Víðförli - 15.12.1995, Page 4

Víðförli - 15.12.1995, Page 4
Halla Jónsdóttir Fribur í heimi Það ríkir eftirvænting í hugum okkar og hjörtum á að- ventu. Við undirbúum komu jólanna á margvíslegan hátt. Undirbúum heimili okkar fyrir komu hans sem breytir hverju húsi í höll. Við viljum á jólum gleðja hvert annað, ættingja okkar og vini og munum á sérstakan hátt eftir þeim sem búa við skertan hlut. Boðskapur aðventunnar er skýr, Jesús kemur. Við kveikjum á kertum til að minna okkur á hann sem er Ijós heimsins. Hann sem gefur birtu í dimman heim. Hann sem gefur von í sorgmætt hjarta. Það er vonin um hann, Immanuel, Guð með okkur, sem fyllir aðventuna. Drottinn er í nánd, þú ert á leið til fundar við sjálfan Guð í Jesú Kristi. Aðventa er gjöf, tími undirbúnings, tími til að íhuga leyndardóminn djúpa, undirbúa hjarta okkar. heimili, í hvert hjarta. Frið sem við eignumst vegna jöt- unnar, krossins og tómu grafarinnar. Ó, virstu, góði Guð, þann frið, sem gleðin heims ei jafnast við, í allar sálir senda, og loks á himni lát oss fá að lifa jólagleði þá, sem tekur aldrei enda. Þér gjöri eg ei rúm með grjóti né tré, gjarnan læt ég hitt í té, vil ég mitt hjarta vaggan sé, vertu nú hér, minn kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Undirbúum okkur undir að taka á móti Jesúbarninu í hjarta okkar og leyfum því að búa þar. Til þess að við fáum að lifa í fyrirgefningu, kærleika og friði. Vertu ekki hræddur, er okkur boðað af Guði sjálfum. Óttastu ekki, sagir hann. Óttinn, kvíðinn og myrkrið sem svo oft setur svip á hugsunina og tilfinningarnar. Ótti við framtíðina, sársaukann, sjúkdóm, dauða. Ótti vegna alls þess sem ekki er á valdi okkar, kvíði vegna lífsafkomu okkar, ótti vegna barna okkar, vegna okkar sjálfra. Það var mitt í slíkum ótta og kvíða fjárhirðanna á Betlehemsvöll- um sem orðin hljómuðu. „Verið óhræddir!“ Og það eru orð sem þú mátt taka til þín á þessari aðventu. Vertu óhrædd, vertu óhræddur. Hjarta þitt skelfist ekki né hræðist, trúðu á hann sem fæddur er á jólum, á hann sem breytir myrkri í ljós, sem gerir það gamla að engu. Sjá, allt verður nýtt við komu hans. Guð vill fá að hlúa að þér, þó ljós þitt sé veikt, því að brákaðan reyr brýtur hann ekki og rjúkandi hörkveik slekkur hann ekki. Jesús Kristur er hið sanna ljós í heiminn komið til að upplýsa sérhvern mann. Hann kemur til þín með frið sinn, hann sem sjálfur er friðarhöfðinginn. Það voru himneskar hersveitir sem boð- uðu frið á jörð hina fyrstu jólanótt. Það var gjöf Guðs til friðvana mannkyns. Friður hans er nú gjöf hans til þín. Frið í hjarta, til handa hverjum þeim sem þiggur, frið sálar og huga. Frið þann sem litla Jesúbamið ber með sér inn á hvert Frelsarinn er sannarlega fæddur og við erum að undir- búa hjartað til að halda jólin með honum. Bjarminn frá Betlehem lýsir okkur eins og fátæku fjár- hirðunum forðum, á leið til hans, og hvern dag aðventunn- ar nálgumst við Betlehem. Dag hvern færumst við nær honum sem er ljós heimsins, færumst við nær jötunni í fjárhúsinu. Guð vill með gjöf sinni stóru fá að stilla strengi hjarta þíns, sem hafa verið vanstilltir, stilla þá svo að frá þeim megi hljóma tónar friðar og dýrðarsöngs. Kom þú með dag á dimma jörð, þín væntir öll þín veika hjörð. Lækna þrautir og þerra tár, græð þú, Kristur, öll dauðans djúpu sár. Ó fagnið nú! - Immanúel mun fæðast sínum ísrael. Já, fögnum, gleðjumst og lofsyngjum. Því Guð kemur til þín í barninu í Betlehem, Guð sjálfur vitjar þín, til að breyta dimmri jörð í bjartan dag, til að breyta lífi þínu, stilla strengi hjarta þíns, svo að þú fáir á helgum jólum að taka þátt í dýrðarsöngnum - „Dýrð sé Guði í upphæðum“ - með öllum englum himinsins og öllum kristnum mönn- um um allan heim. Lofum hann sem kom í litlu barni, Guð sjálfur, Guð með okkur, Immanúel, Guð hjá okkur á að- ventu, á jólum og alla tíma. Lofið og dýrð á himnum hátt, honum með englum syngjum þrátt, friður á jörðu og fengin sátt, fagni því menn sem bæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Guð gefi þér friðsæla jólaföstu og heilög jól í Jesú nafni. 4 VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.