Víðförli - 15.12.1990, Page 12
Utgáfa og verslun í Kirkjuhvoli
Viðtal við Eddu Möller
framkvæmdastjóra Skálholtsútgáfunnar
og Kirkjuhússins
Kirkjuhúsið og Skálholtsútgáfan
sameinuð í nýju húsnæði
Forlag kirkjunnar, Skálholtsút-
gáfan var stofnað árið 1981, ári síðar
var Kirkjuhúsið keypt af kirkjuleg-
um aðilum með það í huga að
Kirkjuhúsið yrði þjónustumiðstöð
kirkjunnar og jafnframt forlags-
verslun Skálholtsútgáfunnar. Nú
hefur það gerst sem staðið hefur til í
mörg ár að þessar tvær sjálfseignar-
stofnanir hafa sameinast og hefur
hið nýja fyrirtæki flutt í Kirkjuhvol
við Kirkjutorg, gegnt Dómkirkjunni
og opnað þar fallega verslun og
skrifstofur. Það er mikill erill þar og
mikið að gera hjá starfsmönnum
Kirkjuhússins — Skálholtsútgáf-
unnar en þær eru: Laufey Geirlaugs-
dóttir, Geirlaug Ottósdóttir verslun-
arstjóri og Edda Möller. í tilefni
þessara tímamóta ræddi Víðförli við
framkvæmdarstjórann Eddu Möller.
— Þetta er sannarlega kirkjuleg
stofnun, Edda.
Já, hvernig sem við lítum á hana,
að utan sem innan. Við erum undir
einum hatti núna við þessa þjónustu
við söfnuðina. Við útvegum, gefum
út og dreifum fræðsluefni, seljum og
útvegum kirkjunni, bækur trúarlegs
eðlis og guðfræðirit. í sambýli við
okkur er skrifstofa Prestafélags ís-
lands þannig að á kaffistofunni hitt-
ast ýmsir starfsmenn kirkjunnar og
áhugafólk í kirkjulegu starfi og
miðla upplýsingum og hugmyndum.
Við stelpurnar sem hér vinnum
syngjum allar í kirkjukór og njótum
okkar í kirkjulegu starfi í okkar
kirkju. Okkur finnst það forréttindi
að fá að vinna að málefnum kirkj-
unnar í aðalstarfi og geta miðlað hér
reynslu okkar.
Við vinnum mikið með starfsfólki
fræðsludeildar kirkjunnar og hefur
það verið góð og gagnleg samvinna á
sviði útgáfu á fræðsluefni.
— Þessi samruni tveggja stofnana
gekk hratt fyrir sig?
Já, það var ljóst að úr þeim mætti
skapa öfluga þjónustumiðstöð
kirkjunnar. Það voru álagspunktar í
rekstri beggja stofnana á misjöfnum
tíma þannig að beggja hagur var að
samræma starfskrafta og hafa þjón-
ustu á einum stað. Ólafur biskup tók
af skarið með þetta, boðaði fund
fyrir tæpu ári, þá var vitað að báðar
stofnanir stóðu allvel fjárhagslega
og tíminn kominn til sameiningar.
Við unnum áætlun um sameiningu
og svo fór að Skálholtsútgáfan yfir-
tók rekstur Kirkjuhússins. I ágúst
fluttum við svo hingað í Kirkjuhvol
og reksturinn er kominn í fullan gang.
Þetta hefur verið mikil törn, flutn-
ingurinn, sameiningin, fræðsluefn-
isútgáfa haustsins og síðast en ekki
síst gáfum við út tvær nýjar bækur.
Önnur heitir „Jesús — maðurinn
sem breytti sögunni“ en hin heitir
„Til þín sem átt um sárt að binda“.
— Hvers vegna voru þessar tvær
bœkur valdar til útgáfu?
Það vantaði gott fræðsluefni fyrir
10—12 ára börn, sem einnig mætti
bjóða á almennum markaði. „Jesús
— maðurinn sem breytti sögunni"
fæst nú í öllum bókabúðum og hefur
fengið góðar viðtökur. Síðan höfum
við heyrt það frá prestum að það
vantaði sárlega efni til þess að gefa
12