Víðförli - 01.12.2003, Blaðsíða 11
DESEMBER 2003
V f Ð F Ö R LI
11
Pælt í Porvoo
Porvoo samþykktin er kennd við dómkirkjuna í borginni
Porvoo í Finnlandi þar sem fram fór sameiginleg messa
eftir viðræður fjögurra anglíkanskra kirkna og átta lúth-
erskra kirkna sem stóðu yfir á árunum 1989-1992. Við-
ræðurnar leiddu til sameiginlegrar viðurkenningar kirkn-
anna á þjónustu hverrar annarrar í þeim tilgangi að styrkja
samband þeirra og einingu í starfi. Kirkjurnar sem eiga að-
ild að Porvoo-samþykktinni búa á margan hátt að hinum
sama sögulega og litúrgíska arfi og þær deila einnig sýn og
skilningi á hlutverki og starfi kirkjunnar í dag. Þær njóta all-
ar yfirsýnar biskupsþjónustunnar og næstum allar þeirra
eru þjóðkirkjur.
Þjóðkirkjan gerðist aðili að Porvoo yfirlýsingunni árið
1995. Framlag okkar til Porvoo samstarfsins er að við eig-
um fulltrúa í vinnuhópi sem samanstendur af fulltrúum allra
aðildarkirknanna og heldur utan um frekari þróun og vinnu
milli kirknanna. Okkar maður á Porvoo vaktinni er dr. Sig-
urður Árni Þórðarson.
í haust hefur verið starfræktur umræðuhópur um Porvoo
samþykktina og hvernig hún hefur eða ætti að hafa áhrif á
starf Þjóðkirkjunnar. Samþykktin hefur nefnilega ýmsar
guðfræðilegar, praktískar og réttarfarslegar afleiðingar fyrir
aðildarkirkjurnar. Á fundunum í haust hafa ýmsar hliðar
samþykktarinnar verið teknar fyrir svo sem staða djákna-
embættisins í Porvoo kirkjunum, biskupsembættið og hin
sögulega/postullega vígsluröð, kirkjuréttarfarsleg áhrif
samþykktarinnar, guðsþjónustulíf og helgihaldsmál Porvoo
kirknanna svo eitthvað sé nefnt.
Flópur íslenskra guðfræðinga kom að vinnu við Porvoo
samþykktina á sínum tíma eða tengdist Porvoo kirkjunum
Hvað er trú?
Plvað er trú? Trúin er augað sem sér Guð. Grátandi
auga er einnig auga, nærsýnt auga er einnig auga.
Trúin er höndin sem tekur á móti náðargjöfum Guðs.
Titrandi hönd er einnig hönd.
Trúin er tungan sem bragðar kærleika Guðs og náð.
Stamandi tunga er einnig tunga.
Trúin er fóturinn sem ber oss til Guðs. Veikur fótur er
einnig fótur. Sá sem gengur hægt nær þó um síðir tak-
markinu.
(Kirkjublaðið)
Trú er ekki umfram allt fullvissa, heldur sú afstaða að
hafa augun opin. Marteinn Lúther sagði: Ef þú gætir
skilið eitt einasta hveitikorn þá myndir þú deyja af
undrun!
á einhvern hátt. Þetta fólk býr yfir þekkingu, yfirsýn og mik-
ilvægum spurningum, sem íslensku kirkjunni og guðfræði
er mikilvægt að miðla, ræða og nýta. Enginn vettvangur
hefur verið til fyrir þennan hóp og því var blásið til sam-
ræðna nú.
Umgjörð Porvoo fundanna er sérlega indæl. Við höfum
sest niður kl. 9.00 á miðvikudagsmorgnum, eftir árdegis-
messu sem fram fer alla miðvikudaga í Hallgrímskirkju. Sá
sem falið hefur verið að hafa framsögu dagsins fær nokkr-
ar mínútur til að leggja fram efni sitt og kynnir síðan um-
ræðuspurningar því tengdar. Með framsögu og umræðum
tekur Porvoo spjallið 45 mínútur sem er vel varið í að hugsa
um kirkju og guðfræði.
Framundan er í umræðuhópnum að standa fyrir lengra
þingi um Porvoo málin á vorsmisseri. Þá verður formlegur
fundur Porvoo fulltrúanna haldinn hér á landi haustið 2004
í tengslum við guðfræðiráðstefnu sem haldinn er á fjögurra
ára fresti í Porvoo kirkjunum. Ekki síst í Ijósi þessa töldum
við sem að umræðufundunum stöndum skyldugt og afar
hjálpsamlegt að hefja vakningu um viðfangsefni Porvoo
samþykktarinnar í íslenskum aðstæðum.
Þeir sem vilja kynna sér frekar samþykktina sjálfa og
ýmislegt henni tengt geta flett upp á vef samkirkjumála á
kirkjan.is eða farið á opinbera vefsíðu Porvoo samþykktar-
innar: http://www.porvoochurches.org/statements/is.htm.
Krístín Þórunn Tómasdóttir
Ríki og kirkja í
Evrópu
í danska dagblaðinu Kristeligt Dagblad var fyrr á þessu
ári gerð úttekt á sambandi ríkis og kirkju í þeim 25 Evrópu-
löndum sem eru eða verða senn innan ESB. í öllum ríkjun-
um 25 er trúfrelsi en aðeins fá þeirra hafa kláran aðskilnað
ríkis og kirkju. [...]
í ofannefndri dagblaðsgrein kemur fram að í formálum
stjórnarskráa fimm ríkja í Evrópu er Guðs nafn nefnt og
hinn kristni menningararfur dreginn fram með ótvíræðum
hætti. í sex löndum til viðbótar er um að ræða meir eða
minna formlegt samband ríkis og kirkju, þar sem stjórnar-
skráin tilgreinir eitt trúfélag sérstaklega sem þjóðkirkju eða
ríkistrú. En í nánast öllum löndunum 25 blandar ríkið sér
með einhverjum hætti í trúmál landsmanna, fyrst og fremst
með því að ríkið fjármagnar trúfélög að hluta og oftast með
því að kirkjan og kristnin hefur ótvíræða sérstöðu.
Framhald þessa pistils er hægt að lesa á kirkjan.is, vef-
slóðin er:
http://www.kirkian.is/7trumal/pistlar/hki oa kirkia i evropu
Úr bókinni Orð i gleði
Karl Sigurbjörnsson tók saman.
Karl Sigurbjörnsson