Víðförli - 01.12.2003, Side 4
4
22. ÁRG. 4. TBL.
VÍÐ
FORLI
Tveir guðfræðingar vígðir til
starfa fyrir kirkjuna
Myndir frá vígslunni er hægt að skoða í myndaaibúmi á kirkjan.is. Vefslóðin er
www. kirkjan.is/album/albumO 7.
Á fjórtánda sunnudegi eftir
þrenningarhátíð, þann 21. sept-
ember síðastliðinn, voru tveir
guðfræðingar vígðir til starfa fyrir
Þjóðkirkjuna. Elínborg Sturlu-
dóttir vígðist til prestsþjónustu í
Setbergsprestakalli og Ragnar
Gunnarsson til þjónustu sem
skólaprestur á vegum Kristilegu
skólahreyfingarinnar.
Vígsluvottar voru sr. Gísli Jón-
asson, prófastur, sr. Ingiberg J.
Hannesson, prófastur, sr. íris
Kristjánsdóttir, séra Kristján Valur
Ingólfsson og sr. Karl V. Matthías-
son, sem lýsti vígslu. Séra Jakob
Ágúst Hjálmarsson, dómkirkju-
prestur, þjónaði fyrir altari.
í prédikun sinni lagði Karl Sigur-
björnsson út af Jh 5.2-9 og sagði
meðal annars:
„Þið, kæru vígsluþegar, eruð á
sérstakan hátt frátekin og send í
þá sendiför, með orðið sem
læknar, með athöfn og iðkun sem
berfram það orð og þann mátt sem reisir upp og gerir heil-
an. Með verk Krists. Þið eruð send, vegna þess að svo
margur liggur utan hjá og kemst ekki að lind lækningarinn-
ar, eins og sá lamaði í Betesda forðum sem kveinaði: „En
ég hef engan til að hjálpa mér!“ þið eruð send sem svar við
því kveini, send til að hjálpa og leiða að lindinni hreinu lífs-
ins eina.“
Hann bætti svo við:
„Og þið eruð send til að standa mitt á hinum opinbera
vettvangi sem þjónar og leiðtogar, sem þroskaðar, biðj-
andi, kristnar manneskjur, til að gefa þeim orðvana raust
og styðja og styrkja þar sem trú og þol vill þrotna, og lífið
brestur og dauðinn slær. Þið eruð vígð, frátekin, send til
þjónustu í nafni Jesú Krists með orðið sem reisir á fætur.“
Árni Svanur Daníetsson
Vefir sókna
Akureyrarkirkja - www.akirkja.is
Bústaðakirkja - www.kirkja.is
Digraneskirkja - www.digraneskirkja.is
Dómkirkjan - www.domkirkjan.is
Eskifjarðarkirkja - www.kirkjan.is/eskifjardarkirkja/
Fáskrúðsfjarðarkirkja - www.ismennt.is/not/leif/
Grafarvogskirkja - www.grafarvogskirkja.is
Grensáskirkja - www.kirkjan.is/grensaskirkja
Hafnarfjarðarkirkja - www.hafnarfjardarkirkja.is
Hallgrímskirkja - www.hallgrimskirkja.is
Háteigskirkja - www.hateigskirkja.is
Hjarðarholtsprestakall - www.aknet.is/oskarutd/kirkja.htm
Hjallakirkja - www.hjallakirkja.is
Húsavíkurkirkja www.skarpur.is/husavikurkirkja
ísafjarðarkirkja - www.isafjardarkirkja.it.is/
Keflavíkurkirkja - www.keflavikurkirkja.is/
Landakirkja - www.landakirkja.is/
Langholtskirkja - www.langholtskirkja.is
Neskirkja - www.neskirkja.is
Selfosskirkja - kirkju.vina.net/selfoss/
Seltjarnarneskirkja - www.seltjarnarneskirkja.is
Stóra-Núpsprestakall - www.kirkjuvefurinn.is/stori-nupur/
Tjarnaprestakall - www.kirkjan.is/tjarnir
Víðistaðakirkja - www.vidistadakirkja.is
Þorlákshafnarprestakall - www.thorlakskirkja.is/