Víðförli - 15.12.1990, Page 13
þeim sem syrgja, hafa orðið fyrir ein-
hverskonar missi, leiðsögn um stig
sorgarinnar. Sr. Karl Sigurbjörnsson
skrifaði bókina. Viðtökur eru hreint
frábærar. Jafnframt má geta þess að
leitað var til Björns Rúrikssonar
ljósmyndara um aðstoð við mynda-
val. Hann var svo hrifinn af texta og
viðfangsefni að hann lánaði myndir
sínar endurgjaldslaust.
— Á hvað viljið þið leggja áherslu
í Kirkjuhúsinu?
Við viljum að starfsfólk kirkjunn-
ar geti treyst því að það geti fengið
hjá okkur það sem þarf að vera fyrir
hendi í kirkjum og safnaðarheimil-
um, sem dæmi allar gerðir altaris-
kerta og messuskráa, kirkjumuni,
hökla og rykkilín, stólur, fræðslu-
efni og jafnvel gjafavöru og hvað-
eina annað sem það þarfnast.
Við viljum Iíka að fólk almennt
geti fundið hjá okkur gjafavöru sem
er vönduð og falleg. í tengslum við
skírnir eigum við ávallt skírnarkerti,
skírnarserviettur og skírnarkjóla og
í tengslum við fermingar erum við
með víðtæka pöntunarþjónustu við
landsbyggðina með sálmabækur og
gyllingu á þær, fermingarkerti og
servíettur með áletrun og margt
fleira. Þetta er þjónusta sem Kirkju-
húsið hefur innt af hendi í mörg ár
sem við göngum inn í og viljum bæta
sem kostur er.
Draumurinn er að geta komið upp
myndarlegu barnabókarhorni, það
verður gaman að spreyta sig á því.
— Hvernig líður ykkur í vinn-
unni?
Okkur finnst gaman í vinnunni,
við eigum einstaklega vel skap sam-
an allar þrjár. Reksturinn er fjöl-
breyttur og margt skemmtilegt sem
gerist er glima þarf við. Við höfum
hver sitt verksvið en göngum allar i
afgreiðsluna þegar mikið er að gera.
Hún situr i fyrirrúmi. Við settum
okkur eina reglu þegar við byrjuð-
um: Að veita góða og lipra þjónustu.
Það var líka það eina sem við kunn-
um í verslunarrekstri.
— Hverjir eru draumar ykkar um
framtíðarstarfið?
Eg held að við séum búnar að
koma rekstrinum á þann grunn sem
við viljum byggja á en nú er að ganga
að því með krafti að efla hann og
styrkja. Við viljum að Kirkjuhúsið
verði staður þar sem fólk leitar að
góðum hlutum en komi líka án er-
indis og finni þar eitthvað sem eflir
og bætir. Við þurfum að gefa út
fleiri bækur með leiðsögn á vegi trú-
arinnar, bæði fyrir leitandi fólk en
einnig til að næra trúarlíf kristins
fólks.
í þessu samfélagi fjölhyggjunnar
sem við lifum í og nýaldarhreyfingar
ná fótfestu þurfum við að geta boðið
upp á gott Iesefni.
Við viljum einnig geta gefið góða
mynd af kirkjunni hér í þjónustu-
miðstöðinni.
WtíUM
Nú fyrir jólin höfum við á boð-
stólnum sitthvað til jólagjafa, en það
eru gripir sem fela í sér gildi og gætu
eflt hið trúarlega með fólki. Við
flytjum inn fjölbreytt úrval kerta-
stjaka og vönduð kerti, veggkrossa
af ýntsum stærðum óg gerðum og
helgimyndir, IKONA frá Cirikk-
landi.
Við viljum koma fram við við-
skiptavinina þannig að þeir skynji
það samfélag sem felst í því að við er-
um öll Guðs börn. Við vonum líka
að fólk finni að það er velkomið
hingað í Kirkjuhúsið — þjónustu-
miðstöð kirkjunnar.
13