Bæjarins besta - 18.08.1999, Qupperneq 2
Útgefandi: Ábyrgðarmenn:
H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson
Sólgötu 9, 400 ísafjörður HalLdór Sveinbjörnsson
■b 456 4560 Ritstjóri:
0456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson
Netfang prentsmiðju: Blaðamaður:
hprent@snerpa.is Hlynur Þór Magnússon
Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar:
http ://vrww. snerpa. is/bb bb@snerpa.is
Bæjarins testa er í samtökum bæjar- og héraðs-
fréttahlaða. Eftlrprenton, hJjóðrltnn, notkun ljósmynda
^ og annars efnls er óheimll nema heimllda sé getlð.
Margt er það
í kotí karls
Af heimsókn kínverska sendiherrans á Islandi, Wang
Ronghua, til Bolungarvíkur og ísafjarðar, sem við
greindum frá í síðasta blaði, má ráða að margt er það í
koti karls sem kóngs er ekki í ranni.
Isfirsk iðnfyrirtæki eru framsækin og í fararbroddi á
mörgum sviðum varðandi tækninýjungar í fiskvinnslu
og hafa áunnið sér mikinn og góðan orðstír innan lands
sem utan. Ahugi kínverska sendiherrans á því sem hér
er að gerast á þessum vettvangi kom berlega í ljós í
heimsókn hans til þessara fyrirtækja.
Þótt ekki sé við þ ví að búast að slíkar heimsóknir leiði
til skjótra og mikilla viðskiptasambanda fer ekki á milli
mála að í þeim felst talsverð auglýsing fyrir þau fyrirtæki,
sem gestirnir sækja heim. Og væntanlega felur heim-
sóknin í sér aukinn skilning milli gesta og gestgjafa al-
mennt séð.
Góðu heilli er af sú tíð að mestu að bæjaryfirvöld séu
að vasast í atvinnulífi með beinum hætti. Þó ber því ekki
að neita að nú á seinni tímum hafa sveitarstjórnir sums
staðar orðið að grípa í taumanna með einum eða öðrum
hætti þegar í öll skjól er fokið þótt óljúft þyki.
Enda þótt þessi almenna breyting hafi fært sveitar-
stjómarmönnum aukið svigrúm til annarra viðfangsefna
er ekki þar með sagt að þeir séu lausir ailra mála hvað
atvinnulífíð varðar. Auðvitað verða bæjaryfirvöid að
vera vakandi yfír því öllum stundum að fyrirtækjum sé
búið sem best umhverfi fyrir starfsemi sína. Sveitarfélag
þrífst ekki án góðra fyrirtækja.
An beinna afskipta geta sveitarstjórnir komið til liðs
við fyrirtæki á ýmsa vegu. Heimsóknir í Ifkingu við
hingaðkomu kínverska sendiherrans geta vegið drjúgt
þegartil lengri tímaerlitið. Þrátt fyriryfirburði stórþjóða
á flestum sviðum hátækni og vísinda státum við af
ýmsu á okkar sérsviðum, sem hjá þeim er ekki til staðar.
Máttur auglýsinga verður seint metinn. Frumkvæði
sveitarstjórna í kynningu á héraði, mannlífi þar og því
sem er að gerast í skóla- og félagsmálum, atvinnu- og
menningarlífi og hvernig búið er að æskunni, sem á að
erfa landið, er áreiðanlega miklu happadrýgra og árang-
ursríkara en að sveitarsjóður leggi fáeinar krónur í púkk
til að ýta fleyi af vanefnum byggðu úr höfn.
Um þennan þátt verða þeir að vera sér meðvitaðir,
sem tekið hafa að sér að stjórna sveitarfélagi.
-s.li.
OQÐ VIKUNNAÐ
Peningar / fé
Orðin peningar ogfé eru notuð um verðmæti sem mæld eru
í krónum eða dollurum eða öðrum gjaldmiðlum nútímans.
Bæði eiga rætur að rekja til þeirra tíma, þegar ekki var notast
við slegna mynt eða seðla í viðskiptum, heldur eignir af
áþreifanlegra tagi. Bæði merkja upphaflega búfénað, sbr.
b úpeningur, peningshús,, búfé.fé er rekið á fjall eða því slátrað
o.s.frv. Þetta minnir á, að t.d. hlutafé getur verið reitt af hendi
með öðru en beinhörðum gjaldeyri, t.d. með tækjabúnaði,
vinnuframlagi o.fl. Orðið fé-lag merkir reyndar, að menn
leggi fé í einn sjóð í ákveðnum tilgangi.
