Víðförli - 15.12.1995, Page 28

Víðförli - 15.12.1995, Page 28
Æí*F Mm? iiiii mmi "Ks;?í:S»»tóá HBSSK mm —i P Jólaguðspjallið Sjálfsímynd og samtal Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skólamálaumræðum á Norðurlöndum að í Noregi hafa komið fram nýjar hugmyndir um kennslu og skipan kristindómsfræðslu, kennslu í lífsskoðunum og trúar- bragðafræðum. Hér er vísað til tillagna sem fram koma í nefndaráliti sem kennt er við Erling Pettersen formann nefndarinnar, Pettersen-skýrsluna. Það fyrsta sem vekur athygli er heiti skýrslunar sem er Sjálfsímynd og sam- tal (NOU 1995:9). í skýrslunni er und- irstrikað að kristindómsfræðslan er hluti af menningararfinum og því mik- ilvæg fyrir sjálfsímynd einstaklings- ins. Samtalið er einnig forsenda þess að einstaklingar með ólíkan bakgrunn og trúarbrögð geti umgengist, skilið hvem annan og sýnt hverjir öðrum umburðarlyndi. Hvað varðar grunnskólann á kristin- dómsfræðslan að vera sameiginleg fyrir alla nemendur. Auk þess sem fræðsla um önnur trúarbrögð sem til- heyrt hafa samfélagsfræðinni skulu til- heyra kristindómsfræðslunni í framtíð- inni. Á unglingastiginu skal lögð sér- stök áhersla á fræðslu í heimspeki og siðfræði. Þetta þýðir að námsgreinin stækkar og víkkar, því teknir eru upp nýir námsþættir sem áður hafa tilheyrt öðrum námsgreinum. Námsgreinin í þessum nýja búningi á að byggja á hinum evangeliska-lúth- erska grundvelli vegna þess að það er þannig sem ungir Norðmenn komast í snertingu við kristindóminn. Fjöl- skyldur sem ekki eru meðlimir í norsku kirkjunni og tilheyra öðrum trúfélög- um geta óskað eftir því að bömin þurfi ekki að sækja hluta af fræðslunni. Hins vegar verður ekki boðið upp á sérstaka fræðslu fyrir þessi börn til að bæta þeim upp tímatapið. Litið er svo á að allir skuli öðlast fræðslu í grundvallar- atriðum kristindómsins, auk þess sem önnur trúarbrögð eru tekin til umfjöll- unar og á unglingastiginu eru heim- spekileg og siðferðileg viðfangsefni stór þáttur fræðslunnar. Undirstrikað er að þessi fræðsla skuli vera á forsendum skólans og þeirra nemenda sem þar eru. Nefndin lítur því þannig á málin að ekki skuli vera hægt að fá undanþágu frá því að taka þátt í fræðslunni, þrátt fyrir að börnin sæki þessa fræðslu til ýmissa trúfélaga. Ekki megi blanda saman al- mennri kristindómsfræðslu á forsend- um skólans og trúfræðifræðslu annarra trúfélaga. Nefndin telur einnig að al- mennir kennarar eigi að geta kennt þessa námsgrein og óþarfi sé því að leyfa undanþágur frá því. Það sem einnig vekur athygli er staða greinarinnar í framhaldsskólun- um en eins og kunnugt er fer engin bein kristindóms- né trúarbragða- fræðsla fram í íslenskum framhalds- skólum. Ástæða er að spyrja hvers vegna svo sé. I framhaldsskólanum norska skal lögð sérstök áhersla á kristindóminn, trúarbragðafræði, heimspeki og sið- fræði. I kennslunni skal lögð áhersla á gagnrýna skoðun og samræður þegar fengist er við ólík trúarbrögð og lífs- skoðanir. Þessi fræðsla á að vera skylda fyrir alla framhaldsskólanema, saman hvaða brautir og nám þeir velja. 28 VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.