Víðförli - 15.12.1990, Qupperneq 18

Víðförli - 15.12.1990, Qupperneq 18
Ragnheiður Sverrisdóttir frá Æskulýðssambandi kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi... ÆSKR Unglingar, nema hvad? i „Mér finnst vera litið á unglinga í dag eins og síðustu sort, sko það eru unglingarnir sem enginn vill hafa eins og börnin þarna í dæmisögunni þar sem Jesús bannaði lærisveinum að reka börnin burt,“ sagði Ester i HLH sem er Æskulýðsfélag Há- teigskirkju í Reykjavík á Landsmóti Æskulýðsfélaga í september síðast- liðnum. Ég reyndi að fá Ester og hina í hópnum hennar um Lúkasarguð- spjall til að ræða um þessa fullyrð- ingu hennar nánar og úr þeim umræðum kom sú niðurstaða að unglingar væru oft litnir hornauga, fengju hvergi að vera og væru bara fyrir. Fordómar væru miklir og „stundum er eins og fólk forðist mann eins og maður sé eitthvað hættulegur!“ Umhverfi unglinga í dag er ekki alltaf eins og þeir kjósa sér. Og stundum er spurt ..EN HVAÐ GER- IR KIRKJAN?... Ja, kirkjan er með guðsþjónustur á sunnudögum (— þá sofa nú allir unglingar —) svo er nú boðið í kirkjukaffi stundum (— unglingar drekka ekki kaffi —). Nei, ég er ekki að gera grín en stundum verður okkur svara fátt þegar spurt er hvað kirkjan geri fyrir ungling- ana. Þó segi ég stundum í gamni að unglingar séu sér þjóðflokkur. Þá á ég við að þeir hafi sér þarfir eða öðruvísi þarfir en börn og fullorðnir. En þetta er alveg yndislegt fólk! Það er bara dálítið sjálfstætt og vill alls ekki alltaf gera hlutina eins og aðrir vilja. Ég tel að gildi æskulýðsstarfs felist meðal annars í því að ungling- arnir fái að gera hlutina sjálfir og hafi eitthvað um þá að segja og beri hæfilega ábyrgð. Þeir ráða nú ekki alveg öllu en ef starfið á að ganga vel verða Ieiðtogar að hlusta á unglingana og taka mark á þeim. II Það eru starfandi 11 æskulýðsfé- Iög í Reykjavíkurprófastsdæmi sem hafa fundi einu sinni í viku. Félögin eru mjög ung eða aðeins eins til tveggja ára og tvö voru stofnuð nú á haustdögum 1990. Önnur eiga sér lengri hefð eins og æskulýðsfélagið í Laugarneskirkju. Á fundum er oft sungið við gítarundirleik úr söng- bókinni í Líf og Leik eða söngvum brugðið upp á glæru. Fundarefni er mjög fjölbreytt. Stundum er það fræðandi og þá gjarnan um málefni sem unglingun- um er hugleikið eins og að vera ást- fangin(n), að vera unglingur, hvað segir Biblían okkur? Leikir, grín og glens eru heldur aldrei langt undan þegar æskulýðs- félög eru annars vegar. Enginn fund- ur er haldinn án þess að á honum sé helgistund og þá stund virða allir — eða læra alla vega að virða hana því þar eiga engin fíflalæti heima. Við sem vinnum með unglingunum erum oft hissa á því hvað vel gengur að fá ró til að tala um Guðsorð. Unglingar eru ekki alltaf með læti en það þarf að aðstoða þá við að búa til umhverfi til að ná næði. Á helgistundum eru 18

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.