Víðförli - 15.12.1990, Page 14
Vidtal viö Kjell Holm
Fyrr á þessu ári þinguðu forystumenn norrænu prestafélaganna
hérlendis. Víðförli spurði formann danska prestafélagsins fregna um
kjör presta í landi þeirra
Hvað er í fréttum
— frá Dönum...
Það eru miklar breytingar í
dönsku kirkjunni sem annars staðar.
Þar fer að sjálfsögðu fram kjara-
barátta en hún beinist ekki aðallega
að hærri launum heldur að meiri og
betri frítíma. Það er ekki alltaf auð-
velt að finna starf fyrir maka prests-
ins, þar sem hann nýtur sín. Reyndar
eru prestar í hraðvaxandi mæli giftir
innbyrðis, þannig er ástatt um 100
hjón. Tveir þriðju guðfræðinema eru
konur og þær eru líka meirihluti
þeirra er vígjast.
Mjög oft eru slík prestahjón með
I/2 stöðu. Konan er í hálfu starfi
sem aðstoðarprestur þegar börnin
eru lítil en dæmið snýst oft við þegar
börn komast á táningaaldur, þá fer
faðirinn gjarnan í hálft starf. En það
er erfitt að samhæfa sumarleyfi og
helgarfri við þessar aðstæður.
Hverskonar embœtti eru eftirsótt
meðai presta?
Það vilja margir þjóna prestakalli
með um 2000 manns, ekki langt frá
einhverri stóru borginni þar sem
kirkjuleg hefð er lifandi og virk.
Hvernig er menntun presta
háttað?
Háskólanámið er 5 ár og síðan
fjögurra mánaða starfsþjálfun áður
en þeir fá vígslu. Fyrstu fjögur árin
í starfi verða þeir að sækja vikulangt
námskeið hvert ár til að byggja sig
upp og efla í starfi. Mikil áhersla er
á símenntun enda sérstök stofnun
Præstehojskolen sem annast það.
Sérhæfing verður æ meiri innan
hins kennimannlega starfs, og það
eykur starfsgleðina. Metnaðurinn
beinist í auknum mæli að því að
kunna vel sitt fag sem prestar og
njóta þess. Það er t.d. vaxandi hópur
presta sem vill ekki verða prófastar,
sem er stjórnunarstaða í Danmörku
heldur sinna prestsþjónustu ein-
göngu.
Hvernig eru húsnæðismál
danskra presta?
Yfirleitt ágæt. Almennt hafa
prestar skrifstofur sínar heima.
Söfnuður borgar fyrir hita, ljós og
innbú þar, þótt skrifstofa sé líka i
safnaðarheimili. Það er viðurkennt
að lestur og vinna prestsins heima er
hluti af starfi hans.
Litið er svo á að 25% af tíma
prests eigi að vera til lesturs og náms,
en 75% til almennrar prestsþjón-
ustu.
Hvað tekur mestan tíma í starfi
hins dæmigerða danska prests?
Ætli það séu ekki skírnarheim-
sóknirnar. Viku fyrir skírn eða svo,
heimsækir prestur heimili barnsins
að kvöldi til. Með þessari tímasetn-
ingu viljum við tvennt, hitta sem
flesta úr fjölskyldunni og vinna gegn
þeirri mynd að prestur sé 9-5 starfs-
maður. Þessar heimsóknir eða hús-
vitjanir verða oft mjög mikilvægur
þáttur í uppbyggingu safnaðarins.
Tvímenningsprestaköll eru ekki
óalgeng í Danmörku, hvernig er
starf prestanna þar skipulagt?
Þeir skipta vöktum. Sá sem
messar á sunnudegi, á bakvakt alla
þá viku vegna aukaverka. En
auðvitað skapast þarna vandi, menn
sækja stundum meira til annars
prestsins, þótt vaktir séu skipulagð-
ar. Annir eru visst stöðutákn fyrir
prest. Allir prestar vilja vera mikið
notaðir. Þess vegna hafa menn
stundum skipt prestaköllum land-
fræðilega.
Hvernig er embættaveitingum
háttað?
Prestakall er auglýst og umsóknir
berast. Sóknarnefnd velur 3-5 um-
sækjendur og býður þeim að koma
til viðtals og flytja messu. Þeir eiga
fund með biskupi og kjörmönnum,
sem síðar greiða atkvæði. Ef um-
sækjandi fær 2A atkvæða er
ráðherra bundinn að veita honum
embætti.
Eru Danir áhugasamir um
kirkjumál?
Ekki sem skyldi, enda stendur
kirkjan sig ekki nógu vel. Það er
hluti af vandamálinu. Lífsstíll okkar
gerir menninguna yfirborðskennda,
enda sjaldan spurt hinna afgerandi
spurninga um líf og dauða. Hlutverk
presta er ekki síst að hjálpa fólki að
gera sér grein fyrir, og orða, þau
vandamál sem steðja að okkur sam-
eiginlega. En þá verða þeir að vera
kunnugir lífi samtímans, hvað er efst
á baugi í umræðunni í listinni, ásamt
því auðvitað að vera vel að sér í
biblíunni.
Til þess að skilja kristindóminn,
sagði Grundtvig, verða menn að
14