarnir og sumar fjölskyldur syngja saman þegar kveikt er á nýju kerti. Ljósin sjö í gluggunum sjást víða, þau eru runnin frá helgisög- unni um gluggaljósin sem vísuðu hinni heilögu fjölskyldu Ieið til fjár- hússins í Betlehem. Margar góðar frænkur bjóða börnum fjöl- skyldunnar að halda „litlu jólin“ einhvern tíma á jólaföstunni og njóta jólaföndurs, sagna og söngva. Og sérstaklega vil ég benda á þann fjársjóð gleði og uppbyggingar sem felst í samskiptum við aldrað fólk. Það er góður undirbúningur fyrir jólin að heyra frásagnir þeirra og njóta reynslu þeirra á jólaföstunni. Að opna hjarta sitt En allt þetta sem ég hef nefnt, að- ventusiðir og annað atferli á jóla- föstu er þó aðeins til stuðnings fyrir einstaklinginn að eignast gleðileg jól. Það hjálpar þér og mér í jóla- ösinni að ná áttum og greina hvar Jes- ús Kristur kemur til okkar. Því að hann hann vitjar okkar sem hinir minnstu bræður, nær og fjær, hann birtist okkur í orði fornar bókar sem sumir eru búnir að afskrit'a. En hann kemur og vill eiga stað hjá þér og mér. Þessu svaraði sr. Einar í Eydöl- um svo fallega í sálmi sinum um komu jólabarnsins: Þér gjöri eg ei rúm með grjót né tré gjarnan læt ég hitt í té, vil ég mitt hjartað vaggan sé vertu nú hér minn kœri. Það eru hin raunverulegu jól — að taka á móti Jesúbarninu í hjarta sér. Svo einfalt, eins og flest sem hefur mikið gildi. Allt annað er umbúðir jólanna. Inntak þeirra er, að hann er hér og vill verða okkur lifandi veru- leiki, hluti af innra og ytra lífi okkar. „Vil ég mitt hjartað vaggan sé... vertu nú hér minn kæri.“ Ef það gerist, verða gleðileg jól. Bernharður Guðmundsson 11 Bernharður Guðmundsson

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.