Víðförli - 15.12.1990, Side 16

Víðförli - 15.12.1990, Side 16
Hjörtur Magni Jóhannsson Gáskinn og sorgin Prestur í hversdagsönn Sagt er að prestur upplifi í starfi sínu jafnt gleði sem sorg. Skal hér greint frá tvennu í hversdagsönn prests sem annarsvegar vekur gleði og gáska, en hinsvegar alvöru og sorg. Vordagar I maí síðastliðnum, vikunni fyrir hvítasunnu nánar tiltekið, var ákveð- ið að halda „vordaga“ meðal barna í Útskálaprestakalli á Suðurnesjum. Framkvæmd vordaganna tókst sér- lega vel í alla staði og voru börn, for- eldrar þeirra, kennarar og allir aðstandendur mjög ánægðir með út- komuna. Því er ástæða til að gera hér örlitla grein fyrir framkvæmd vor- daganna ef einhverjir lesendur Víð- förla vildu nýta sér hugmyndina í sínum sóknum. Vordagarnir voru starfs- og fræðsludagar, þar sem yfirskriftin var „Tengsl skapara og sköpunar", og fjallað var um nánasta umhverfi, dýralíf, ábyrgð okkar í sköpuninni og náttúruvernd almennt í því samhengi. Það er alkunna að þegar skólum lýkur á vorin þá verður oft hlé hjá börnum og unglingum, áður en þau fara í vinnu, sveit eða í ferðalög með fjölskyldum sínum. Hugmyndin var að nýta þann tíma, í eina viku, að loknum skóla. Að þá yrði staðið fyr- ir kirkjulegu starfi, hvern dag þar sem fram færi trúarleg uppfræðsla jafnhliða leik og starfi barnanna. Við unnum með börnum á aldrin- um 6-9 ára. Helsti vandi okkar sem að þessu stóðu, var sá fjöldi barna sem þyrsti í að taka þátt. Hópurinn óx dag frá degi og að lokum var fjöldinn orðinn allt of mikill, en þó tókst að lokum á farsælan hátt að vinna úr þeim vanda. Niðurstaðan varð sú að hópnum var skipt í tvennt, þ.e.a.s. eldri hóp og yngri hóp, og annarsvegar var fræðsla innanhúss i skóla í u.þ.b. tvær stundir, og hinsvegar var sam- tímis, útivist með vettvangskönnun, leikjum og íþróttum. Síðan var skipt um vistarverur. I Sandgerði var komið saman fyrir hádegi en þar mættu um 80 börn þegar flest var en í Garði var starfað eftir hádegi og fjöldinn þar var um 70-80 börn. Á miövikudeginum var farið í kirkju og fjöruferð Börn í Hvalsnessókn áttu sína morgun-helgistund i Hvalsnes- kirkju. Síðan var farið út í kirkju- garð þar sem spurt var um eilífðarmálin af barnslegri hrein- skilni. Þá var sóknarnefndarmaður- inn Sigurbjörn Stefánsson á Nesjum heimsóttur. Girti hann af reit á túni sínu þar sem hann hafði nokkra kálfa börnunum til sýnis. Var sú heimsókn vel lukkuð og erum við Sigurbirni þakklát fyrir. Að loknu kaffi var farið í fjöru þar sem hópur- inn tvístraðist, sumir leituðu skelja og kuðunga í listaverk sín sem sýnd voru í guðsþjónustunni á hvíta- sunnudag, aðrir söfnuðu sandi og enn aðrir fóru í sjóinn og komu blautir heim. Börn í Útskálasókn komu saman að Útskálum að Ioknum skólaslitum Gerðaskóla en þau fóru fram í kirkj- unni. Að lokinni helgistund í kirkju var gengið þaðan torfæra leið með ströndinni út á Garðskagatá þar sem hún Sylvía sóknarnefndarkona beið okkar með svalandi drykki. Á föstudegi voru stofnanir heimsóttar I Sandgerði var fiskverkunarhús Jóns Erlingssonar heimsótt. Þangað komum við í kaffitímanum þegar starfsfólk var úti við í sólinni. Börn- in sungu trúar- og sköpunarsöngva fyrir starfsfólkið við góðar undir- tektir og ekki spillti það fyrir að í lokin bauð verkstjórinn af miklum myndarskap öllum upp á svaladrykk 16

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.