Víðförli - 15.12.1995, Side 11

Víðförli - 15.12.1995, Side 11
il. Jólatréð okkar heima var tréspýta sem stóð á gólfinu og við krakkarn- ir rifum lyng sem bundið var á tréð. Við bjuggum til poka úr mislitum pappír sem við hengdum á tréð. f pokana voru settar gyðingakökur og svo bræddi mamma saman púður- sykur og súkkulaði og þetta sælgæti var sett í pokana. Það er jólalyktin frá mínu berskuheimili, þegar verið var að útbúa þetta sælgæti. Lyktin af því var svo skelfing góð. Svo var svo góð lykt af kertunum. Móðursystir mín bjó í Reykjavík og hún sendi okkur englahár til að skreyta með. Það var venjan að slátrað var kind sem var jólamaturinn okkar. Þegar jólaguðspjallið var lesið varð allt heilagt, það var eins og englar svifu urn húsið.“ Sigurborg: „Mínar minningar eru mjög líkar, nema við fórum alltaf í kirkju. Þá komu jólin. Það voru yfirleitt engar gjafir, stundum spil, en við þekktum ekkert annað. En pabbi keypti brjóstsykursbox bara fyrir jólin og tilhlökkunin var tengd því að fá sælgæti. Hjá okkur var borðað súrsað kjöt, því að það voru engir möguleikar á að ná í nýtt. Ég upplifði jólin heilög eins og Ingibjörg. Þegar við gegnum kring- um jólatréð og sungum „Heims um ból“. Undirbúningur jólanna og jólin sjálf eru dásamlegur tími og erfitt að hugsa sér lífið án þeirra.“ En eftir að þið verðið fullorðnar? Ingibjörg: „Tímarnir hafa nú breyst svo ótrúlega. Jólin okkar Hrísgrjónakerling. heima meðan börnin voru heima voru yndisleg. Við fórum ekki í kirkju, en hlustuðum á útvarpsguðs- þjónustuna. Það voru erfið jól eftir að maðurinn minn dó. En ég á svo góða að sem hjálpuðu mér. Það er ómetanlegt í sorginni.“ Sigurborg: „Við sóttum alltaf kirkju á aðfangadags- kvöld. Maðurinn minn var organisti í Stykkishólmi. Svo að þar varð heilagt. Svo komum við heirn og héldum upp á jólin okkar. Með söng, mat og gleði. Það var mér lrka erfitt að lifa fyrstu jólin eftir að maðurinn minn dó. Hann dó skömmu fyrir jól. En trúin hjálpaði mér mikið.“ Hlakkið þið enn til jólanna? Ingibjörg: „Já, bæði vegna þess að þetta er fjölskylduhátíð og af því að þá fagna ég kornu frelsarans.“ Sigurborg: „Já, alltaf jafn mikið. Aðventan, sem hét nú jólafasta í Aö búa til jólagjafir Það er mikið unnið í höndum og við föndur í Gerðubergi. Bæði var setið við að mála á postulín, vinna í tré og við sauma. I saumastofunni starfar Jóna Guð- jónsdóttir og mátti þar sjá marga fal- lega muni. Jólaundirbúningur var þar hafinn að fullu, enda þurfa sumir þeir mun- ir sem verið var að vinna að langan tíma. jólaandlit máluö í starfi aldraöra í Gerðubergi. Jóna sýndi okkur tvær þeirra hugmynda sem fólkið hjá henni vinnur m.a. eft- ir. Annars vegar er það hrísgrjóna- kerling. Þar sem þarf til að búa hana til er hringur af fallegu efni, blúnda, hrís- grjón, vattkúla, hár eða garn fyrir hár og rauð húfa sem hægt er að prjóna eða kaupa í föndurverslun. Sníðið hring eftir t.d. undirskál. Þræðið hringinn og rykkið, festið á blúndu og setjið hrísgrjón í pok- ann sem þá hefur myndast. Litið vattkúluna í andlitslit. Mál- ið andlit. Límið á hár og setjið á húfu. Límið andlitið á búkinn. Einnig sýndi Jóna okkur fallegan jóla- eða aðventuhring. I hann þarf hring, helst úr hálmi, annars úr frauðplasti. Slaufurnar eru gerðar með því að sauma saman á þrjár hliðar tvöfalt efni, sem saumað er á röngunni. Því snúið við og fyllt upp. Band er bundið um miðjuna svo að úr verði slaufa. Slaufurnar eru síðan límdar þétt á hringinn. Að lokum má gera andlit úr trékúlum, sem hár er sett á, málað andlit og sett á húfa. minni bersku, er góður tími. Svo upplifi ég alltaf heilög jól og það gerir mér gott. Svo ég hlakka til, eins og börnin.“ Ingiríöur Nikulásdóttir, Alfhildur Kristjánsdóttir og Svanur Kristjánsson á jólaglebi í Gerbubergi. VÍÐFÖRLI 1 1

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.