Víðförli - 01.12.2003, Qupperneq 3
DESEMBER 2003
VÍÐFORLI
3
Af Landsmóti
æskulýðsfélaga kirkjunnar
Um 300 unglingar og leiðtogar voru
saman komnir á Landsmóti æskulýðs-
félaga í Ólafsvík 17.-19. október. Yfirskrift
mótsins var „í mynd við Guð“.
Það voru spenntir og aðeins stressað-
ir mótsstjórar sem tóku á móti krökkun-
um í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju
föstudagskvöldið. Fyrsta rútan sem kom
á staðinn var frá ísafirði með rúmiega
tuttugu krakka. Rúturnar runnu svo í hlað
hver á eftir annarri. Það var ótrúlegt að
sjá stemminguna hjá krökkunum, þrátt
fyrir að sum þeirra væru búin að vera á
ferðinni í um níu klukkutíma.
Eftir mat var kvöldvaka í íþróttahúsinu,
þar sem var sungið, trallað og farið í leiki.
Um kvöldið var sundlaugarpartý, en
einnig var íþróttahúsið opið. Það var
mögnuð stemming í sundlauginni, diskó-
Ijós og góð tónlist og hópur af skemmti-
legustu krökkum landsins.
Fyrir svefninn var lofgjörðarstund sem
um helmingur mótsgesta tóku þátt í. Það var ómetanlegt
eftir langan dag að slaka á í bæn og lofgjörð til skaparans.
Nóttin gekk vel fyrir sig, unglingarnir voru þreyttir eftir langt
ferðalag og fóru þau flest beint að sofa eftir lofgjörðar-
stundina.
Laugardagurinn byrjaði á morgunverði í félagsheimilinu.
Þetta var fyrsta máltíðin sem allir 300 þátttakendurnir
neyttu saman. Að morgunverði loknum var næst á dagskrá
kvikmyndahátíðin „Imago Dei“. Tíu æskulýðsfélög sendu
stuttmyndir byggðar á biblíusögum í keppnina. Markmiðið
var að fá þau til þess að heimfæra texta Biblíunnar upp á
sinn veruleika og dýpka þannig skilning sinn á Biblíunni.
Það má segja að setningu kvikmyndahátíðarinnar hafi
verið útvarpað beint á Rás 2, því rétt fyrir setninguna var
Arna í viðtali á Rás 2. í samráði við krakkana var ákváðið
Framhald á bls. 8