Pétur H. Pálsson, stjórnarformaður Fjölnis hf. er Dýrfírðingur í föðuræt
Fjórír kostir yarð:
húsnæði fyrir vimi'
Langstærsti hluthafinn í
hinu nýjafyrirtæki áÞingeyri,
Fiskvinnslunni Fjölni hf., er
útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækið Vfsir hf. í Grindavík.
Framkvæmdastjóri Vísis hf.
er Pétur Hafsteinn Pálsson,
stjórnarformaður Fjölnis hf. I
samtali við BB sagði Pétur,
að strax yrði gengið í að koma
sér niður á húsnæði fyrir fisk-
vinnslu félagsins á Þingeyri.
Hann sagði að þar kæmu fjórir
kostir til greina: I fyrsta lagi
að náð verði samkomulagi um
frystihúsið á Þingeyri eða
hluta þess, í öðru lagi að kaupa
sláturhúsið áÞingeyri, í þriðja
lagi að fá fiskvinnsluhús Unn-
ar ehf. og stækka það, og í
fjórða lagi að byggja nýtt hús.
Pétur segir reksturinn á
Þingeyri leggjast vel í sig.
„Þetta eru hlutir sem við
kunnum og meðan rekstrar-
grundvöllurinn er í lagi held
ég að engu sé að kvíða okkar
megin.“
Stefnt er að því að Fisk-
vinnslan Fjölnir hf. komi á
fót fiskmarkaði á Þingeyri,
sem auk þess að reka upp-
boðsmarkað veiti skipum og
bátum sem um höfnina fara
margvíslega þjónustu, líkt og
gert er á Djúpavogi, þar sem
Vísir er einnig þáttakandi í
útgerð og fiskvinnslu. „Já, við
teljum okkur þurfa að hafa
mjög öfluga hafnarþjónustu,
bæði ftskmarkað og aðra þjón-
ustu, bæði til að laða að önnur
skip og til að þjónusta okkar
skip“, segir Pétur.
Hlutafjáraukning
ekki ólíkleg
Eins og fram kemur annars
staðar hér í blaðinu er hlutafé
Fjölnis hf. 400 milljónir.
Heimild er fyrir því að auka
hlutaféð upp í 500 milljónir, -
„og verði mikill áhugi er ekki
óliklegt að það verði gert og
hluthafar afsali sér þá for-
kaupsrétti“, segir Pétur.
í stofnsamningi Fiskvinnsl-
unnar Fjölnis hf. segir m.a.:
„Tilgangur félagsins er að
stuðla að endurreisn og efi-
ingu atvinnulífs á Þingeyri,
einkum á sviði fiskvinnslu og
annars tengds atvinnurekstrar.
í því skyni er það tilgangur
félagsins að afla sér veiði-
heimilda í íslenskri fiskveiði-
lögsögu að því marki, að fé-
lagið verði í framtíðinni sjálfu
sér nægt um hráefnisöflun. Þá
er það tilgangur félagsins að
afla sér nauðsynlegrar rekstr-
araðstöðu og tækjabúnaðar til
fiskvinnslu með kaupum og/
eða leigu á fasteignum og öðr-
um búnaði..."
Takmarkanir á sölu kvóta
og flutningi frá Þingeyri
I samþykktum félagsins
segir: „Aflaheimildir sem fé-
lagið hefur aflað sér með
kaupum eða kann að eignast
með öðrum hætti verða því
aðeins seldar frá félaginu, að
fyrir slíkri ákvörðun liggi gilt
samþykki hluthafafundar í fé-
laginu. Slík samþykkt er því
aðeins gild að hún hafi verið
samþykkt með sama atkvæða-
magni og þarf til breytinga á
samþykktum félagsins sam-
kvæmt 93. gr. hlutafélaga-
Iaga.“
Tilgangurinn með ákvæði
þessu er að tryggja sem best
styrk félagsins á Þingeyri.
Samskonar ákvæði er í sam-
þykktunum varðandi ákvörð-
un um að flytja félagið frá
Þingeyri.
