Víðförli - 15.12.1995, Page 13

Víðförli - 15.12.1995, Page 13
gleðiboðskapinn um að frelsarinn sé fæddur. Söngur: Jólaklukkur klingja. (Einn úr hópnum kemur fram með lengju úr hringum sem settir eru saman og hengir hana á tréð.) Lesari 2: Allir menn tengjast í stóran syst- kinahóp. (Einn úr kórnum kemur fram með fléttaða jólapoka og hengir á tréð.) Lesari 1: Litlu pokarnir, sem oft eru með góðgæti í, leiða huga okkar að öllum góðu gjöfunum sem Guð gefur okk- ur. Jesús mettaði eitt sinn 5000 manns og þá urðu eftir 12 körfur fullar af mat. (Fimm úr kórnum sœkja pakka undir trénu og taka upp í réttri röð.) Lesari 2: Jólapakkarnir eru tákn fyrir dýr- mætustu gjöfina sem Guð gaf okkur mönnunum, Jesú sjálfan. (I fyrsta pakka er sálmabók.) Lesari 1: I fyrsta pakkanum er sálmabók svo við getum tekið þátt í dýrðarsöng jólanna. (I öðrum pakka er Biblía.) Lesari 2: í öðrum pakka er Biblía. Þar get- um við lesið jólaguðspjallið Lúkas. 2:1-14. (Það er lesið.) María og Jósef koma inn. (I þriðja pakka er gull.) Lesari 1: í þessum pakka er gull. Jesú var gefið gull því að hann er Guð, en líka konungur. (ífjórða pakka er reykelsi.) Lesari 2: í fjórða pakka er reykelsi. fsraels- menn brenndu reykelsi þegar þeir til- báðu Guð. Við eigum að tilbiðja Jesú sem er Guðs sonur. (ífimmta pakka er mirra.) Lesari 1: í síðasta pakkanum er myrra. Myrra er ilmolía sem látnir voru smurðir með. Hún táknar að Jesús dó fyrir okkur. Söngur: Þá nýfæddur Jesús ... ENDIR (Helgileikur þessi er tekinn saman af starfskonum í KFUK í Frosta- skjóli.) Hér til hliðar er uppskrift aflengju úr hringum, hjarta, engli og hjarta- laga poka sem gaman er að þeir út- búi semflytja helgileikinn. Lengja: í hana þarf glanspappír í nokkrum litum, lím og gott er aö nota bréfaklemmu. Klippib niöur rœmur sem eru 15 cm aö lengd og 2 cm aö breidd. Hver hringur er límdur saman og síöan sá nœsti inn í hinn fyrri, eins og myndin sýnir. Cott er aö setja bréfakiemmu yfir samskeytin á meöan þau eru aö þorna. Hjarta: I þaö þarf rauöan kartonpappír eöa silf- ur- eöa gutipappír, stífan. Teikniö tvö hjörtu eftir munstrinu, klippiö upp í eins og brotalínan sýnir. Hengiö upp meö tvinna. VÍÐFÖRU 1 3

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.