Víðförli - 15.12.1990, Qupperneq 31

Víðförli - 15.12.1990, Qupperneq 31
Helgihald Austur kirkjunnar Vaxandi áhugi fólks á trúmálum og andlegri iðkan hefur ekki síst beinst í austurátt sem allir vita. Aust- urkirkjan sem svo er nefnd eða Ortodoxa kirkjan býr yfir miklum fjársjóðum og langri hefð hvað varð- ar bænalíf og helgihald. Nú í vor, dagana 28. mars — 7. apríl verður námskeið á fræðasetri Alkirkjuráðsins í Bossey í Sviss undir yfirskriftinni: Guðfræði Aust- urkirkjunnar og Guðsdýrkun. Þátttaka í námskeiðinu kostar um 25 þúsund krónur, en möguleiki er á einhverjum styrkjum frá Alkirkju- ráðinu. Fræðsludeild veitir nánari upplýsingar. 7. heimsþing Alkirkju- ráðsins í Ástralíu Alkirkjuráðið heldur heimsþing sín á 7—8 ára fresti. Síðast var það haldið í Vancouver í Kanada 1983. Nú er nýtt heimsþing í uppsigl- ingu, það verður haldið í Canberra i Ástralíu dagana 7. — 20. febrúar 1991. Yfirskrift þingsins er: Kom heilagur andi og endurnýja sköpun þína alla. Þetta er í fyrsta sinn sem yfir- skriftin er sótt til þriðju greinar trú- arjátningarinnar, um hinn heilaga anda. Yfirskriftin vísar jafnframt til umhverfismála, sem verða mjög til umræðu á þinginu. Voru reyndar haldin þing víða um heim til undir- búnings heimsþinginu, þar sem áhersla var lögð á ábyrgð hins kristna manns gagnvart sköpun Guðs. íslendingar mega senda tvo at- kvæðabæra fulltrúa á þingið, en inn- an Alkirkjuráðsins eru ákveðnar reglur um skiptingu fulltrúa þannig að ungt fólk, konur og leikmenn fái sína fulltrúa ekki síður en prestar. Fulltrúar íslensku kirkjunnar verða Ólafur biskup og Adda Steina Björnsdóttir fréttamaður og guð- fræðingur. Prestar þurfa að læra stjórnun Finnskur guðfræðingur, Harri Palmu hefur lagt fram doktorsrit- gerð sem fjallar um sess og starf prestsins. Þar segir að menntun prestsins beinist fyrst og fremst að predikunarstarfi hans, þrátt fyrir að þriðjungi og jafnvel helmingi tíma hans sé varið til stjórnunar- starfa. Margir prestar vilja umframt allt sinna hinum eiginlegu prests- störfum og víkja sér undan stjórn- unarkröfunni, enda hafa þeir fæstir fengið þjálfun og menntun í stjórn- un, þótt það skipti megin máli í starfi safnaðar hvernig samstarfið gengur milli starfsmanna og sóknarnefndar. Enda á um þriðjungur safnaðanna við vandamál að stríða af þeim or- sökum segir Harri Palmu. Nýr erkibiskup af Kantaraborg Hinn nýi yfirmaður biskupakirkj- unnar, Georg Carey, kemur á óvart. Hann var vígður biskup fyrir aðeins tveimur árum og fæstir álitu að hann kæmi til greina sem erkibiskup. En svo reyndist, að Margrét Thatcher valdi hann en ekki erkibiskupinn af Jórvík þegar kom til lokaákvörðun- ar. Hann vill ekki vera kallaður „ka- rismatiker" en hefur hins vegar greint frá því á blaðamannafundum að hann eigi endurnýjunarstarfi hinnar karismatisku hreyfingar mik- ið að þakka. Biskupakirkjan á Englandi á í al- varlegri kreppu, og gengur illa að halda utanum svo margbreytileg sjónarmið sem þar er að finna. Einn biskupanna, biskupinn af Durham, hefur dregið í efa upprisu Jesú og meyjarfæðinguna og þess hefur ver- ið krafist af ákveðnum hópum innan kirkjunnar að hann láti af embætti. Þeir hópar hafa líka litið með mikilli varúð á starf nýja erkibiskupsins að koma á samtali milli biskupakirkj- unnar og kaþólsku kirkjunnar á breiðum grundvelli og telja að slíkt kunni að leiða til málamiðlana í kenningunni. Tímabær ráðstefna í vor Ástand og umhirða kirkjugarða hefur löngum verið til umræðu manna á meðal en nú hefur Skipu- lagsnefnd kirkjugarðanna ákveðið að efna til ráðstefnu i vor með um- sjónarmönnum kirkjugarða til þess að koma sem bestri skikk á þessi mál og kynna nýjar hugmyndir og að- ferðir. Ráðstefnan verður haldin dagana 2. — 4. inaí 1991 í Garðyrkjuskólan- um í Hveragerði, en þar er hin ágæt- asta aðstaða. Verður öllum kostnaði í hóf stillt. Landslagsarkitektar og skrúðgarðameistarar munu annast fræðsluna en auk þess verður farið í skoðunarferðir. Skólastjóri Garðyrkjuskólans mun annast hina faglegu hlið með undirbúningsnefnd en stjórn og skipulag er allt í höndum Aðalsteins Steindórssonar framkvæmdastjóra Skipulagsnefndar kirkjugarða. Tek- ur hann við skráningu á ráðstefnuna og veitir frekari upplýsingar, sími hans er 91-621500 á Biskupsstofu og 98-34216 heima. Kvennanámskeiöin blómstra Fræðsludeild Biskupsstofu hefur boðið upp á námskeið sérstaklega ætluð konum í forystustörfum í söfnuðum, bæði sóknarnefndum, kvenfélögum, kórum og í almennu safnaðarstarfi. Halla Jónsdóttir hef- ur stýrt námskeiðunum sem haldin hafa verið viða um land. Nýlokið er tveimur námskeiðum, var annað í Grindavík en hitt í Innri Njarðvík. í Njarðvíkum tók námskeiðið 4 kvöld en í Grindavík langa helgi og eitt kvöld að auki. Fræðsludeild veitir nánari upplýs- ingar og einnig stjórnandinn Halla Jónsdóttir sími 91-23585. Vinasöfnuður í Danmörku Hér í blaðinu er eftirtektarverð grein um samþykkt Kirkjuþings um vinasöfnuði. Þar er fyrst og fremst miðað við tengsl íslenskra safnaða og þeirra í fátækum löndum svo sem í Afríku eða í Austur Evrópu. En það mætti líka líta til granna okkar á Norðurlöndum sem einn valkost- inn. Blómlegur söfnuður á Jótlandi Grindstedssóknin, sem er 12 km. frá Billundflugvelli óskar eftir að tengj- ast íslenskum söfnuði á þessum grundvelli. Þeir eiga vinasöfnuði á öðrum Norðurlöndum. Skammt frá Grindsted er Legoland og Ljóna- garðurinn frægi. Söfnuðurinn vill mjög gjarnan senda hóp til íslands t.d. í sumar og taka á móti íslending- um og vinna út skemmtilega og lær- dómsríka dagskrá. Nánari upplýsingar hjá fræðsludeild. 31

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.