Víðförli - 15.12.1990, Síða 25
Fréttabréf frá
Löngumýrarskóla
Þegar á að segja fréttir héðan frá
Löngumýri fer mér eins og skáldinu
að ég segi: „Hvar skal byrja, hvar
skal standa?“ Hann þurfti að sjá yfir
gjörvallan Skagafjörð og honum var
bent á Tindastól sem hentugan út-
sýnisstað. En ég ætti að geta staðið
hér heima og gengið um. Er ég lít til
baka til sl. árs renna atburðirnir hjá
sem árstraumur. Ef vel er að gáð má
greina breytingar á straumfallinu,
eitthvað sem sker sig úr. En kannski
er rétt að geyma það, en greina frá
hinum jafna stöðuga straumi sem
mest fer fyrir. Eins og flestum er
kunnugt er Löngumýrarskóli eign
Þjóðkirkju íslands frá 1962. Hér var
þá rekinn hússtjórnarskóli og var
svo til ársins 1977. Og ennþá fer t'ram
heimilisfræðikennsla fyrir nemend-
ur grunnskólans í Varmahlíð allt
skólaárið.
500 fermingarbörn
Síðastliðin ár hafa verið haldin
fermingarnámskeið sem eru opin
öllum börnum á Norðurlandi. I
fyrra komu 12 hópar eða öll börn úr
Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyja-
fjarðarsýslu auk nokkurra úr Þing-
eyjarsýslu og þau lengst að komnu
alla leið frá Bakkafirði en þangað
eru líklega um 500 km. Samtals tæp-
lega 500 börn. Með þeim í för voru
prestar þeirra og á staðnum var sr.
Gísli Gunnarsson í Glaumbæ sem
var öllum hópum til aðstoðar í
fræðslu og leik. Ég tel þessi nám-
skeið geta verið mjög gagnleg og
stuðla að nánara sambandi barn-
anna við fræðara sinn og kirkjuna.
í 14. sinn orlofsdvöl
í þriðja lagi má nefna sumarstarf-
ið sem er kannski þungamiðja starf-
seminnar á Löngumýri, en þar á ég
við orlofsdvalir fyrir aldraða sem
eru allt sumarið. Þær hófust 1973 og
eru að því er virðist sívinsælar.
Meirihluti fólksins kemur úr þétt-
býlisstöðum á suðvesturhorninu en
einnig er nokkuð hér af norðurland-
inu. Margir koma aftur og aftur og
ég spurði eina konu Þorbjörgu Jóns-
dóttur úr Reykjavík: „Hvað ert þú
búin að koma oft Tobba mín?“ og
hún svaraði að bragði: „Þetta er nú
14. skiptið“. En sennilega á hún líka
metið. Hér dvelja menn við hvíld,
samveru, ferðalög, skemmtan og
helgihald. Á hverju sumri hafa dval-
ið u.þ.b. 200-230 manns. Þá hafa
einnig hópar eldri borgara frá Dan-
mörku sótt okkur heim sl. 4 ár. Fyrst
dvelja þeir í Skálholtsskóla en koma
síðan að Löngumýri. Myndast hefur
ágæt samvinna milli skólanna um
þetta.
Fundir og heitur pottur
Þá er að geta þess sem sérlega sker
sig úr. Við urðunt þeirrar ánægju að-
njótandi að hýsa Leikmannastefnu
Þjóðkirkjunnar sl. vor. Að mörgu
leyti var það ekki svo einfalt. Endur-
bætur hafa farið fram á húsnæði
skólans sl. 3 ár. Og síðari hluta vetrar
stóðu yfir viðgerðir og var eldhúsið í
þessum áfanga. Varð því að notast
við eina eldavél og vask, staðsett í
geymslu. En allt tókst vel, því ráð-
stefnugestir lögðu góðviljann til.
M.a. þurfti að nota borðstofu sem
fundarsal. Sl. haust er haldin var
fjölmenn norræn ráðstefna „Nor-
disk religionspedagogisk konfer-
anse“ voru sömu annmarkar
varðandi fundarsalinn. En allt leyst-
ist það mjög vel. Þessi norræna ráð-
stefna var sérlega skemmtileg. Þar
sem gistiplássið hér er aðeins fyrir
um 40 manns þurftum við að leigja
húsnæði fyrir flesta Islendingana á
bændagistingunni í Lauftúni, sem er
næsti bær við Löngumýri. Þátttak-
endur voru mjög ánægðir svo sem
hefur komið fram í kveðjum frá
þeim. Fegurð umhverfisins og heiti
potturinn hefur mikið að segja. Fjöl-
mennt kristniboðsmót er haldið á
Löngumýri í júlí ár hvert. Koma þá
oft um 100 manns. Unga fólkið gistir
í tjöldum í garðinum. Þessi mót hafa
verið sl. 10 ár.
Og hestamenn líka
SI. sumar var haldið á Vindheima-
melum í Skagafirði Landsmót hesta-
manna. Þurfti þá allt tiltækt
gistipláss, og Langamýri var pöntuð
með 2. ára fyrirvara. Hér gistu ýmsir
starfsmenn meðan á mótinu stóð og
féll sá heiður okkur í skaut að taka á
móti forseta íslands, frú Vigdísi
Finnbogadóttur og standa fyrir
veislu þeirri sem hestamenn héldu
henni, allt gekk það vel þótt ekki
værum við sem ábyrgðina bárurn
með öllu laus við kvíða.
Konur aö störfum og kórar
við söng
Skólinn á frá gamalli tíð tæki til
bókbands og vefnaðar og eru því
námskeið í þessum greinum að vetr-
25