Víðförli - 15.12.1990, Síða 26

Víðförli - 15.12.1990, Síða 26
inum. Þau eru aðallega sótt af heimamönnum en þó má geta þess að tryggustu þátttakendurnir á bók- bandsnámskeiði koma alla leið úr Húnavatnssýslu. Auk Lionsklúbbs- ins hafa kvenfélögin í Skagafirði átt innhlaup á Löngumýri með nám- skeið og fundi. Og vinnuvaka kven- félaganna er fastur liður. Þá koma konur á föstudagskvöldi og dvelja til sunnudags við gerð ýmissa muna sem svo eru seldir á basar á sunnu- daginn. Þá er einnig kaffisala. Ágóðinn rennur yfirleitt til líknar- mála. Þetta hefur viðhaldist hér allar götur frá því er vinnuvaka var á dag- skrá þegar safnað var til húss Krabbameinsfélags íslands við Skógarhlíð í Reykjavík. Já, það er oftast glatt á hjalla á Löngumýri. Söngmálastjóri kom að vanda og æfði kirkjukóra og organista í Skagafirði. Og Haukur er svo vin- sæll að kórar koma alla leið úr Vest- ur-Húnavatnssýslu til að hitta hann. Auk þess sem nefnt hefur verið er fjöldi hópa sem hefur komið til gist- ingar og annarrar aðhlynningar, bæði kórar og kirkjukvenfélög að sunnan, ásamt fleiri félagasamtök- um. Mér sem þessar línur rita finnst þetta fjölbreytt og harla skemmti- legt. Við horfum björtum augum til framtíðar. Guð sem vakir yfir oss hefur veitt ríkulega blessun. Bestu kveðjur. Margrét Jónsdóttir Margrét Jónsdóttir er forstöðu- maður á Löngumýri. Barnahornið — Segðu jólasöguna og litaðu myndina Hér er teikning úr jólasögunni. Það er gaman að segja frá því sem gerðist, kannski skrifa söguna á sér- stakt blað. Til þess að myndin verði fallegri, ætti að Iita hana. Ef krakkarnir eru ekki alveg vissir á jólasögunni, geta þau beðið pabba eða mömmu, kannski afa eða ömmu að hjálpa sér. Og til þess að vita ná- kvæmlega hvernig jólasagan er, er hægt að fletta upp í Biblíunni og lesa hana þar. Þá finnur maður Lúkasar- guðspjall í Nýjatestamentinu, flettir upp á öðrum kafla og þar byrjar jólasagan í fyrsta versinu sem svo er kallað, fyrstu setningunni en hún er merkt með tölustafnum 1 og kallast þessvegna fyrsta vers og svo kemur annað vers. Þar er talan 2 o.s.frv. Það væri gaman ef þið senduð Víðförla jólasögurnar ykkar. Besta sagan fær verðlaun. Skrifið utan á bréfið: Víðförli, Biskupsstofu, Suður- götu 22, 150 Reykjavík. Merkt: Barnahornið. 26

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.