Víðförli - 15.12.1990, Blaðsíða 30

Víðförli - 15.12.1990, Blaðsíða 30
Fréttir Nýtt Kirkjuráð Kirkjuþing 1990 kaus nýtt Kirkju- ráð sem starfar til jafnlengdar Kirkjuþingi eða næstu fjögur árin. í Kirkjuráði voru kjörnir: Guð- mundur Magnússon, fræðslustjóri Reyðarfirði, Gunnlaugur Finnsson á Hvilft í Önundarfirði, sr. Hreinn Hjartarson, Reykjavik, sr. Jón Ein- arsson, prófastur Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Varamenn presta: 1. sr. Þórhallur Höskuldsson, Akureyri, 2. sr. Sigur- jón Einarsson, Kirkjubæjarklaustri. Varamenn leikmanna: 1. Margrét Jónsdóttir, Löngumýri í Skagafirði, 2. Hólmfríður Pétursdóttir, Reykja- vík. Stóraukinn áhugi skólans Fyrir sjö árum efndi Námsgagna- stofnun til námskeiðs rétt fyrir að- ventu undir yfirskriftinni Annarskonar jól. Þar fjölluðu nám- stjórinn í tónmennt og námsstjórinn í kristnum fræðum um verkefnið, hvernig nemendur gætu undirbúið sig undir jólin þannig að þau yrðu annarskonar en þau sem einkennast af áti, gjafaflóði og eyðslu. Kenndir voru margs konar jólasöngvar, sögur leikir og föndur sem skyldi undirbúa fólk til að eiga falleg jól. Þátttakend- ur voru fjórir. Nú í nóvemberlok var haldið svip- að námskeið á sama stað með sams- konar markmiði. Þátttakendur voru nær 130. Nýr Skírnir fjallar um dauðann, kristna trú og fræðin góð Ástæða er til að vekja athygli á nýjum Skírni, 164. árg. Þar er m.a. fjallað um dauðann eins og hann birtist í bókmenntum, sögunni og samtíma. Meðal höfunda eru Vil- hjálmur Árnason siðfræðingur, Sig- urður Árnason krabbameinslæknir, Margrét Eggertsdóttir og Matthías Viðar Sæmundsson bókmennta- fræðingar. Þorsteinn Gylfason fjallar um kristna trú, Sigmundur Guðbjarnar- son og Hjörleifur Guttormsson um ísland og EB, Páll Skúlason og Þórir Kr. Þórðarson ræða um mannvísindi og rithöfunda. Fjöldi annarra höf- unda vekur lesendur þessa Skírnis- heftis til umhugsunar. Hagþenkir verðlaunar CREDO Undanfarin ár hefur Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslu- gagna veitt viðurkenningu fyrir vel unnin fræðistörf. Viðurkenningarráð Hagþenkis hefur nýverið mælt með þvi að í ár hljóti dr. Einar Sigurbjörnsson þessa viðurkenningu fyrir fræðiritið Credo, Kristin trúfræði (útgefandi er Háskólaútgáfan — Guðfræðistofn- un, 1989). Viðurkenningin er kr. 150.000, Viðurkenningarráð Hagþenkis skipa þau Guðmundur Arnlaugs- son, Mjöll Snæsdóttir, Páll Skúla- son, Sigrún Klara Hannesdóttir og Sigurður Blöndal. Ferð á þýsku kirkjudagana næsta vor Þýsku kirkjudagarnir verða haldnir í 24. sinn dagana 5.— 9. júní 1991. Aðsetur þeirra verður í Ruhr héraðinu, aðallega í borgunum Es- sen, Bochum og Dortmund. Dag- skráin er að vanda afar fjölbreytt enda skipta þátttakendur tugum þúsunda. Þjóðverjar vilja gjarnan fá gesti frá kirkjum annarra landa, 3000 erlendir gestir voru á síðustu kirkjudögum sem haldnir voru í Berlín 1989, en heildar þátttaka var þá 150.000 manns. Þjóðverjar bjóða upp á ýmiskonar fyrirgreiðslu, t.d. útvegun húsnæðis fyrir gesti á kirkju- dögum. Fræðsludeild Biskupsstofu veitir nánari upplýsingar. Samstarf Kirkjuráðs og þingflokka Samstarfsnefnd Alþingis og þjóð- kirkjunnar sem skipuð er fulltrúum þingflokkanna og kirkjuráðsmönn- um kemur saman reglubundið undir forsæti biskups og forseta samein- aðs þings til skiptis. Að loknu Kirkjuþingi var haldinn fundur í nefndinni og þau mál Kirkjuþings kynnt sem helst koma til aðgerða Alþingis. Kirkjuráð kynnti skipulag og framkvæmdaáætlun i Skálholti og urðu þar mjög góðar umræður, ekki síst um markmið og starfsemi Skál- holtsskóla. Þá var gerð grein fyrir samþykkt Kirkjuþings um skilgreiningu dauðastundar og líffæraflutninga og um réttarstöðu fólks í vígðri sambúð. Kom fram hjá þingmönnum að það væri áhyggjuefni ef lagasetning virkaði hvetjandi til skilnaðar þeg- ar fólk á í fjárhagserfiðleikum. Þingmenn fögnuðu vilja kirkj- unnar að skapa athvarf fyrir börn í safnaðarheimilum og mæta þannig vanda heimilanna. Leiðrétting í leiðara biskupsins í síðasta tölu- blaði Víðförla, féllu niður orðin — þeir sem vilja sjá hag — í loka setn- ingunni. Greininni lýkur því þannig: Skilji þetta einhverjir sem flokks- pólitíska afskiptasemi, segir það að- eins nokkuð um þá sjálfa en ekki málstaðinn. Þeir sem vilja sjá hag safnaðanna eflast, una ekki slíkum aðförum. Þetta leiðréttist hér með ásamt af- sökunarbeiðni. Framhald á næstu siðu 30

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.