Dýrfirðingur í föðurætt
og Fjölnisnafnið kært
Pétur H. Pálsson, stjórnar-
formaður Fiskvinnslunnar
Fjölnis hf„ er Dýrfirðingur í
föðurætt. Faðir hans, Páll H.
Pálsson, forstjóri Vísis hf. í
Grindavík og einn af stofn-
endum fyrirtækisins, er sonur
Páls Jónssonar og Jóhönnu
Daðeyjar Gísladóttur, en þess
má geta að systir hennar er
Svanfríður Gísladóttir, ekkja
Hjartarheitins stapa á ísafirði.
„Afi átti á sínum tíma útgerð-
arfyrirtækið Fjölni í Dýrafirði,
sem gerði út bátinn Fjölni og
átti helming í Hilmi. Fjölnir
er nafn sem er okkur kært“,
segir Pétur.
Rótgróið fjöl-
skyldufyrirtæki
Vísir hf. í Grindavík er 35
ára gamalt fyrirtæki. Páll H.
Pálsson stofnaði það ásamt
tveimur öðrum, þeim Ásgeiri
Lúðvíkssyni og Kristmundi
Finnbogasyni frá Hvammi í
Dýrafirði, mági sínum, en
Kristmundur gerði út Sanda-
Árshlutareikningur Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal lagður fram
43,6 inilljóna hagnaður
fyrstu sex mánuði ársins
Hraðfrystihúsið hf. í Hnífs-
dal hagnaðist um 43,6 millj-
ónir króna fyrstu sex mánuði
þessa árs á móti 50 milljóna
hagnaði fyrstu sex mánuði
síðasta árs. Þessar upplýsingar
koma fram í árshlutareikningi
fyrirtækisins sem kunngerður
var í gær.
Rekstrartekjur fyrirtækisins
jukust um 57 milljónir króna
milli ára, úr 855 milljónum
fyrstu sex mánuði síðasta árs
í 912 milljónir í ár. Hagnaður
fyrir afskriftir nam 147 millj-
ónum króna á móti 134 millj-
ónum árið á undan.
Eigið fé Hraðfrystihússins
var 614 milljónir í lok tíma-
bilsins og er það tæp 22% af
niðurstöðu efnahagsreikn-
ings. Fjárfestingarfyrirtækis-
ins á tímabilinu námu 98
milljónum krónasem skiptust
þannig að 72 milljónir fóru til
endurbóta á skipum félagsins,
13,5 milljónir til endurbóta á
fasteignumog 1 l,9milljónum
var varið í nýjar vélar og tæki.
Veltufé frá rekstri nam 95
milljónum króna á tímabilinu
á móti 80 milljónum króna
árið á undan. Veltufjárhlutfall
félagsins var 1,3 á móti 1,39
árið á undan.
Hraðfrystihúsið hf. rekur
bolfiskvinnslu í Hnífsdal,
rækjuverksmiðju í Súðavík og
gerði út fimm skip og einn bát
á tímabilinu, þar af voru tvö
þeirra leiguskip. Starfsmenn
félagsins eru um 160, hlut-
hafar eru 123 og til þeirra
greiddi félagið 23,7 milljónir
króna í arð á tímabilinu.
Þann 30. júní sl. undirrituðu
stjórnir Hraðfrystihússins hf.
og Gunnvarar hf. áætlun um
sameiningu félaganna, en hún
gerir ráð fyrir að hluthafar í
Gunnvöru fái eingöngu hluta-
bréf í Hraðfrystihúsinu hf. í
stað hlutabréfa í Gunnvöru.
Sameiningin mun taka gildi
frá 1. janúar sl„ 0g munu
skiptahlutföll byggja á efna-
hag í árslok 1998 að teknu
tilliti til afkomu félaganna á
tímabilinujanúartil maí 1999.
Hluthafafundir verða vænt-
anlega haldnir um næstu mán-
aðamót þar sem samruni fé-
laganna verður tekinn fyrir.
Gert er ráð fyrir að sameining
félaganna munu leiða til auk-
innar hagræðingar.
Einbýlishús tilsölu
Til sölu er Hrannargata 3, sem er endur-
byggt 142m2 elnbýlishús á tveimurhæðum.
Allt nýtt. Verð kr. 9,5 milljónir.
Nánari upplýsingar gefur Tryggvi Guð-
mundsson hdl., Hafnarstræti 1, ísafirði, sími
456 3244, fax 456 4547.
2
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999