Víðförli - 15.12.1990, Blaðsíða 23

Víðförli - 15.12.1990, Blaðsíða 23
Hugleiðing um samþykkt Kirkjuþings: Um vinasöfnuði þjóðkirkjunnar Samþykkt síðasta Kirkjuþings um hugsanlega vinasöfnuði felur í sér tilmæli „til safnaða þjóðkirkjunnar, að þeir, hver og einn eða í samvinnu við aðra, beiti sér fyrir því að eignast vinasöfnuði í þeim heimshlutum þar sem fátækt er mikil“ eins og segir orðrétt í tillögunni. Tilgangurinn með vinasöfnuði er að kynnast kjörum annarra og að- stæðum, sem eru gjörólíkar okkar og fá e.t.v. tækifæri til að rétta fram hjálparhönd með einhverjum hætti. Við skulum strax gera okkur grein fyrir því að þetta starf þarf ekki og á ekki að hefjast með neinum látum. Heillavænlegra er að byrja smátt og láta reynsluna tala. Við skulum heldur ekki láta tungumálaerfið- leika vaxa okkur í augum, fátækt fólk spyr ekki um málakunnáttu. Það þarfnast skilnings, vináttu, aðstoðar. Hvernig er best að hefja þetta starf? Samkvæmt tillögunni mun Kirkjuráð siðar kynna öllum söfn- uðum málið. Sé áhugi fyrir hendi sýnist mér að gangur málsins gæti orðið sá, að sóknarnefnd eða safnaðarfundur Islendingar eru í eðli sínu hjálp- söm þjóð og úrræðagóðir, þegar mikið á reynir. Eigi að síður höfum við ekki Iagt fram okkar skerf til þróunaraðstoðarinnar á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Gæti ekki að- stoð við vinasöfnuði jafnað ofurlítið þann halla í næstu framtíð? Ég trúi því, að fjölmargir einstaklingar í söfnuðum landsins hafi áhuga á þessu máli og vilji leggja hönd á plóginn. Við þurfum að undirbúa málið vel og finna því réttan farveg, svo að hægt sé að hefjast handa. Þegar fram liða stundir getur svona starfsemi þróast í fleiri áttir en til beinnar þátttöku í hjálparstarfi. Hjálparstarf getur falist í fleiru en matar-, lyfja- og fatasendingum, þótt það sé mikilvægt þurfandi fólki. Hlýhugur, vinátta, fyrirbænir og gagnkvæm kynni og heimsóknir eru Iíka mikils virði. íslendingar ferðast mikið. Vel sé ég fyrir mér, að ein- hverjir úr heimasöfnuðum gætu not- að sumarleyfið til að heimsækja vinasöfnuð. Rætt yrði við fólkið, kjörum þess kynnst og myndir tekn- ar. „Sjón er sögu ríkari.“ Síðan kæmu fulltrúar vinasafnaðarins í heimsókn til okkar til að kynnast líf- inu hér af eigin raun. Kannski eina tækifærið í lífinu fyrir þetta fólk til að hleypa heimdraganum. Eigum við ekki að athuga þetta mál í fullri alvöru? Með bestu kveðju. Guðmundur Magnússon tilnefni 3 eða 5 menn í undirbúnings- nefnd, sem hefði það hlutverk að kynna sér málið vandlega og gera til- lögur um framkvæmd og framtíðar- markmið. í þessu sambandi skal á það bent að Biskupsembættið mun veita „þeim söfnuðum er þess óska, upp- Iýsingar og aðstoð til að hefja þetta starf“. Það færi vel á því einmitt nú að hugleiða þetta mál vel og vandlega, þegar þjóðkirkjan hefur ákveðið, að eitt meginverkefni hennar næsta ára- tuginn skuli vera safnaðaruppbygg- ing. I því felst mikið og margþætt starf. Guðmundur Magnússon, Reyðar- firði erfrœðslustjóri Austurlands og var kjörinn í kirkjuráð í haust. 23 Guðmundur Magnússon

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.