Víðförli - 15.12.1990, Page 17
Sr. Hjörtur Magni rabbar við hópinn sinn.
og súkkulaði. Og var það vel þegið
og þakkað af unga fólkinu.
Aldraða fólkið á Garðvangi í
Garði var heimsótt í Útskálasókn.
Börnin sungu sumar- og sköpunar-
söngva, lásu úr ritningunni og fluttu
bænir. Líkaði vistfólki vel við gesti
sína og þeirra framlag. Einnig þar
var öllum boðin hressing i lokin og
var hún vel þegin.
Hápunktur vordaganna
voru hvítasunnuguös-
þjónusturnar
Var þar um einskonar „Smiðju-
guðsþjónustur“ að ræða, þar sem
börnin báru fram afrakstur vinnu
sinnar, í söng, á myndrænan hátt,
með ritningarlestri og bænargjörð.
Má vissulega segja að báðar kirkjur
Hvalsnes og Útskála hafi verið þétt
setnar og vel hafi tekist til í alla staði.
Óhætt er að segja að niðurstaða
allra þeirra sem að framkvæmd þess-
ari stóðu, sé sú að vel hafi til tekist.
Börnin sýndu mikinn áhuga, þau
virtust meðtaka fræðsluna opnum
huga og nutu trúarsamfélagsins, þau
voru skapandi í starfi sínu og auðug
að hugmyndum. Vordagarnir efldu
tengsl kirkjunnar við ýmsar helstu
stofnanir samfélagsins svo sem
skóla, frystihús og dvalarheimili
aldraðra. Þetta var því eins og nú er
gjarnan sagt, mjög gott mál, sem
verður endurtekið næsta vor.
í starfi sínu kemur presturinn
einnig inn á þau svið þar sem alvara
lífsins blasir við, þ.e.a.s. þegar fólk
verður fyrir áföllum og tekist er á við
sorgina. Bölið og sorgin er nokkuð
sem allir upplifa fyrr eða síðar á lífs-
leiðinni, sorgin gleymir engum.
Sorgarstundir
Bjarmi, samtök um sorg og sorg-
arviðbrögð hafa starfað um nokkurt
skeið á Suðurnesjum. Þörfin fyrir
samtök sem hafa það að markmiði
að styðja syrgjendur og þá sem vinna
að velferð syrgjenda er mikil. Al-
menn þátttaka í því sem boðið er
uppá á vegum Bjarma, hefur marg-
sinnis staðfest mikilvægi og tilveru-
rétt samtakanna.
Nú þegar þessar Iínur eru ritaðar
er nýlokið opnum fundi sem við
héldum hér í Útskálakirkju á vegum
Bjarma. Var þar fjallað um hið
vandmeðfarna efni „Sjálfsvíg og
sorg“. Sr. Ólafur Oddur Jónsson
flutti erindi og Ólöf Helga Þór fé-
lagsráðgjafi og formaður sorgar-
samtaka í Reykjavík tók einnig til
máls. Síðan voru athyglisverðar um-
ræður yfir kaffibolla hér í Útskála-
húsinu en fundurinn var vel sóttur. í
lokin var bæna- og kyrrðarstund í
kirkjunni.
Á leið til kirkju og fræða.
Slíkir fundir eru haldnir mánaðar-
lega þar sem fjallað er um ýmislegt
það sem tengist sorginni og sorgar-
ferlum.
Hér má einnig nefna „Nærhópa“
sem hafa verið og eru starfræktir á
vegum Bjarma og eru þeir nokkuð
séreinkennandi í starfsemi samtak-
anna. Er unnið saman i nokkrar vik-
ur í trúnaðarhópi þar sem fjallað er
um sorgina, sorgarferilinn og það
hvernig best er að takast á við sorg-
ina. Hefur slík hópvinna gefist mjög
vel og margir komið út sterkari eftir
slikar samverur og jafnvel tilbúnir til
að styrkja aðra í sinni sorg og miðla
þannig af reynslu sinni.
Og nú er aðventan og ljósahátíðin
framundan. Á þeim tíma er mikil-
vægt að sinna syrgjendum. Þá leita
minningar á hugann og tómleiki og
söknuður gera vart við sig, andstætt
þeirri gleði sem aðrir upplifa. Því
boðar Bjarmi til fundar á aðvent-
unni þann 5. des i Útskálakirkju.
Þar mun Þröstur Steinþórsson prest-
ur í söfnuði Aðventista og einn helsti
hvatamaður að stofnun Bjarma á
Suðurnesjum, fjallaumefnið „jólin,
trúin og sorgin“. Gott er að koma
saman á aðventunni og eiga saman
friðsæla kvöldstund og hugleiða
boðskap jólanna og það erindi sem
hann á við syrgjendur.
Hef ég hér nefnt tvennt úr hvers-
dagsönn prests sem er hvort tveggja
í senn krefjandi og gefandi. Annars-
vegar er gleði og gáski og hinsvegar
alvara og sorg. Þegar ég hugleiði
þetta tvennt svona samhliða, hvarfl-
ar það að mér að, stundum a.m.k.
finnst mér það forréttindi að fá að
vera prestur.
Kær kveðja,
Hjörtur Magni Jóhannsson,
sóknarprestur í
Útskálaprestalli
17